Mannréttindabrot að geta ekki keypt rauðvínið sitt 11. febrúar 2012 09:00 Motorhead „Það er mannréttindabrot að geta ekki keypt sitt rauðvín," segir Aðalbjörn Tryggvason, söngvari rokksveitarinnar Sólstafa. Ekki eru allir á eitt sáttir við ákvörðun ÁTVR og stjórnvalda um að banna sölu á rauðvíni ensku rokksveitarinnar Motörhead hér á landi. Ástæðan sem gefin var upp var sú að nafnið sé vísun í amfetamínneyslu og sveitin syngi um stríð, óábyrgt kynlíf og fíkniefni. „Tónlist er list og það er verið að kenna rauðvín við listform. Hvernig geturðu sagt að listform stuðli að eiturlyfjaneyslu, stríði og óábyrgu kynlífi. Þetta er út í hött," segir Motörhead-aðdáandinn Aðalbjörn, sem er ósáttur við gang mála. „Þetta er bara plebbismi. Á hvaða öld lifum við eiginlega? Þú tekur ekki LSD þótt þú hlustir á Let it Be. Börn eru í tölvuleikjum og þau fara ekki að drepa fólk. Þetta er forræðishyggja af verstu stort," segir hann og bætir við: „Þegar ég sá þetta á netinu hugsaði ég: „Af hverju er ég ekki ofbeldishneigður? Þá myndi ég bara skalla einhvern. Ég á ekki til orð." Bergur Geirsson úr poppsveitinni Buff, sem er einnig mikill Motörhead-maður, er á sama máli og Aðalbjörn. „Þetta er þessi hræsni sem er í stjórnsýslunni og víðar. ÁTVR myndi leyfa Winston Churchill-koníak þó að hann hafi verið spíttfíkill og drykkjumaður. Ef það kæmi Bítlabjór í ríkið yrði hann örugglega leyfður." Annar grjótharður Motörhead-aðdáandi er Vésteinn Valgarðsson. „Mér þykir miður að geta ekki keypt mér Motörhead-vín. Mér finnst ástæðurnar sem eru gefnir upp fyrir því hljóma hjákátlega. Þær hljóma eins og geðþóttaákvörðun. Ef við myndum nota sama mælikvarða á allt þá myndu þeir örugglega banna ýmislegt sem þeir leyfa núna. Ég skil ekki af hverju ég ætti ekki að geta keypt mér þetta rauðvín," segir Vésteinn svekktur. Blaðamaður reyndi einnig að ná tali af Jóa Motörhead, fyrrum trommuleikara Egó, við vinnslu fréttarinnar en ekki náðist í hann. freyr@frettabladid.isnordicphotos/afp Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
„Það er mannréttindabrot að geta ekki keypt sitt rauðvín," segir Aðalbjörn Tryggvason, söngvari rokksveitarinnar Sólstafa. Ekki eru allir á eitt sáttir við ákvörðun ÁTVR og stjórnvalda um að banna sölu á rauðvíni ensku rokksveitarinnar Motörhead hér á landi. Ástæðan sem gefin var upp var sú að nafnið sé vísun í amfetamínneyslu og sveitin syngi um stríð, óábyrgt kynlíf og fíkniefni. „Tónlist er list og það er verið að kenna rauðvín við listform. Hvernig geturðu sagt að listform stuðli að eiturlyfjaneyslu, stríði og óábyrgu kynlífi. Þetta er út í hött," segir Motörhead-aðdáandinn Aðalbjörn, sem er ósáttur við gang mála. „Þetta er bara plebbismi. Á hvaða öld lifum við eiginlega? Þú tekur ekki LSD þótt þú hlustir á Let it Be. Börn eru í tölvuleikjum og þau fara ekki að drepa fólk. Þetta er forræðishyggja af verstu stort," segir hann og bætir við: „Þegar ég sá þetta á netinu hugsaði ég: „Af hverju er ég ekki ofbeldishneigður? Þá myndi ég bara skalla einhvern. Ég á ekki til orð." Bergur Geirsson úr poppsveitinni Buff, sem er einnig mikill Motörhead-maður, er á sama máli og Aðalbjörn. „Þetta er þessi hræsni sem er í stjórnsýslunni og víðar. ÁTVR myndi leyfa Winston Churchill-koníak þó að hann hafi verið spíttfíkill og drykkjumaður. Ef það kæmi Bítlabjór í ríkið yrði hann örugglega leyfður." Annar grjótharður Motörhead-aðdáandi er Vésteinn Valgarðsson. „Mér þykir miður að geta ekki keypt mér Motörhead-vín. Mér finnst ástæðurnar sem eru gefnir upp fyrir því hljóma hjákátlega. Þær hljóma eins og geðþóttaákvörðun. Ef við myndum nota sama mælikvarða á allt þá myndu þeir örugglega banna ýmislegt sem þeir leyfa núna. Ég skil ekki af hverju ég ætti ekki að geta keypt mér þetta rauðvín," segir Vésteinn svekktur. Blaðamaður reyndi einnig að ná tali af Jóa Motörhead, fyrrum trommuleikara Egó, við vinnslu fréttarinnar en ekki náðist í hann. freyr@frettabladid.isnordicphotos/afp
Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira