Margmenni á Austurvelli mótmælti Donald Trump: „Eigum að sýna börnunum okkar að hatur eigi aldrei rétt á sér“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. janúar 2017 16:34 Xárene telur að um tvö hundruð manns hafi verið á mótmælunum gegn Donald Trump í dag. Vísir/Arnar Margmenni mætti í miðbæ Reykjavíkur í dag til að taka þátt í mótmælum kvenna gegn Donald Trump, 45. forseta Bandaríkjanna. Mótmælin voru meðal annars skipulögð af Kvenréttindafélagi Íslands. Sams konar mótmælagöngur fóru fram í rúmlega 160 borgum í öllum heimsálfum í dag og er talið að rúmlega 1,5 milljónir kvenna mótmæli Trump í dag. Forsetinn hefur verið gagnrýndur víða fyrir kvenfyrirlitningu með orðum sínum og gjörðum í kosningabaráttunni en einnig hefur hann verið gagnrýndur fyrir að virða að vettugi mannréttindi jaðarhópa, líkt og samkynhneigða, en öll umfjöllun um málefni hinsegin fólks í Bandaríkjunum var í gær fjarlægð af síðu Hvíta hússins.Sjá einnig: Konur um allan heim mótmæla Donald TrumpMótmælin í Reykjavík í dag hófust klukkan 14 samkvæmt Facebook-síðu viðburðarins og var gengið frá Arnarhóli að Austurvelli. Mótmælendur báru skilti með áletrunum þar sem kynjamisrétti var gagnrýnt. Ein af forsvarskonum göngunnar í Reykjavík var Xárene Eskandar. Í samtali við Vísi segir Xárene að hún hafi ákveðið að skipuleggja gönguna eftir að hún uppgötvaði fyrir viku síðan að engin slík mótmæli ættu að fara fram hér á landi, en Xárene er frá Bandaríkjunum. Henni hefði þótt það skylda sín að mótmæla útlendingaandúð og kvenhatri. Hún var hrærð yfir viðtökunum en hún telur að um tvö hundruð manns hafi mætt á mótmælin. „Fjögurra ára gömul stelpa kom og þakkaði mér fyrir að hafa skipulagt mótmælin. Þá er sigurinn unninn, því við eigum að sýna börnunum okkar fram á að hatur í garð kvenna og minnihlutahópa eigi aldrei rétt á sér.“ Xárene hélt ræðu á Austurvelli frammi fyrir mótmælendunum en ásamt henni héldu ræðu þau Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, stjórnandi Kvenréttindasamtaka Íslands, Hilmar Bjarni Hilmarsson formaður femínístafélags Háskóla Íslands, Paul Fontaine ritstjóri Grapevine, Guðrún Inga Ingólfsdóttir og Randi W. Stebbins frá Háskóla Reykjavíkur. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Innlent Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Innlent „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Innlent „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Innlent Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum Innlent Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Innlent Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Innlent Ekki skárra fyrir 35 árum Innlent Segja úlfa stuðla að matarsóun og eiga því ekki að njóta verndar Erlent Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Innlent Fleiri fréttir Vaka kynnti listann með hjálp töframanns „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Ekki skárra fyrir 35 árum Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Ekkert bendi til falls ríkisstjórnarinnar Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins Bein útsending: Hreint vatn til framtíðar Afsögn Ásthildar Lóu og lokun á Heathrow flugvelli Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Tóku fyrstu skóflustunguna að nýju fjölnota íþróttahúsi í Borgarnesi Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Utanríkisráðherra ræddi við mótmælendur Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Jón Björn tekinn við af Heiðu Björgu Búnaðarþing og geltandi hundar Grunaður um að stinga mann tvívegis en á sitthvorum staðnum „Þetta er auðvitað alvarlegt mál“ Framboðslistar Röskvu kynntir Bryggjan sem gæti rofið hafnleysu Skaftfellinga Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Nafn hins látna í manndrápsmálinu Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum SKE skoðar Heineman og meintur bókastuldur Meta Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Annar árekstur á Vesturlandsvegi Fjögurra ára fangelsi fyrir gróf brot gegn fyrrverandi Börn hafi reynt að drepa önnur börn Sjá meira
Margmenni mætti í miðbæ Reykjavíkur í dag til að taka þátt í mótmælum kvenna gegn Donald Trump, 45. forseta Bandaríkjanna. Mótmælin voru meðal annars skipulögð af Kvenréttindafélagi Íslands. Sams konar mótmælagöngur fóru fram í rúmlega 160 borgum í öllum heimsálfum í dag og er talið að rúmlega 1,5 milljónir kvenna mótmæli Trump í dag. Forsetinn hefur verið gagnrýndur víða fyrir kvenfyrirlitningu með orðum sínum og gjörðum í kosningabaráttunni en einnig hefur hann verið gagnrýndur fyrir að virða að vettugi mannréttindi jaðarhópa, líkt og samkynhneigða, en öll umfjöllun um málefni hinsegin fólks í Bandaríkjunum var í gær fjarlægð af síðu Hvíta hússins.Sjá einnig: Konur um allan heim mótmæla Donald TrumpMótmælin í Reykjavík í dag hófust klukkan 14 samkvæmt Facebook-síðu viðburðarins og var gengið frá Arnarhóli að Austurvelli. Mótmælendur báru skilti með áletrunum þar sem kynjamisrétti var gagnrýnt. Ein af forsvarskonum göngunnar í Reykjavík var Xárene Eskandar. Í samtali við Vísi segir Xárene að hún hafi ákveðið að skipuleggja gönguna eftir að hún uppgötvaði fyrir viku síðan að engin slík mótmæli ættu að fara fram hér á landi, en Xárene er frá Bandaríkjunum. Henni hefði þótt það skylda sín að mótmæla útlendingaandúð og kvenhatri. Hún var hrærð yfir viðtökunum en hún telur að um tvö hundruð manns hafi mætt á mótmælin. „Fjögurra ára gömul stelpa kom og þakkaði mér fyrir að hafa skipulagt mótmælin. Þá er sigurinn unninn, því við eigum að sýna börnunum okkar fram á að hatur í garð kvenna og minnihlutahópa eigi aldrei rétt á sér.“ Xárene hélt ræðu á Austurvelli frammi fyrir mótmælendunum en ásamt henni héldu ræðu þau Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, stjórnandi Kvenréttindasamtaka Íslands, Hilmar Bjarni Hilmarsson formaður femínístafélags Háskóla Íslands, Paul Fontaine ritstjóri Grapevine, Guðrún Inga Ingólfsdóttir og Randi W. Stebbins frá Háskóla Reykjavíkur.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Innlent Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Innlent „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Innlent „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Innlent Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum Innlent Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Innlent Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Innlent Ekki skárra fyrir 35 árum Innlent Segja úlfa stuðla að matarsóun og eiga því ekki að njóta verndar Erlent Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Innlent Fleiri fréttir Vaka kynnti listann með hjálp töframanns „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Ekki skárra fyrir 35 árum Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Ekkert bendi til falls ríkisstjórnarinnar Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins Bein útsending: Hreint vatn til framtíðar Afsögn Ásthildar Lóu og lokun á Heathrow flugvelli Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Tóku fyrstu skóflustunguna að nýju fjölnota íþróttahúsi í Borgarnesi Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Utanríkisráðherra ræddi við mótmælendur Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Jón Björn tekinn við af Heiðu Björgu Búnaðarþing og geltandi hundar Grunaður um að stinga mann tvívegis en á sitthvorum staðnum „Þetta er auðvitað alvarlegt mál“ Framboðslistar Röskvu kynntir Bryggjan sem gæti rofið hafnleysu Skaftfellinga Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Nafn hins látna í manndrápsmálinu Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum SKE skoðar Heineman og meintur bókastuldur Meta Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Annar árekstur á Vesturlandsvegi Fjögurra ára fangelsi fyrir gróf brot gegn fyrrverandi Börn hafi reynt að drepa önnur börn Sjá meira