Innlent

Mannekla í fiskvinnslu þrátt fyrir atvinnuleysi

Heimamenn á Grundarfirði fást ekki í fiskvinnslu
Heimamenn á Grundarfirði fást ekki í fiskvinnslu

Skortur er á starfsfólki í fiskvinnslu í Grundarfirði þrátt fyrir að yfir tuttugu manns á svæðinu séu á atvinnuleysisskrá. Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Guðmundur Runólfsson hf., segir í samtali við Skessuhorn að hann fái ekki fólk til að fylla lausar stöður. Vegna þess hefur fyrirtækið neyðst til að draga úr veiðum og setja fisk á markað og í gáma í stað þess að vinna hann á staðnum.

„Um og yfir 20 manns eru á atvinnuleysisskrá á svæðinu en þó fengum við bara einn starfsmann til okkar þegar við auglýstum. Auðvitað viljum við fyrst og fremst fá heimafólk til starfa en erum að þessum sökum nú á fullu í leit að erlendu starfsfólki," segir Guðmundur Smári. Ástæðuna telur hann vera þá staðreynd að atvinnuleysisbæturnar eru nú svipaðar og lágmarkslaun.

Að sögn Guðmundar hefur staðan versnað mjög eftir hrunið. „Við fáum ekki lengur lista yfir hverjir eru á atvinnuleysisskrá sem gerir það að verkum að það er erfiðara að ná til fólksins. Nú er voða mikið leyndarmál hverjir eru atvinnulausir," segir hann.

Vefur Skessuhorns.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×