Martin Wolf: "Ísland myndi ekki hafa nein áhrif í ESB" Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. október 2011 22:00 Martin Wolf, aðalhagfræðingur og leiðarahöfundur Financial Times, í ræðupúlti á fundinum á Hilton Nordica í kvöld. Mynd/Björg „Af hverju ættuð þið að ganga inn í eitthvað sem er jafn óstarfhæft (e. disfunctional) og Evrópusambandið? Ísland myndi ekki hafa nein áhrif í sambandinu og gæti misst forræði yfir auðlindum sínum," sagði Martin Wolf, aðalhagfræðingur og leiðarahöfundur Financial Times í erindi sínu á fundi VÍB um efnahagsmál á Nordica Hilton hóteli í kvöld. Wolf, sem er einn þekktasti fréttaskýrandi í heimi á sviði efnahagsmála, sagði í erindi sínu á fundinum, sem bar yfirskriftina: „Ísland í endurreisn eða stefnukreppu?", að Ísland virtist hafa náð mjög miklum árangri í endurreisninni eftir hrunið. Og að stórum hluta mætti þakka þetta gengislækkun íslensku krónunnar. „Ísland er virkilega ríkt land, svo ég vorkenni ykkur ekki jafn mikið og áður en ég kom hingað," sagði Wolf. Hann sagði Íra vera í mun verri stöðu en Íslendinga þegar kæmi að landsframleiðslu. Ísland hefði lent í verstu niðursveiflunni í Evrópu árið 2008 ásamt Írum, en Ísland hefði komist mun fyrr út úr kreppunni. Wolf sagði að fjárlagahalli Íra hefði verið kominn upp í 30 prósent af vergri landsframleiðslu en í samanburði væri þetta hlutfall undir 5 prósentum hjá íslenska ríkinu. Wolf fór líka yfir samanburðartölfræði um fjármál hins opinbera og sagði að Ísland væri í miklu betri stöðu þar en Írland, Grikkland, Portúgal og Spánn, en þetta eru þau Evrópuríki sem eru í hvað mestum efnahagsvandræðum um þessar mundir. Wolf lagði á það áherslu að eitt grundvallaratriði skildi Ísland frá þessum þjóðum. Krónan hefði veikst mjög mikið á þessum tíma og það hefði gagnast Íslandi mjög mikið í kreppunni. Slæm afleiðing af því fyrir almenning væru hins vegar verðhækkanir, en verðlag hefði hækkað miklu meira hér á landi í samanburði við ríkin sem áður voru nefnd.Hraða þarf niðurfærslu á skuldum heimilanna Wolf fór yfir hvað skref þyrfti að taka núna í efnahagsmálum til að halda endurreisninni áfram. Hann vék að skuldum heimilanna. „Hröðun á niðurfærslu skulda hjá heimilunum er skynsamleg, (e. accelerating debt reduction) en skuldir heimilanna virðast mjög háar," sagði Wolf. Þá sagði hann að Ísland þyrfti sem allra fyrst að skilgreina samkeppnisforskot sín. Þjóðin þyrfti að einbeita sér að því sem hún væri góð í. Hér á landi væru auðlindir og vel menntað vinnuafl, huga þyrfti að því hvernig mætti nýta það betur. „Stefnumörkun hins opinbera þarf að taka mið af þessum valkostum," sagði Wolf. Að lokum fór Wolf yfir nokkrar lykilspurningar, t.d varðandi gjaldeyrishöftin og aðild að Evrópusambandinu. „Hversu skaðleg eru gjaldeyrishöftin? Ég er ekki það andvígur höftunum, en þeim þarf að aflétta innan 3-5 ára," sagði Wolf.Sagði Ísland geta misst forræði á auðlindum og hefði engin völd innan ESB Wolf sagði ekki fýsilegt fyrir Ísland að ganga inn í Evrópusambandið. „Af hverju ættuð þið að ganga inn í eitthvað sem er jafn óstarfhæft (e. disfunctional) og Evrópusambandið? Ísland myndi ekki hafa nein áhrif í sambandinu og gæti misst forræði yfir auðlindum sínum," sagði Wolf. Í pallborðsumræðum nokkru síðar sagði hann að ef markmiðið með aðild að ESB væri að ganga í Evrópska myntbandalagið og taka upp evru, þá ættu Íslendingar að taka evruna upp einhliða. Íslendingar hefðu ekkert í Evrópusambandið að gera. Þá sagðist Wolf, sem er með meistarapróf í hagfræði frá Oxford-háskóla, ekki skilja hvers vegna Ísland gæti ekki haldið lítilli sjálfstæðri mynt. Hann sagði að öllu virtu hefði gengið ágætlega að hafa sjálfstæða mynt hér á landi. Þá vék hann að skattamálum, en Wolf sagði skatta á Íslandi ekki vera orðna það háa að hægt væri að bera þá saman við skatta á Norðurlöndunum. Fyrr í kvöld höfðu aðrir sem fluttu erindi kvartað undan skattahækkunum. Þá vék Martin Wolf að lokum að Icesave, en leiðarahöfundar Financial Times skrifuðu mikið um það mál á sínum tíma en á blaðinu var mörkuð sú ritstjórnarstefna að Íslendingar bæru enga ábyrgð, hvorki lagalega- né siðferðilega, á kröfum sparifjáreigenda sem áttu innistæður á Icesave-reikningunum. Raunar sagði Wolf í samtali við blaðamann fyrr í kvöld, áður en fyrirlesturinn hófst, að allir leiðarahöfundur FT hefðu verið sammála um þetta atriði. Wolf sagði í erindi sínu í kvöld að Íslendingar hefðu ekki haft siðferðilegar skuldbindingar til að borga fyrir kröfur vegna þess sparifjár sem einstaklingar í Bretlandi hefðu tapað á Icesave. Hann sagðist ekki skilja lögfræðina á bak við kröfurnar, en sagði að einstaklingar sem hefðu sett peningana sína á reikningana hefðu tekið mikla áhættu og gert það á eigin ábyrgð. Hann sagðist jafnframt ekki skilja hvers vegna bresk stjórnvöld hefðu greitt út innistæður til þarlendra sparifjáreigenda. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir "Raunveruleg skömm“ ef Ísland verður fast í kreppunni Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði það raunverulega skömm ef Ísland yrði fast í kreppunni í heilan áratug og að ríkisstjórnin hefði stöðvað fjárfestingar í atvinnulífinu á hugmyndafræðilegum forsendum, á í fundi VÍB um efnahagsmál á Hótel Hilton Nordica, sem nú stendur yfir. 26. október 2011 20:30 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Af hverju ættuð þið að ganga inn í eitthvað sem er jafn óstarfhæft (e. disfunctional) og Evrópusambandið? Ísland myndi ekki hafa nein áhrif í sambandinu og gæti misst forræði yfir auðlindum sínum," sagði Martin Wolf, aðalhagfræðingur og leiðarahöfundur Financial Times í erindi sínu á fundi VÍB um efnahagsmál á Nordica Hilton hóteli í kvöld. Wolf, sem er einn þekktasti fréttaskýrandi í heimi á sviði efnahagsmála, sagði í erindi sínu á fundinum, sem bar yfirskriftina: „Ísland í endurreisn eða stefnukreppu?", að Ísland virtist hafa náð mjög miklum árangri í endurreisninni eftir hrunið. Og að stórum hluta mætti þakka þetta gengislækkun íslensku krónunnar. „Ísland er virkilega ríkt land, svo ég vorkenni ykkur ekki jafn mikið og áður en ég kom hingað," sagði Wolf. Hann sagði Íra vera í mun verri stöðu en Íslendinga þegar kæmi að landsframleiðslu. Ísland hefði lent í verstu niðursveiflunni í Evrópu árið 2008 ásamt Írum, en Ísland hefði komist mun fyrr út úr kreppunni. Wolf sagði að fjárlagahalli Íra hefði verið kominn upp í 30 prósent af vergri landsframleiðslu en í samanburði væri þetta hlutfall undir 5 prósentum hjá íslenska ríkinu. Wolf fór líka yfir samanburðartölfræði um fjármál hins opinbera og sagði að Ísland væri í miklu betri stöðu þar en Írland, Grikkland, Portúgal og Spánn, en þetta eru þau Evrópuríki sem eru í hvað mestum efnahagsvandræðum um þessar mundir. Wolf lagði á það áherslu að eitt grundvallaratriði skildi Ísland frá þessum þjóðum. Krónan hefði veikst mjög mikið á þessum tíma og það hefði gagnast Íslandi mjög mikið í kreppunni. Slæm afleiðing af því fyrir almenning væru hins vegar verðhækkanir, en verðlag hefði hækkað miklu meira hér á landi í samanburði við ríkin sem áður voru nefnd.Hraða þarf niðurfærslu á skuldum heimilanna Wolf fór yfir hvað skref þyrfti að taka núna í efnahagsmálum til að halda endurreisninni áfram. Hann vék að skuldum heimilanna. „Hröðun á niðurfærslu skulda hjá heimilunum er skynsamleg, (e. accelerating debt reduction) en skuldir heimilanna virðast mjög háar," sagði Wolf. Þá sagði hann að Ísland þyrfti sem allra fyrst að skilgreina samkeppnisforskot sín. Þjóðin þyrfti að einbeita sér að því sem hún væri góð í. Hér á landi væru auðlindir og vel menntað vinnuafl, huga þyrfti að því hvernig mætti nýta það betur. „Stefnumörkun hins opinbera þarf að taka mið af þessum valkostum," sagði Wolf. Að lokum fór Wolf yfir nokkrar lykilspurningar, t.d varðandi gjaldeyrishöftin og aðild að Evrópusambandinu. „Hversu skaðleg eru gjaldeyrishöftin? Ég er ekki það andvígur höftunum, en þeim þarf að aflétta innan 3-5 ára," sagði Wolf.Sagði Ísland geta misst forræði á auðlindum og hefði engin völd innan ESB Wolf sagði ekki fýsilegt fyrir Ísland að ganga inn í Evrópusambandið. „Af hverju ættuð þið að ganga inn í eitthvað sem er jafn óstarfhæft (e. disfunctional) og Evrópusambandið? Ísland myndi ekki hafa nein áhrif í sambandinu og gæti misst forræði yfir auðlindum sínum," sagði Wolf. Í pallborðsumræðum nokkru síðar sagði hann að ef markmiðið með aðild að ESB væri að ganga í Evrópska myntbandalagið og taka upp evru, þá ættu Íslendingar að taka evruna upp einhliða. Íslendingar hefðu ekkert í Evrópusambandið að gera. Þá sagðist Wolf, sem er með meistarapróf í hagfræði frá Oxford-háskóla, ekki skilja hvers vegna Ísland gæti ekki haldið lítilli sjálfstæðri mynt. Hann sagði að öllu virtu hefði gengið ágætlega að hafa sjálfstæða mynt hér á landi. Þá vék hann að skattamálum, en Wolf sagði skatta á Íslandi ekki vera orðna það háa að hægt væri að bera þá saman við skatta á Norðurlöndunum. Fyrr í kvöld höfðu aðrir sem fluttu erindi kvartað undan skattahækkunum. Þá vék Martin Wolf að lokum að Icesave, en leiðarahöfundar Financial Times skrifuðu mikið um það mál á sínum tíma en á blaðinu var mörkuð sú ritstjórnarstefna að Íslendingar bæru enga ábyrgð, hvorki lagalega- né siðferðilega, á kröfum sparifjáreigenda sem áttu innistæður á Icesave-reikningunum. Raunar sagði Wolf í samtali við blaðamann fyrr í kvöld, áður en fyrirlesturinn hófst, að allir leiðarahöfundur FT hefðu verið sammála um þetta atriði. Wolf sagði í erindi sínu í kvöld að Íslendingar hefðu ekki haft siðferðilegar skuldbindingar til að borga fyrir kröfur vegna þess sparifjár sem einstaklingar í Bretlandi hefðu tapað á Icesave. Hann sagðist ekki skilja lögfræðina á bak við kröfurnar, en sagði að einstaklingar sem hefðu sett peningana sína á reikningana hefðu tekið mikla áhættu og gert það á eigin ábyrgð. Hann sagðist jafnframt ekki skilja hvers vegna bresk stjórnvöld hefðu greitt út innistæður til þarlendra sparifjáreigenda. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir "Raunveruleg skömm“ ef Ísland verður fast í kreppunni Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði það raunverulega skömm ef Ísland yrði fast í kreppunni í heilan áratug og að ríkisstjórnin hefði stöðvað fjárfestingar í atvinnulífinu á hugmyndafræðilegum forsendum, á í fundi VÍB um efnahagsmál á Hótel Hilton Nordica, sem nú stendur yfir. 26. október 2011 20:30 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
"Raunveruleg skömm“ ef Ísland verður fast í kreppunni Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði það raunverulega skömm ef Ísland yrði fast í kreppunni í heilan áratug og að ríkisstjórnin hefði stöðvað fjárfestingar í atvinnulífinu á hugmyndafræðilegum forsendum, á í fundi VÍB um efnahagsmál á Hótel Hilton Nordica, sem nú stendur yfir. 26. október 2011 20:30