Margt sýnilegt á himninum í vikunni Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2014 23:51 Vísir/AFPNordic Í vikunni verður mögulegt að sjá fimm viðburði eiga sér stað á himninumm eins og Merkúr og hringi Satúrnusar samkvæmt grein á vef National Geographic. Þó er ekki hægt að sjá alla viðburðina á Íslandi vegna hnattstöðunnar. Út mánuðinn er hægt að sjá plánetuna Merkúr, sem er næst sólinni af plánetum sólkerfisins, á himni skömmu eftir sólsetur. Plánetan sest þó um klukkustund eftir sólsetur svo tímaramminn þar sem hægt er að sjá Merkúr er knappur. Þar sem Merkúr er nálægt sólu og mjög lágt að himni í suð-vestri er nauðsynlegt að hafa sjóndeildarhringinn í þátt átt í sjónlínu. Hér á Íslandi er erfitt að sjá plánetuna. Á miðvikudagsmorgun myndar tunglið þríhyrning á suðvesturhluta himinsins með plánetunni Mars og stjörnunni Spíka, sem er bjartasta stjarna Meyjunnar. Mars mun eingöngu vera um fjórar gráður upp og til vinstri frá tunglinu. Spíka mun þó eingöngu vera um tvær gráður frá tunglinu sem samsvarar um fjórfaldri vídd tunglsins séð frá jörðu. Minna en sólarhringi síðar, á fimmtudagsmorgun, mun minna en ein gráða vera á milli tunglsins og Spíka, en stjarnan er í um 262 ljósára fjarlægð frá jörðu. Þannig að ljósið frá stjörnunni hóf ferð sína til jarðar árið 1751. Satúrnus og tunglið munu nálgast eftir því sem líður á vikuna og á laugardaginn munu einungis tvær gráður vera á milli þeirra. Frá suðurhveli jarðar mun plánetan hverfa af himninum, á bakvið tunglið, en annarsstaðar verður hún sýnilega á suðurhimni með beru auganu. Með litlum sjónaukum er mögulegt að virða fyrir sér hringi plánetunnar og einhver af þeim 63 tunglum sem snúast um Satúrnus. Um klukkustund fyrir sólarupprás á sunnudaginn verður hægt að sjá tunglið sitja á stjörnunni Antares. Sú stjarna er í 16 sæti yfir skærustu stjörnur himins, þrátt fyrir að vera í um 600 ljósárafjarlægð. Það útskýrist af því að Antares er 800 sinnum stærri en sólin. Þessa stjörnu er þó ekki hægt að sjá frá Íslandi. Í hverjum mánuði birtist stjörnukort á Stjörnufræðivefnum sem er sniðið fyrir Ísland. Þar eru helstu atburðir á himninum tilteknir. Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Í vikunni verður mögulegt að sjá fimm viðburði eiga sér stað á himninumm eins og Merkúr og hringi Satúrnusar samkvæmt grein á vef National Geographic. Þó er ekki hægt að sjá alla viðburðina á Íslandi vegna hnattstöðunnar. Út mánuðinn er hægt að sjá plánetuna Merkúr, sem er næst sólinni af plánetum sólkerfisins, á himni skömmu eftir sólsetur. Plánetan sest þó um klukkustund eftir sólsetur svo tímaramminn þar sem hægt er að sjá Merkúr er knappur. Þar sem Merkúr er nálægt sólu og mjög lágt að himni í suð-vestri er nauðsynlegt að hafa sjóndeildarhringinn í þátt átt í sjónlínu. Hér á Íslandi er erfitt að sjá plánetuna. Á miðvikudagsmorgun myndar tunglið þríhyrning á suðvesturhluta himinsins með plánetunni Mars og stjörnunni Spíka, sem er bjartasta stjarna Meyjunnar. Mars mun eingöngu vera um fjórar gráður upp og til vinstri frá tunglinu. Spíka mun þó eingöngu vera um tvær gráður frá tunglinu sem samsvarar um fjórfaldri vídd tunglsins séð frá jörðu. Minna en sólarhringi síðar, á fimmtudagsmorgun, mun minna en ein gráða vera á milli tunglsins og Spíka, en stjarnan er í um 262 ljósára fjarlægð frá jörðu. Þannig að ljósið frá stjörnunni hóf ferð sína til jarðar árið 1751. Satúrnus og tunglið munu nálgast eftir því sem líður á vikuna og á laugardaginn munu einungis tvær gráður vera á milli þeirra. Frá suðurhveli jarðar mun plánetan hverfa af himninum, á bakvið tunglið, en annarsstaðar verður hún sýnilega á suðurhimni með beru auganu. Með litlum sjónaukum er mögulegt að virða fyrir sér hringi plánetunnar og einhver af þeim 63 tunglum sem snúast um Satúrnus. Um klukkustund fyrir sólarupprás á sunnudaginn verður hægt að sjá tunglið sitja á stjörnunni Antares. Sú stjarna er í 16 sæti yfir skærustu stjörnur himins, þrátt fyrir að vera í um 600 ljósárafjarlægð. Það útskýrist af því að Antares er 800 sinnum stærri en sólin. Þessa stjörnu er þó ekki hægt að sjá frá Íslandi. Í hverjum mánuði birtist stjörnukort á Stjörnufræðivefnum sem er sniðið fyrir Ísland. Þar eru helstu atburðir á himninum tilteknir.
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira