Mannréttindaráð Reykjavíkur starfar í þágu allra Svanur Sigurbjörnsson skrifar 20. desember 2010 10:45 Fjalar Freyr Einarsson grunnskólakennari og forseti Gideonfélagsins skrifaði grein á vísir.is þ. 16. des. síðastliðinn undir heitinu „Eru lífsgildi öfgatrúleysishópa leiðarljós Mannréttindaráðs?". Ég vil hér gagnrýna margt af því sem þar kemur fram. Ég veit ekki til þess að það séu til neinir „öfgatrúleysishópar" á Íslandi. Sitt sýnist hverjum þegar talað er um öfga. Fjalari Frey virðist nægja að Vantrú og Siðmennt séu fylgjandi hlutlausu skipulagi á skólastarfi til að stimpla félögin „öfga". Hann kynnir sig sem grunnskólakennara en hann er einnig í forsvari fyrir Gideonfélagið og vill því vernda trúboð félags síns. Fjalar talar fyrir því að börn foreldra utan þjóðkirkjunnar eigi að taka út með undanþágum þegar eitthvað trúarlegt fari fram. Hann orðar það svo lúmskt að börnin séu„..með mismunandi þarfir sem þarf að mæta". Hann líkir því m.a. við þær aðstæður barna með fæðuofnæmi sem þurfa sérfæði. Á þessu er mikilvægur eðlismunur því að skólinn á ekki að skapa þær aðstæður sjálfur að börn verði tekin út fyrir hópinn. Hann talar um að skólinn eigi að vera fyrir alla og því er ég sammála, en Fjalar Freyr hefur samt allt annað í huga en ég og mannréttindaráð. Hann orðar það svo sakleysislega að það eigi að „leyfa fjölbreytileika manna að vera á yfirborðinu". Þannig á að gera það að sérstöku umræðuefni þegar barna Vottanna eða barn trúlausu foreldranna þarf undanþágu frá fermingarferðinni, viðtöku Nýja testamentisins, heimsókn æskulýðsfulltrúa kirkjunnar o.s.frv. í þágu umburðarlyndis og lærdóms um hvort annað. Svona gæti það hljómað: „Krakkar! hann Jói hér á öðru vísi foreldra en þið og verður á bókasafninu meðan við förum í kirkju. Það er af því að þau trúa ekki á...." Hvaða leyfi hefðu kennarar til að fjalla um persónulegar skoðanir foreldra ákveðinna barna eða vekja athygli á þeim? Ekkert! Ég tala hér um foreldrana því að börn hafa ekki upplýstar lífsskoðanir og eru ekki málsvarar þeirra. Fjalar segir svo að mannréttindaráð stefni í að fara eftir lífsgildum „öfgatrúleysis". Í fyrsta lagi eru ekki til nein yfirlýst lífsgildi trúleysis því að trúleysi er bara sú skoðun að telja yfirnáttúru ekki til. Í öðru lagi eru þau gildi sem í ríkja í skólasamfélaginu sameiginleg öllu fólki og mannréttindaráð treystir vel kennurum að miðla þeim sem fagfólk og fyrirmyndir. Þessi gildi hafa enga merkimiða, heldur endurspegla hin siðræna tíðaranda þjóðfélagsins hverju sinni. Fjalar gagnrýnir að með því að leyfa litlu jólin, afmælissöngva, kynlífsfræðslu og kennslu þróunarkenningarinnar, sé ekki gætt jafnræðis í þeirri línu sem er dregin, því að vissir hópar séu andsnúnir ýmsum slíkum hlutum. Þetta er skiljanleg gagnrýni að vissu marki, en þessir hlutir eru ekki þeir sömu og það trúboð sem er verið að skilja frá skólastarfseminni með tillögu mannréttindaráðs. Jólin hafa mjög víða skírskotun og þó að hluti þeirra hafi áberandi kristilegan hluta taka þau ekki mikið pláss í skólastarfi og trufla ekki námið mér vitandi. Þau eru vissulega undanþága frá hlutleysisreglunni en ef að stjórnendur skóla hleypa þeim ekki upp í trúboðandi bænahald og messur er líklegt að víðtæk sátt muni ríkja áfram um þau. Hvað afmælissöngva varðar, þá held ég að Vottar Jehóva geti umborið þá ef að ekki fer fram trúboð gagnvart börnum þeirra. Hitt er þekkingarfræðileg spurning og þar er ekki hægt að fylgja öðru en því sem bestu vísindalegu rannsóknir hafa gefið okkur. Þegar þróunarkenningin er kennd, er ekki verið að gagnrýna sögur eins og sköpunarsöguna. Sögurnar eru ekki til umræðu í því fagi. Ef að sköpunarsinni tekur slíkri kennslu sem árás á trú sína er það hans túlkun en ekki staðreynd mála. Skólastarf getur ekki stjórnast af slíkri afstöðu. Megin atriðið í tillögu mannréttindaráðs Reykjavíkur, er að skilja að boðun/iðkun trúar og fræðslu um trú og lífsskoðanir. Fræðslan á að fara fram á vegum skólans, ekki utanaðkomandi félaga. Félög sem fjalla um og aðhyllast ákveðna trú, lífsskoðanir, stjórnmálaskoðanir eða aðrar flóknar félagslegar skoðanir hafa sérstöðu og er ekki hægt að líkja við eða kalla „tómstundastarf". Almennir skólar eiga að tryggja frið til menntunar barna og kenna með nálgun hins hlutlausa aðila eða skoðanda efnisins. Þetta er arfur upplýsingarinnar og einn af hornsteinum hins sameiginlega skólahalds fyrir börn allra þjóðfélagsþegna, óháð bakgrunni þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Fjalar Freyr Einarsson grunnskólakennari og forseti Gideonfélagsins skrifaði grein á vísir.is þ. 16. des. síðastliðinn undir heitinu „Eru lífsgildi öfgatrúleysishópa leiðarljós Mannréttindaráðs?". Ég vil hér gagnrýna margt af því sem þar kemur fram. Ég veit ekki til þess að það séu til neinir „öfgatrúleysishópar" á Íslandi. Sitt sýnist hverjum þegar talað er um öfga. Fjalari Frey virðist nægja að Vantrú og Siðmennt séu fylgjandi hlutlausu skipulagi á skólastarfi til að stimpla félögin „öfga". Hann kynnir sig sem grunnskólakennara en hann er einnig í forsvari fyrir Gideonfélagið og vill því vernda trúboð félags síns. Fjalar talar fyrir því að börn foreldra utan þjóðkirkjunnar eigi að taka út með undanþágum þegar eitthvað trúarlegt fari fram. Hann orðar það svo lúmskt að börnin séu„..með mismunandi þarfir sem þarf að mæta". Hann líkir því m.a. við þær aðstæður barna með fæðuofnæmi sem þurfa sérfæði. Á þessu er mikilvægur eðlismunur því að skólinn á ekki að skapa þær aðstæður sjálfur að börn verði tekin út fyrir hópinn. Hann talar um að skólinn eigi að vera fyrir alla og því er ég sammála, en Fjalar Freyr hefur samt allt annað í huga en ég og mannréttindaráð. Hann orðar það svo sakleysislega að það eigi að „leyfa fjölbreytileika manna að vera á yfirborðinu". Þannig á að gera það að sérstöku umræðuefni þegar barna Vottanna eða barn trúlausu foreldranna þarf undanþágu frá fermingarferðinni, viðtöku Nýja testamentisins, heimsókn æskulýðsfulltrúa kirkjunnar o.s.frv. í þágu umburðarlyndis og lærdóms um hvort annað. Svona gæti það hljómað: „Krakkar! hann Jói hér á öðru vísi foreldra en þið og verður á bókasafninu meðan við förum í kirkju. Það er af því að þau trúa ekki á...." Hvaða leyfi hefðu kennarar til að fjalla um persónulegar skoðanir foreldra ákveðinna barna eða vekja athygli á þeim? Ekkert! Ég tala hér um foreldrana því að börn hafa ekki upplýstar lífsskoðanir og eru ekki málsvarar þeirra. Fjalar segir svo að mannréttindaráð stefni í að fara eftir lífsgildum „öfgatrúleysis". Í fyrsta lagi eru ekki til nein yfirlýst lífsgildi trúleysis því að trúleysi er bara sú skoðun að telja yfirnáttúru ekki til. Í öðru lagi eru þau gildi sem í ríkja í skólasamfélaginu sameiginleg öllu fólki og mannréttindaráð treystir vel kennurum að miðla þeim sem fagfólk og fyrirmyndir. Þessi gildi hafa enga merkimiða, heldur endurspegla hin siðræna tíðaranda þjóðfélagsins hverju sinni. Fjalar gagnrýnir að með því að leyfa litlu jólin, afmælissöngva, kynlífsfræðslu og kennslu þróunarkenningarinnar, sé ekki gætt jafnræðis í þeirri línu sem er dregin, því að vissir hópar séu andsnúnir ýmsum slíkum hlutum. Þetta er skiljanleg gagnrýni að vissu marki, en þessir hlutir eru ekki þeir sömu og það trúboð sem er verið að skilja frá skólastarfseminni með tillögu mannréttindaráðs. Jólin hafa mjög víða skírskotun og þó að hluti þeirra hafi áberandi kristilegan hluta taka þau ekki mikið pláss í skólastarfi og trufla ekki námið mér vitandi. Þau eru vissulega undanþága frá hlutleysisreglunni en ef að stjórnendur skóla hleypa þeim ekki upp í trúboðandi bænahald og messur er líklegt að víðtæk sátt muni ríkja áfram um þau. Hvað afmælissöngva varðar, þá held ég að Vottar Jehóva geti umborið þá ef að ekki fer fram trúboð gagnvart börnum þeirra. Hitt er þekkingarfræðileg spurning og þar er ekki hægt að fylgja öðru en því sem bestu vísindalegu rannsóknir hafa gefið okkur. Þegar þróunarkenningin er kennd, er ekki verið að gagnrýna sögur eins og sköpunarsöguna. Sögurnar eru ekki til umræðu í því fagi. Ef að sköpunarsinni tekur slíkri kennslu sem árás á trú sína er það hans túlkun en ekki staðreynd mála. Skólastarf getur ekki stjórnast af slíkri afstöðu. Megin atriðið í tillögu mannréttindaráðs Reykjavíkur, er að skilja að boðun/iðkun trúar og fræðslu um trú og lífsskoðanir. Fræðslan á að fara fram á vegum skólans, ekki utanaðkomandi félaga. Félög sem fjalla um og aðhyllast ákveðna trú, lífsskoðanir, stjórnmálaskoðanir eða aðrar flóknar félagslegar skoðanir hafa sérstöðu og er ekki hægt að líkja við eða kalla „tómstundastarf". Almennir skólar eiga að tryggja frið til menntunar barna og kenna með nálgun hins hlutlausa aðila eða skoðanda efnisins. Þetta er arfur upplýsingarinnar og einn af hornsteinum hins sameiginlega skólahalds fyrir börn allra þjóðfélagsþegna, óháð bakgrunni þeirra.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun