Markaðsfólk er ekki með horn og hala Þóranna K. Jónsdóttir skrifar 16. október 2013 09:09 Við markaðsfólkið erum eins og iðnaðarmennirnir. Við gleymum að sinna hlutunum heima við. Við eigum við ímyndarvandamál að stríða. Margir virðast halda að við séum bara einhver stoðstarfsemi við fyrirtækið, bara aukaatriði sem eyðir peningum og spanderar. Ég man eftir að hafa starfað með stóru fyrirtæki þar sem markaðsdeildin var kölluð dótadeildin. Enn sjáum við sum fyrirtæki setja markaðsstarfið í hendur starfsmanna sem eiga að sinna því sem aukastarfi. Þetta er hins vegar byggt á miklum misskilningi. Misskilningi sem við markaðsfólkið þurfum að fara að leiðrétta.Markaðsstarf og nýsköpun Stjórnunargúrúinn Peter Drucker sagði að markaðsstarf og nýsköpun væru það sem skipti mestu máli hjá fyrirtækinu. Markaðsstarf og nýsköpun sköpuðu tekjur, hitt væri kostnaður. Það er nefnilega þannig að ef markaðsstarfið er ekki að gera sitt þá eru engir viðskiptavinir. Og ef það eru engir viðskiptavinir skiptir engu máli hversu góður fjármálastjórinn er, eða framleiðslustjórinn, eða starfsfólkið eða nokkuð annað. Fyrirtækið einfaldlega lifir ekki án viðskiptavina.Tilgangurinn að mæta þörfum fólks Drucker hitti þarna naglann á höfuðið en svo fataðist honum flugið. Hann sagði að tilgangur fyrirtækisins væri að búa til viðskiptavini. Markaðsfólk veit að það er ekki svo. Tilgangurinn er að mæta þörfum fólks og viðskiptavina þarna úti með því sem þú býður – og það er einmitt það sem markaðsstarfið og nýsköpunin eiga að gera. Finna út hvað það er sem fólk þarfnast og uppfylla þær þarfir með því sem skapað er. Og þar er kjarni málsins. Markaðsstarfið á ekki að snúast um „ég er með dót, ég ætla einhvern veginn að plata þig til að kaupa það“ heldur á það að snúast um að vita hvað viðskiptavinurinn þarf og mæta þeim þörfum. Þjónusta hann. Veita honum það sem hann vill. Það er þá sem fyrirtæki vaxa og dafna. Þegar að þessu kemur, þá hafði Botnleðja rangt fyrir sér. Fólk er ekki fífl. Fólk er fljótt að sjá í gegnum það þegar einhver reynir að troða hlutunum upp á það. Og það eru ekki góð viðskipti.Bæta þarf ímyndina Markaðsstarf er ekki bara auglýsingar og dótarí. Markaðsstarf er kjarnatilgangur fyrirtækisins. Markaðsmálin eiga heima við stjórnarborðið. Þau eiga heima við framkvæmdastjórnarborðið. Þau eiga heima í rekstrinum frá A til Ö. Það er kominn tími á að við markaðsfólkið förum að bæta ímynd okkar og að stjórnendur geri sér grein fyrir því út á hvað þetta gengur allt saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Við markaðsfólkið erum eins og iðnaðarmennirnir. Við gleymum að sinna hlutunum heima við. Við eigum við ímyndarvandamál að stríða. Margir virðast halda að við séum bara einhver stoðstarfsemi við fyrirtækið, bara aukaatriði sem eyðir peningum og spanderar. Ég man eftir að hafa starfað með stóru fyrirtæki þar sem markaðsdeildin var kölluð dótadeildin. Enn sjáum við sum fyrirtæki setja markaðsstarfið í hendur starfsmanna sem eiga að sinna því sem aukastarfi. Þetta er hins vegar byggt á miklum misskilningi. Misskilningi sem við markaðsfólkið þurfum að fara að leiðrétta.Markaðsstarf og nýsköpun Stjórnunargúrúinn Peter Drucker sagði að markaðsstarf og nýsköpun væru það sem skipti mestu máli hjá fyrirtækinu. Markaðsstarf og nýsköpun sköpuðu tekjur, hitt væri kostnaður. Það er nefnilega þannig að ef markaðsstarfið er ekki að gera sitt þá eru engir viðskiptavinir. Og ef það eru engir viðskiptavinir skiptir engu máli hversu góður fjármálastjórinn er, eða framleiðslustjórinn, eða starfsfólkið eða nokkuð annað. Fyrirtækið einfaldlega lifir ekki án viðskiptavina.Tilgangurinn að mæta þörfum fólks Drucker hitti þarna naglann á höfuðið en svo fataðist honum flugið. Hann sagði að tilgangur fyrirtækisins væri að búa til viðskiptavini. Markaðsfólk veit að það er ekki svo. Tilgangurinn er að mæta þörfum fólks og viðskiptavina þarna úti með því sem þú býður – og það er einmitt það sem markaðsstarfið og nýsköpunin eiga að gera. Finna út hvað það er sem fólk þarfnast og uppfylla þær þarfir með því sem skapað er. Og þar er kjarni málsins. Markaðsstarfið á ekki að snúast um „ég er með dót, ég ætla einhvern veginn að plata þig til að kaupa það“ heldur á það að snúast um að vita hvað viðskiptavinurinn þarf og mæta þeim þörfum. Þjónusta hann. Veita honum það sem hann vill. Það er þá sem fyrirtæki vaxa og dafna. Þegar að þessu kemur, þá hafði Botnleðja rangt fyrir sér. Fólk er ekki fífl. Fólk er fljótt að sjá í gegnum það þegar einhver reynir að troða hlutunum upp á það. Og það eru ekki góð viðskipti.Bæta þarf ímyndina Markaðsstarf er ekki bara auglýsingar og dótarí. Markaðsstarf er kjarnatilgangur fyrirtækisins. Markaðsmálin eiga heima við stjórnarborðið. Þau eiga heima við framkvæmdastjórnarborðið. Þau eiga heima í rekstrinum frá A til Ö. Það er kominn tími á að við markaðsfólkið förum að bæta ímynd okkar og að stjórnendur geri sér grein fyrir því út á hvað þetta gengur allt saman.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun