Þingfundi var frestað á miðnætti í gær. Þá var á annan tug þingmanna enn á mælendaskrá.
Umræðunni verður fram haldið á þingfundi, sem hefst klukkan hálf ellefu fyrir hádegi, en fyrir þeim fundi liggja auk þess 39 óafgreidd mál.
Forseti Alþingis átti fund með þingflokksformönnum í gærkvöldi um farmvindu mála á Alþingi, en ekkert samkomulag mun hafa náðst.

