Malbik sérlega hált í ár: „Þetta er stórhættulegt“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. ágúst 2015 20:05 Bifhjólamenn og -konur finna fyrir sleipu malbiki. Vísir/Vilhelm „Þetta er mjög slæmt. Það má lítið út af bregða ef þú þarft að nauðhemla,“ segir Hrönn Bjargar Harðardóttir, formaður Sniglanna bifhjólafélags lýðveldisins, en malbik hefur verið sérstaklega sleipt í sumar innanbæjar. „Þetta er stórhættulegt.“ Hrönn segir ástandið sérlega slæmt innanbæjar í ár og vandamálið útbreiddara en áður. „Það er eins og það sé búið að setja olíu eða matarolíu í malbikið, ég veit ekki hvort það er repjuolía eða hvað. Það er mun erfiðara að hjóla í þessu en olíuminna malbiki. Ef það rignir smá eða ef það er raki í lofti verður þetta ennþá hálla.“ Hrönn segir þetta sérstaklega hættulegt þegar litið er til þess að það er mikið af nýju hjólafólki úti í umferðinni. „Gripið okkar er svo rosalega lítið, við höfum auðvitað bara tvö dekk miðað við fjögur dekk á bílum. En bílar hljóta þó að finna fyrir þessu líka, þetta er svo mikið í ár.“Hrönn er formaður Sniglanna.Vísir/Úr einkasafniHrönn segir það hafa komið upp af og til að malbik sé sérlega sleipt á afmörkuðum stöðum innabæjar. Til að mynda hafi verið hættulegt svæði við Smáralind í fyrra og hafi hún haft samband við Vegagerðina vegna þess. Það sé þó lítið gert í raun og að hún fái að heyra að vega þurfi meiri hagsmuni við minni. „Ég myndi halda að heilsa og mannslíf væru mestu hagsmunirnir, það mikilvægasta. Það gleymist alltaf að taka með í reikninginn hvað það kostar þegar einhver slasar sig, þannig að ég veit ekki með þetta með meiri hagsmuni fram yfir minni. Vegagerðin verður svolítið að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum efnum.“ Með tímanum leysist olían upp og malbikið verður stamara. En það getur tekið marga mánuði að sögn Hrannar. „Það er rosalega óþægilegt að fara af venjulegu malbiki yfir á þetta. Þá verður maður að halda ró sinni og vona það besta. En það finna allir fyrir því að gripið verður verra og þá hefur maður minni stjórn á aðstæðum,“ útskýrir Hrönn. „Og að gefnu tilefni þá má kannski minnast á að bifhjólamenn keyra yfirleitt alltaf á löglegum hraða,“ segir Hrönn að lokum og hlær. Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent Fleiri fréttir Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Sjá meira
„Þetta er mjög slæmt. Það má lítið út af bregða ef þú þarft að nauðhemla,“ segir Hrönn Bjargar Harðardóttir, formaður Sniglanna bifhjólafélags lýðveldisins, en malbik hefur verið sérstaklega sleipt í sumar innanbæjar. „Þetta er stórhættulegt.“ Hrönn segir ástandið sérlega slæmt innanbæjar í ár og vandamálið útbreiddara en áður. „Það er eins og það sé búið að setja olíu eða matarolíu í malbikið, ég veit ekki hvort það er repjuolía eða hvað. Það er mun erfiðara að hjóla í þessu en olíuminna malbiki. Ef það rignir smá eða ef það er raki í lofti verður þetta ennþá hálla.“ Hrönn segir þetta sérstaklega hættulegt þegar litið er til þess að það er mikið af nýju hjólafólki úti í umferðinni. „Gripið okkar er svo rosalega lítið, við höfum auðvitað bara tvö dekk miðað við fjögur dekk á bílum. En bílar hljóta þó að finna fyrir þessu líka, þetta er svo mikið í ár.“Hrönn er formaður Sniglanna.Vísir/Úr einkasafniHrönn segir það hafa komið upp af og til að malbik sé sérlega sleipt á afmörkuðum stöðum innabæjar. Til að mynda hafi verið hættulegt svæði við Smáralind í fyrra og hafi hún haft samband við Vegagerðina vegna þess. Það sé þó lítið gert í raun og að hún fái að heyra að vega þurfi meiri hagsmuni við minni. „Ég myndi halda að heilsa og mannslíf væru mestu hagsmunirnir, það mikilvægasta. Það gleymist alltaf að taka með í reikninginn hvað það kostar þegar einhver slasar sig, þannig að ég veit ekki með þetta með meiri hagsmuni fram yfir minni. Vegagerðin verður svolítið að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum efnum.“ Með tímanum leysist olían upp og malbikið verður stamara. En það getur tekið marga mánuði að sögn Hrannar. „Það er rosalega óþægilegt að fara af venjulegu malbiki yfir á þetta. Þá verður maður að halda ró sinni og vona það besta. En það finna allir fyrir því að gripið verður verra og þá hefur maður minni stjórn á aðstæðum,“ útskýrir Hrönn. „Og að gefnu tilefni þá má kannski minnast á að bifhjólamenn keyra yfirleitt alltaf á löglegum hraða,“ segir Hrönn að lokum og hlær.
Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent Fleiri fréttir Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Sjá meira