Mannréttindi hafa fengið meira vægi 3. júní 2011 06:00 Ísland stendur svipað nágrannalöndunum þegar kemur að mannréttindamálum. Mannréttindaskrifstofa Íslands leggur til ýmsar umbætur í málaflokknum. fréttablaðið/arnþór Ástand mannréttindamála á Íslandi er sambærilegt við það sem gerist í nágrannalöndunum. Víða er þó pottur brotinn og ýmsar athugasemdir voru gerðar við stöðu mála í skýrslu sem kynnt var á þriðjudag. Skýrslan er hluti af verkefni Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sem kallast Universal Periodic Review. Um er að ræða fjögurra ára verkefni þar sem mannréttindamál eru skoðuð í aðildarríkjum SÞ. Að fjórum árum liðnum er gerð önnur könnun og það metið hvað úr hefur ræst. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, segir skýrsluna um margt jákvæða og er ánægð með vinnuna við hana. Leitað hafi verið til fjölmargra aðila um umsagnir og enn sé tími til að koma athugasemdum á framfæri. Mannréttindaskrifstofan gerði ýmsar athugasemdir og Margrét segir að þrátt fyrir að staða mála sé um margt góð hér á landi, megi alltaf bæta ástandið. Til að mynda megi nefna að Ísland sé ekki aðili að, eða ekki búið að fullgilda, ýmsa samninga SÞ. Þar megi nefna viðauka um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi sem kveða á um rétt einstaklinga til að kæra brot til eftirlitsnefndar samningsins. Þá sé reglum um vernd réttinda farandverkamanna og fjölskyldna þeirra í ýmsu ábótavant. „Meðal þess sem við höfum einnig gagnrýnt er að það er skylda stjórnvalda að tryggja að allir geti lifað mannsæmandi lífi. Við höfum bent á að framfærslu öryrkja og lífeyrisþega verði að skoða með þetta í huga," segir Margrét. Hún bendir einnig á að hér á landi njóti lífsskoðunarfélög á borð við Siðmennt ekki sömu réttinda og trúfélög. Þau síðarnefndu fá framlög frá ríkinu í hlutfalli við félagafjölda en ekki þau fyrrnefndu. „Þá höfum við einnig vakið athygli á stöðunni varðandi kynbundið ofbeldi, ekki síst hjá erlendum konum, en erlendar konur eru hlutfallslega fleiri þeirra sem koma til dvalar í Kvennaathvarfinu en þeirra íslensku," segir Margrét. Hún segir hins vegar að mannréttindi hafi almennt fengið meira vægi í samfélaginu og staða þeirra batnað undanfarin ár. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Ástand mannréttindamála á Íslandi er sambærilegt við það sem gerist í nágrannalöndunum. Víða er þó pottur brotinn og ýmsar athugasemdir voru gerðar við stöðu mála í skýrslu sem kynnt var á þriðjudag. Skýrslan er hluti af verkefni Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sem kallast Universal Periodic Review. Um er að ræða fjögurra ára verkefni þar sem mannréttindamál eru skoðuð í aðildarríkjum SÞ. Að fjórum árum liðnum er gerð önnur könnun og það metið hvað úr hefur ræst. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, segir skýrsluna um margt jákvæða og er ánægð með vinnuna við hana. Leitað hafi verið til fjölmargra aðila um umsagnir og enn sé tími til að koma athugasemdum á framfæri. Mannréttindaskrifstofan gerði ýmsar athugasemdir og Margrét segir að þrátt fyrir að staða mála sé um margt góð hér á landi, megi alltaf bæta ástandið. Til að mynda megi nefna að Ísland sé ekki aðili að, eða ekki búið að fullgilda, ýmsa samninga SÞ. Þar megi nefna viðauka um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi sem kveða á um rétt einstaklinga til að kæra brot til eftirlitsnefndar samningsins. Þá sé reglum um vernd réttinda farandverkamanna og fjölskyldna þeirra í ýmsu ábótavant. „Meðal þess sem við höfum einnig gagnrýnt er að það er skylda stjórnvalda að tryggja að allir geti lifað mannsæmandi lífi. Við höfum bent á að framfærslu öryrkja og lífeyrisþega verði að skoða með þetta í huga," segir Margrét. Hún bendir einnig á að hér á landi njóti lífsskoðunarfélög á borð við Siðmennt ekki sömu réttinda og trúfélög. Þau síðarnefndu fá framlög frá ríkinu í hlutfalli við félagafjölda en ekki þau fyrrnefndu. „Þá höfum við einnig vakið athygli á stöðunni varðandi kynbundið ofbeldi, ekki síst hjá erlendum konum, en erlendar konur eru hlutfallslega fleiri þeirra sem koma til dvalar í Kvennaathvarfinu en þeirra íslensku," segir Margrét. Hún segir hins vegar að mannréttindi hafi almennt fengið meira vægi í samfélaginu og staða þeirra batnað undanfarin ár. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira