Mannréttindi samkynhneigðra og utanríkisstefnan Össur Skarphéðinsson skrifar 2. maí 2012 08:00 Mannréttindi eru inngróinn partur af íslensku utanríkisstefnunni. Eitt af því sem ég hef sem utanríkisráðherra lagt vaxandi áherslu á eru mannréttindi þeirra sem hafa aðra kynhneigð og kynvitund en meirihlutinn. Það er í anda meginviðhorfa í okkar jákvæða samfélagi sem nú orðið lítur á þátttöku í árlegri Gleðigöngu sem opinbera staðfestingu á því að borgarar landsins njóta allir sama þátttökuréttar í samfélaginu. Viðhorfin hafa gjörbreyst á síðustu 20 árum í kjölfar ötullar baráttu Samtakanna 78. Í þessu efni fundust mér verða snöggar kynslóðabreytingar. Í pólitíkinni barði Vilmundur Gylfason fyrstur fótastokkinn upp úr 1980 og sjálfur sat ég áratug síðar í ríkisstjórn undir forystu Davíðs Oddssonar, sem réðst í róttækar breytingar á lagaumgjörð samkynhneigðra. Í öllum flokkum er nú að finna sterka talsmenn fyrir réttindum samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks. Rödd ÍslandsÍsland rær sem betur fer ekki eitt á báti í alþjóðlegri baráttu fyrir mannréttindum þessara hópa. Norðurlöndin ganga öll vasklega fram, og hafa átt æ þéttara samstarf í þessum efnum. Evrópusambandið hefur í vaxandi mæli látið þessa baráttu til sín taka. Við höfum átt góða samferð með því. Nú síðast á fundum mannréttindaráðsins í mars sl. þar sem við tókum rækilega undir stefnu ESB þar sem ríki heims voru hvött til að standa dyggan vörð um réttindi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks. Í skýrslu minni um utanríkismál, sem ég lagði nýlega fyrir Alþingi, er í annað sinn fjallað sérstaklega um málefni þeirra. Sú umfjöllun er ekki síst til að undirstrika að þessi málaflokkur er nú formlega partur af því mósaíki sem myndar heildstæða utanríkisstefnu þar sem mannréttindi eru alltaf á dagskrá. Hvarvetna þar sem tilefni gefast styður Ísland réttindi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks, bæði lagaleg og félagsleg. Í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna studdi Ísland í orði og verki ályktun um mannréttindi, kynhneigð og kynvitund. Sjálfur tók ég málið upp í ræðu sem ég flutti fyrir Íslands hönd á Allsherjarþingi SÞ. Þar hvatti ég til þess að öll ríki heims ynnu gegn fordómum á þessu sviði, og því var sannarlega ekki fagnað af öllum. Íslensku vogarafli beittAf sjálfu leiðir að Ísland reynir hvarvetna að sporna gegn gegn ofbeldi sem einstaklingar þurfa sums staðar að þola á grundvelli kynhneigðar sinnar. Við höfum þannig fylgst mjög náið með þróun mannréttinda samkynhneigðra í samstarfslöndum okkar í Afríku – Malaví, Úganda og Mósambík. Þar hafa grófir fordómar sums staðar látið á sér kræla. Harðpúkkaðir evangelistar úr suðurríkjum Bandaríkjanna hafa þar ýtt undir viðhorf sem eru andstæð samkynhneigðum. Hugmyndaveitur á þeirra vegum hafa beinlínis skrifað heil frumvörp fyrir einstaka þingmenn, eins og í Úganda, þar sem þess var freistað að koma í gegn illskeyttum lögum gegn samkynhneigðum. Það voru ekki síst andstaða og hörð mótmæli annarra ríkja, þar á meðal Íslands, sem komu í veg fyrir það. Þar á fulltrúi Íslands sæti í sérstökum mannréttindahópi, sem hrint var sameiginlega af stokkum af þeim ríkjum sem reiða fram fé til mannúðar- og uppbyggingarstarfa í landinu. Hópurinn fylgist með og fjallar um málefni samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks. Íslensk stjórnvöld hafa líka formlega komið á framfæri athugasemdum við stjórnvöld í Malaví, Úganda og Rússlandi vegna réttinda og stöðu samkynhneigðra. Skýra stefnumótunÞað er nýmæli að mannréttindi ofangreindra hópa séu reist með þessum hætti sem vel afmarkaður þáttur í utanríkisstefnunni. Án efa má vinna að því með hnitmiðaðri hætti í framtíðinni. Stefnan þarf að vera skýr um að hvaða markmiði er stefnt, og með hvaða leiðum. Um hið síðara viðurkenni ég fúslega að það liggur eftir að ydda með hvaða hætti Íslendingar geta best beitt sér, innan hvaða stofnana, hvar nýja bandamenn má upp vekja og hvaða umbúðir eru bestar í rökræðunni. Alþjóðlegir sáttmálar eru sterkt tæki, og skapa öflugt viðnám. Við þurfum að skoða hvaða frumkvæði við getum tekið um mótun slíkra tækja, eða negla betur í þeim sem þegar eru til staðar réttindi þeirra, sem eiga á hættu fordóma eða ofsóknir vegna kynhneigðar og kynvitundar. Ísland á að beita sér í þessum efnum og völlum alþjóðasamfélagsins, þar sem okkar fulltrúar standa í púlti, kasta atkvæði, eða hafa vogarafl, eiga þeir að láta bæði rödd og verkin tala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mannréttindi eru inngróinn partur af íslensku utanríkisstefnunni. Eitt af því sem ég hef sem utanríkisráðherra lagt vaxandi áherslu á eru mannréttindi þeirra sem hafa aðra kynhneigð og kynvitund en meirihlutinn. Það er í anda meginviðhorfa í okkar jákvæða samfélagi sem nú orðið lítur á þátttöku í árlegri Gleðigöngu sem opinbera staðfestingu á því að borgarar landsins njóta allir sama þátttökuréttar í samfélaginu. Viðhorfin hafa gjörbreyst á síðustu 20 árum í kjölfar ötullar baráttu Samtakanna 78. Í þessu efni fundust mér verða snöggar kynslóðabreytingar. Í pólitíkinni barði Vilmundur Gylfason fyrstur fótastokkinn upp úr 1980 og sjálfur sat ég áratug síðar í ríkisstjórn undir forystu Davíðs Oddssonar, sem réðst í róttækar breytingar á lagaumgjörð samkynhneigðra. Í öllum flokkum er nú að finna sterka talsmenn fyrir réttindum samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks. Rödd ÍslandsÍsland rær sem betur fer ekki eitt á báti í alþjóðlegri baráttu fyrir mannréttindum þessara hópa. Norðurlöndin ganga öll vasklega fram, og hafa átt æ þéttara samstarf í þessum efnum. Evrópusambandið hefur í vaxandi mæli látið þessa baráttu til sín taka. Við höfum átt góða samferð með því. Nú síðast á fundum mannréttindaráðsins í mars sl. þar sem við tókum rækilega undir stefnu ESB þar sem ríki heims voru hvött til að standa dyggan vörð um réttindi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks. Í skýrslu minni um utanríkismál, sem ég lagði nýlega fyrir Alþingi, er í annað sinn fjallað sérstaklega um málefni þeirra. Sú umfjöllun er ekki síst til að undirstrika að þessi málaflokkur er nú formlega partur af því mósaíki sem myndar heildstæða utanríkisstefnu þar sem mannréttindi eru alltaf á dagskrá. Hvarvetna þar sem tilefni gefast styður Ísland réttindi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks, bæði lagaleg og félagsleg. Í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna studdi Ísland í orði og verki ályktun um mannréttindi, kynhneigð og kynvitund. Sjálfur tók ég málið upp í ræðu sem ég flutti fyrir Íslands hönd á Allsherjarþingi SÞ. Þar hvatti ég til þess að öll ríki heims ynnu gegn fordómum á þessu sviði, og því var sannarlega ekki fagnað af öllum. Íslensku vogarafli beittAf sjálfu leiðir að Ísland reynir hvarvetna að sporna gegn gegn ofbeldi sem einstaklingar þurfa sums staðar að þola á grundvelli kynhneigðar sinnar. Við höfum þannig fylgst mjög náið með þróun mannréttinda samkynhneigðra í samstarfslöndum okkar í Afríku – Malaví, Úganda og Mósambík. Þar hafa grófir fordómar sums staðar látið á sér kræla. Harðpúkkaðir evangelistar úr suðurríkjum Bandaríkjanna hafa þar ýtt undir viðhorf sem eru andstæð samkynhneigðum. Hugmyndaveitur á þeirra vegum hafa beinlínis skrifað heil frumvörp fyrir einstaka þingmenn, eins og í Úganda, þar sem þess var freistað að koma í gegn illskeyttum lögum gegn samkynhneigðum. Það voru ekki síst andstaða og hörð mótmæli annarra ríkja, þar á meðal Íslands, sem komu í veg fyrir það. Þar á fulltrúi Íslands sæti í sérstökum mannréttindahópi, sem hrint var sameiginlega af stokkum af þeim ríkjum sem reiða fram fé til mannúðar- og uppbyggingarstarfa í landinu. Hópurinn fylgist með og fjallar um málefni samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks. Íslensk stjórnvöld hafa líka formlega komið á framfæri athugasemdum við stjórnvöld í Malaví, Úganda og Rússlandi vegna réttinda og stöðu samkynhneigðra. Skýra stefnumótunÞað er nýmæli að mannréttindi ofangreindra hópa séu reist með þessum hætti sem vel afmarkaður þáttur í utanríkisstefnunni. Án efa má vinna að því með hnitmiðaðri hætti í framtíðinni. Stefnan þarf að vera skýr um að hvaða markmiði er stefnt, og með hvaða leiðum. Um hið síðara viðurkenni ég fúslega að það liggur eftir að ydda með hvaða hætti Íslendingar geta best beitt sér, innan hvaða stofnana, hvar nýja bandamenn má upp vekja og hvaða umbúðir eru bestar í rökræðunni. Alþjóðlegir sáttmálar eru sterkt tæki, og skapa öflugt viðnám. Við þurfum að skoða hvaða frumkvæði við getum tekið um mótun slíkra tækja, eða negla betur í þeim sem þegar eru til staðar réttindi þeirra, sem eiga á hættu fordóma eða ofsóknir vegna kynhneigðar og kynvitundar. Ísland á að beita sér í þessum efnum og völlum alþjóðasamfélagsins, þar sem okkar fulltrúar standa í púlti, kasta atkvæði, eða hafa vogarafl, eiga þeir að láta bæði rödd og verkin tala.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun