Erlent

Manning mætir fyrir rétt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
mynd/ afp.
Bradley Manning, hermaðurinn sem grunaður er um að hafa afhent WikiLeaks uppljóstrunarvefnum hundruð þúsunda af gögnum frá hernum og sendiráðsskjölum, mun mæta fyrir rétt í fyrsta sinn í dag.

Á annað ár er liðið frá því að hann var handtekinn fyrir athæfi sitt. Alvarlegasta ákæran er um að hann hafi aðstoðað óvini Bandaríkjanna. Dauðarefsing getur legið við slíku broti, en saksóknarar hersins hafa gefið í skyn að þeir muni einungis krefjast ævilangs fangelsisdóms yfir Manning, sem er 24 ára gamall.

Hluti af þeim sendiráðsskjölum sem Manning stal var úr bandaríska sendiráðinu á Íslandi og voru þau skjöl birt meðal annars í Fréttablaðinu og á Vísi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×