Martial sló í gegn í frumraun sinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. september 2015 07:00 Martial gulltryggði sigur Manchester United á Liverpool með sínu fyrsta marki fyrir félagið. vísir/getty Það voru margir sem ráku upp stór augu þegar Manchester United greiddi Monaco 36 milljónir punda fyrir franska unglinginn Anthony Martial á lokadegi félagaskiptagluggans. Hinn 19 ára Martial var ekki þekktasta nafnið í bransanum og hafði aðeins skorað 11 mörk í 52 deildarleikjum í Frakklandi. Við fyrstu sýn virtist hann því ekki vera augljósa svarið við vandamálum United í sóknarleiknum. Í dag er nafn Anthony Martial hins vegar á allra vörum eftir að þessi dýrasti unglingur í fótboltasögunni skoraði þriðja mark United í 3-1 sigri á erkifjendunum í Liverpool á Old Trafford á laugardaginn. Fyrri hálfleikurinn í leik þessara fornu fjenda var afar tíðindalítill svo ekki sé fastar að orði kveðið. United var þó sterkari aðilinn og hélt boltanum vel, án þess þó að skapa sér opin færi. David de Gea, sem skrifaði óvænt undir nýjan fjögurra ára samning við United á föstudaginn, kom inn í byrjunarliðið og hann hafði það afskaplega náðugt í fyrri hálfleiknum. Það lifnaði yfir leiknum í seinni hálfleik og hann var aðeins fjögurra mínútna gamall þegar Daley Blind kom heimamönnum yfir með góðu skoti eftir vel útfærða aukaspyrnu.Martial kom inn á sem varamaður fyrir Juan Mata á 65. mínútu og fimm mínútum síðar tvöfaldaði Ander Herrera forystu heimamanna með marki úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Sigurinn virtist vera kominn í höfn en Christian Benteke var ekki á sama máli og Belginn hleypti spennu í leikinn þegar hann skoraði með stórkostlegri klippu á 84. mínútu. En þá var röðin komin að Martial. Frakkinn hafði lítið sést eftir að hann kom inn á en á 86. mínútu kviknaði á honum. Martial fékk þá boltann frá Ashley Young vinstra megin á vallarhelmingi Liverpool og réðist til atlögu á vörn gestanna. Frakkinn fór inn á völlinn, lék svo skemmtilega á Martin Skrtel og kláraði færið af mikilli yfirvegun framhjá Simon Mignolet í marki gestanna. Og þetta gerði hann fyrir framan hörðustu stuðningsmenn United í Stretford End-stúkunni sem fögnuðu sínum manni vel og innilega. „Hann hefur staðið sig vel á æfingum og þess vegna valdi ég hann í hópinn,“ sagði Louis van Gaal, knattspyrnustjóri United, eftir leikinn á laugardaginn en þetta var þriðji sigur hans á Liverpool í jafn mörgum leikjum sem stjóri United. „Þegar þú skorar svona mark, þá er ekki hægt að biðja um mikið meira.“ Tilþrifin og afgreiðslan minntu um margt á annan Frakka sem spilaði í ensku úrvalsdeildinni, sjálfan Thierry Henry sem skoraði nokkur svona mörk á sínum tíma. Það er auðvitað alltof snemmt að setja hann í sama flokk og snillinginn Henry og það er ekkert öruggt í þessum efnum. Martial á langt í land og svo gæti farið að hann reyndist vera næsti David Bellion en ekki næsti Henry sem lék einnig með Monaco á sínum tíma. En byrjunin lofar allavega góðu og Martial virðist koma með nýja vídd inn í sóknarleik United sem hafði ekki verið góður fram að leiknum um helgina. Hvað sem síðan gerist, þá mun Martial sennilega aldrei gleyma frumraun sinni í rauða búningnum. Enski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Sjá meira
Það voru margir sem ráku upp stór augu þegar Manchester United greiddi Monaco 36 milljónir punda fyrir franska unglinginn Anthony Martial á lokadegi félagaskiptagluggans. Hinn 19 ára Martial var ekki þekktasta nafnið í bransanum og hafði aðeins skorað 11 mörk í 52 deildarleikjum í Frakklandi. Við fyrstu sýn virtist hann því ekki vera augljósa svarið við vandamálum United í sóknarleiknum. Í dag er nafn Anthony Martial hins vegar á allra vörum eftir að þessi dýrasti unglingur í fótboltasögunni skoraði þriðja mark United í 3-1 sigri á erkifjendunum í Liverpool á Old Trafford á laugardaginn. Fyrri hálfleikurinn í leik þessara fornu fjenda var afar tíðindalítill svo ekki sé fastar að orði kveðið. United var þó sterkari aðilinn og hélt boltanum vel, án þess þó að skapa sér opin færi. David de Gea, sem skrifaði óvænt undir nýjan fjögurra ára samning við United á föstudaginn, kom inn í byrjunarliðið og hann hafði það afskaplega náðugt í fyrri hálfleiknum. Það lifnaði yfir leiknum í seinni hálfleik og hann var aðeins fjögurra mínútna gamall þegar Daley Blind kom heimamönnum yfir með góðu skoti eftir vel útfærða aukaspyrnu.Martial kom inn á sem varamaður fyrir Juan Mata á 65. mínútu og fimm mínútum síðar tvöfaldaði Ander Herrera forystu heimamanna með marki úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Sigurinn virtist vera kominn í höfn en Christian Benteke var ekki á sama máli og Belginn hleypti spennu í leikinn þegar hann skoraði með stórkostlegri klippu á 84. mínútu. En þá var röðin komin að Martial. Frakkinn hafði lítið sést eftir að hann kom inn á en á 86. mínútu kviknaði á honum. Martial fékk þá boltann frá Ashley Young vinstra megin á vallarhelmingi Liverpool og réðist til atlögu á vörn gestanna. Frakkinn fór inn á völlinn, lék svo skemmtilega á Martin Skrtel og kláraði færið af mikilli yfirvegun framhjá Simon Mignolet í marki gestanna. Og þetta gerði hann fyrir framan hörðustu stuðningsmenn United í Stretford End-stúkunni sem fögnuðu sínum manni vel og innilega. „Hann hefur staðið sig vel á æfingum og þess vegna valdi ég hann í hópinn,“ sagði Louis van Gaal, knattspyrnustjóri United, eftir leikinn á laugardaginn en þetta var þriðji sigur hans á Liverpool í jafn mörgum leikjum sem stjóri United. „Þegar þú skorar svona mark, þá er ekki hægt að biðja um mikið meira.“ Tilþrifin og afgreiðslan minntu um margt á annan Frakka sem spilaði í ensku úrvalsdeildinni, sjálfan Thierry Henry sem skoraði nokkur svona mörk á sínum tíma. Það er auðvitað alltof snemmt að setja hann í sama flokk og snillinginn Henry og það er ekkert öruggt í þessum efnum. Martial á langt í land og svo gæti farið að hann reyndist vera næsti David Bellion en ekki næsti Henry sem lék einnig með Monaco á sínum tíma. En byrjunin lofar allavega góðu og Martial virðist koma með nýja vídd inn í sóknarleik United sem hafði ekki verið góður fram að leiknum um helgina. Hvað sem síðan gerist, þá mun Martial sennilega aldrei gleyma frumraun sinni í rauða búningnum.
Enski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti