Mannréttindaráð Reykjavíkur starfar í þágu allra Svanur Sigurbjörnsson skrifar 20. desember 2010 10:45 Fjalar Freyr Einarsson grunnskólakennari og forseti Gideonfélagsins skrifaði grein á vísir.is þ. 16. des. síðastliðinn undir heitinu „Eru lífsgildi öfgatrúleysishópa leiðarljós Mannréttindaráðs?". Ég vil hér gagnrýna margt af því sem þar kemur fram. Ég veit ekki til þess að það séu til neinir „öfgatrúleysishópar" á Íslandi. Sitt sýnist hverjum þegar talað er um öfga. Fjalari Frey virðist nægja að Vantrú og Siðmennt séu fylgjandi hlutlausu skipulagi á skólastarfi til að stimpla félögin „öfga". Hann kynnir sig sem grunnskólakennara en hann er einnig í forsvari fyrir Gideonfélagið og vill því vernda trúboð félags síns. Fjalar talar fyrir því að börn foreldra utan þjóðkirkjunnar eigi að taka út með undanþágum þegar eitthvað trúarlegt fari fram. Hann orðar það svo lúmskt að börnin séu„..með mismunandi þarfir sem þarf að mæta". Hann líkir því m.a. við þær aðstæður barna með fæðuofnæmi sem þurfa sérfæði. Á þessu er mikilvægur eðlismunur því að skólinn á ekki að skapa þær aðstæður sjálfur að börn verði tekin út fyrir hópinn. Hann talar um að skólinn eigi að vera fyrir alla og því er ég sammála, en Fjalar Freyr hefur samt allt annað í huga en ég og mannréttindaráð. Hann orðar það svo sakleysislega að það eigi að „leyfa fjölbreytileika manna að vera á yfirborðinu". Þannig á að gera það að sérstöku umræðuefni þegar barna Vottanna eða barn trúlausu foreldranna þarf undanþágu frá fermingarferðinni, viðtöku Nýja testamentisins, heimsókn æskulýðsfulltrúa kirkjunnar o.s.frv. í þágu umburðarlyndis og lærdóms um hvort annað. Svona gæti það hljómað: „Krakkar! hann Jói hér á öðru vísi foreldra en þið og verður á bókasafninu meðan við förum í kirkju. Það er af því að þau trúa ekki á...." Hvaða leyfi hefðu kennarar til að fjalla um persónulegar skoðanir foreldra ákveðinna barna eða vekja athygli á þeim? Ekkert! Ég tala hér um foreldrana því að börn hafa ekki upplýstar lífsskoðanir og eru ekki málsvarar þeirra. Fjalar segir svo að mannréttindaráð stefni í að fara eftir lífsgildum „öfgatrúleysis". Í fyrsta lagi eru ekki til nein yfirlýst lífsgildi trúleysis því að trúleysi er bara sú skoðun að telja yfirnáttúru ekki til. Í öðru lagi eru þau gildi sem í ríkja í skólasamfélaginu sameiginleg öllu fólki og mannréttindaráð treystir vel kennurum að miðla þeim sem fagfólk og fyrirmyndir. Þessi gildi hafa enga merkimiða, heldur endurspegla hin siðræna tíðaranda þjóðfélagsins hverju sinni. Fjalar gagnrýnir að með því að leyfa litlu jólin, afmælissöngva, kynlífsfræðslu og kennslu þróunarkenningarinnar, sé ekki gætt jafnræðis í þeirri línu sem er dregin, því að vissir hópar séu andsnúnir ýmsum slíkum hlutum. Þetta er skiljanleg gagnrýni að vissu marki, en þessir hlutir eru ekki þeir sömu og það trúboð sem er verið að skilja frá skólastarfseminni með tillögu mannréttindaráðs. Jólin hafa mjög víða skírskotun og þó að hluti þeirra hafi áberandi kristilegan hluta taka þau ekki mikið pláss í skólastarfi og trufla ekki námið mér vitandi. Þau eru vissulega undanþága frá hlutleysisreglunni en ef að stjórnendur skóla hleypa þeim ekki upp í trúboðandi bænahald og messur er líklegt að víðtæk sátt muni ríkja áfram um þau. Hvað afmælissöngva varðar, þá held ég að Vottar Jehóva geti umborið þá ef að ekki fer fram trúboð gagnvart börnum þeirra. Hitt er þekkingarfræðileg spurning og þar er ekki hægt að fylgja öðru en því sem bestu vísindalegu rannsóknir hafa gefið okkur. Þegar þróunarkenningin er kennd, er ekki verið að gagnrýna sögur eins og sköpunarsöguna. Sögurnar eru ekki til umræðu í því fagi. Ef að sköpunarsinni tekur slíkri kennslu sem árás á trú sína er það hans túlkun en ekki staðreynd mála. Skólastarf getur ekki stjórnast af slíkri afstöðu. Megin atriðið í tillögu mannréttindaráðs Reykjavíkur, er að skilja að boðun/iðkun trúar og fræðslu um trú og lífsskoðanir. Fræðslan á að fara fram á vegum skólans, ekki utanaðkomandi félaga. Félög sem fjalla um og aðhyllast ákveðna trú, lífsskoðanir, stjórnmálaskoðanir eða aðrar flóknar félagslegar skoðanir hafa sérstöðu og er ekki hægt að líkja við eða kalla „tómstundastarf". Almennir skólar eiga að tryggja frið til menntunar barna og kenna með nálgun hins hlutlausa aðila eða skoðanda efnisins. Þetta er arfur upplýsingarinnar og einn af hornsteinum hins sameiginlega skólahalds fyrir börn allra þjóðfélagsþegna, óháð bakgrunni þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Fjalar Freyr Einarsson grunnskólakennari og forseti Gideonfélagsins skrifaði grein á vísir.is þ. 16. des. síðastliðinn undir heitinu „Eru lífsgildi öfgatrúleysishópa leiðarljós Mannréttindaráðs?". Ég vil hér gagnrýna margt af því sem þar kemur fram. Ég veit ekki til þess að það séu til neinir „öfgatrúleysishópar" á Íslandi. Sitt sýnist hverjum þegar talað er um öfga. Fjalari Frey virðist nægja að Vantrú og Siðmennt séu fylgjandi hlutlausu skipulagi á skólastarfi til að stimpla félögin „öfga". Hann kynnir sig sem grunnskólakennara en hann er einnig í forsvari fyrir Gideonfélagið og vill því vernda trúboð félags síns. Fjalar talar fyrir því að börn foreldra utan þjóðkirkjunnar eigi að taka út með undanþágum þegar eitthvað trúarlegt fari fram. Hann orðar það svo lúmskt að börnin séu„..með mismunandi þarfir sem þarf að mæta". Hann líkir því m.a. við þær aðstæður barna með fæðuofnæmi sem þurfa sérfæði. Á þessu er mikilvægur eðlismunur því að skólinn á ekki að skapa þær aðstæður sjálfur að börn verði tekin út fyrir hópinn. Hann talar um að skólinn eigi að vera fyrir alla og því er ég sammála, en Fjalar Freyr hefur samt allt annað í huga en ég og mannréttindaráð. Hann orðar það svo sakleysislega að það eigi að „leyfa fjölbreytileika manna að vera á yfirborðinu". Þannig á að gera það að sérstöku umræðuefni þegar barna Vottanna eða barn trúlausu foreldranna þarf undanþágu frá fermingarferðinni, viðtöku Nýja testamentisins, heimsókn æskulýðsfulltrúa kirkjunnar o.s.frv. í þágu umburðarlyndis og lærdóms um hvort annað. Svona gæti það hljómað: „Krakkar! hann Jói hér á öðru vísi foreldra en þið og verður á bókasafninu meðan við förum í kirkju. Það er af því að þau trúa ekki á...." Hvaða leyfi hefðu kennarar til að fjalla um persónulegar skoðanir foreldra ákveðinna barna eða vekja athygli á þeim? Ekkert! Ég tala hér um foreldrana því að börn hafa ekki upplýstar lífsskoðanir og eru ekki málsvarar þeirra. Fjalar segir svo að mannréttindaráð stefni í að fara eftir lífsgildum „öfgatrúleysis". Í fyrsta lagi eru ekki til nein yfirlýst lífsgildi trúleysis því að trúleysi er bara sú skoðun að telja yfirnáttúru ekki til. Í öðru lagi eru þau gildi sem í ríkja í skólasamfélaginu sameiginleg öllu fólki og mannréttindaráð treystir vel kennurum að miðla þeim sem fagfólk og fyrirmyndir. Þessi gildi hafa enga merkimiða, heldur endurspegla hin siðræna tíðaranda þjóðfélagsins hverju sinni. Fjalar gagnrýnir að með því að leyfa litlu jólin, afmælissöngva, kynlífsfræðslu og kennslu þróunarkenningarinnar, sé ekki gætt jafnræðis í þeirri línu sem er dregin, því að vissir hópar séu andsnúnir ýmsum slíkum hlutum. Þetta er skiljanleg gagnrýni að vissu marki, en þessir hlutir eru ekki þeir sömu og það trúboð sem er verið að skilja frá skólastarfseminni með tillögu mannréttindaráðs. Jólin hafa mjög víða skírskotun og þó að hluti þeirra hafi áberandi kristilegan hluta taka þau ekki mikið pláss í skólastarfi og trufla ekki námið mér vitandi. Þau eru vissulega undanþága frá hlutleysisreglunni en ef að stjórnendur skóla hleypa þeim ekki upp í trúboðandi bænahald og messur er líklegt að víðtæk sátt muni ríkja áfram um þau. Hvað afmælissöngva varðar, þá held ég að Vottar Jehóva geti umborið þá ef að ekki fer fram trúboð gagnvart börnum þeirra. Hitt er þekkingarfræðileg spurning og þar er ekki hægt að fylgja öðru en því sem bestu vísindalegu rannsóknir hafa gefið okkur. Þegar þróunarkenningin er kennd, er ekki verið að gagnrýna sögur eins og sköpunarsöguna. Sögurnar eru ekki til umræðu í því fagi. Ef að sköpunarsinni tekur slíkri kennslu sem árás á trú sína er það hans túlkun en ekki staðreynd mála. Skólastarf getur ekki stjórnast af slíkri afstöðu. Megin atriðið í tillögu mannréttindaráðs Reykjavíkur, er að skilja að boðun/iðkun trúar og fræðslu um trú og lífsskoðanir. Fræðslan á að fara fram á vegum skólans, ekki utanaðkomandi félaga. Félög sem fjalla um og aðhyllast ákveðna trú, lífsskoðanir, stjórnmálaskoðanir eða aðrar flóknar félagslegar skoðanir hafa sérstöðu og er ekki hægt að líkja við eða kalla „tómstundastarf". Almennir skólar eiga að tryggja frið til menntunar barna og kenna með nálgun hins hlutlausa aðila eða skoðanda efnisins. Þetta er arfur upplýsingarinnar og einn af hornsteinum hins sameiginlega skólahalds fyrir börn allra þjóðfélagsþegna, óháð bakgrunni þeirra.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun