Innlent

Mannréttindadómstóll Evrópu tekur fyrir mál Geirs H. Haarde

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mannréttindadómstóll Evrópu mun taka fyrir mál Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, gegn íslenska ríkinu vegna Landsdómsmálsins.

Íslenskum stjórnvöldum ber að svara spurningum um málsmeðferðina og gefa svar fyrir 6. mars á næsta ári.

Innanríkisráðuneytinu barst erindi Mannréttindadómstóls Evrópu þess efnis að kæra Geirs H. Haarde gegn íslenska ríkinu sé til meðferðar hjá dómstólnum, en þetta kemur fram í frétt á vef ráðuneytisins.

Íslenskum stjórnvöldum er gert að útvega dómstólnum enska þýðingu af niðurstöðum Landsdóms í máli gegn Geir H. Haarde, sem og öðrum ákvörðunum eða niðurstöðum tengdum málinu.

Mannréttindadómsstóll Evrópu veitir ríkinu frest til 6. mars árið 2014 til að skila inn skriflegri greinagerð í málinu.

Erindið var kynnt á ríkisstjórnafundi í morgun en ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytisins fer með formlegt fyrirsvar vegna mála sem rekin eru gegn Íslandi fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×