Matarvagninn verður aftur í Skaftafelli Stefanía Björg Víkingsdóttir skrifar 23. apríl 2016 07:00 Fyrirtækið Jöklavagnar, sem starfrækti matarvagn í Skaftafelli síðasta sumar, mun halda rekstri sínum áfram í sumar. Vagninn er undir merkjum Glacier Goodies og leitast við að nota hráefni af nærsvæðinu til þess að tryggja sjálfbærni og ferskleika rétta. Stefán Þór Arnarson yfirkokkur segir stefnuna vera að gera það sem þau eru að gera eins vel og hægt er. „Núna stendur yfir undirbúningur fyrir sumarið. Við erum að setja saman matseðil og hann verður með svipuðu sniði og í fyrra,“ segir Stefán. Vagninn verður í Skaftafelli frá og með miðjum maí fram í september. Viðbrögðin síðasta sumar segir Stefán hafa verið mjög góð. Meirihluta gesta þeirra segir hann hafa verið erlenda ferðamenn en að einnig hafi margir Íslendingar komið við hjá þeim. Stefán segist hissa á því hve margir Íslendingar hafi í raun komið og að margir hafi sérstaklega gert sér ferð til þeirra. „Við fengum gesti sem voru kannski búnir að keyra hérna framhjá en aldrei komið við, sem komu sérstaklega til að borða hjá okkur. Skaftafell er hluti af Vatnajökulsþjóðgarði og trekkir að talsvert mikið af ferðamönnum. Komum þangað hefur fjölgað mikið síðustu ár og má til dæmis nefna að í mars í fyrra komu um 14 þúsund manns í Skaftafell en í mars í ár komu um 24 þúsund manns, segir Elvar Ingþórsson, landvörður í Skaftafelli. Elvar segir að alls hafi komið um 400 þúsund manns í Skaftafell í fyrra, en af þeim fjölda komu tæp 300 þúsund á aðeins fjórum mánuðum, frá maí og fram í ágúst. Elvar segist gera ráð fyrir því að komum ferðamanna fjölgi enn þetta árið. Spurður út í hvort fjölgun ferðamanna muni hafa áhrif á þjónustuna segist Stefán ekki geta sagt til um það. „Við reynum að bjóðum upp á ákveðna upplifunarferðaþjónustu, að vera með rétti úr ríki Vatnajökuls, persónulega þjónustu og heiðarlegan mat. Við viljum að eiginlegt bragð hráefnisins njóti sín sem best og við viljum að gestir bæði komi og fari glaðir.“Glacier Goodies er starfrækt af Stefáni og konu hans, auk frænda hans. Stefán er lærður matreiðslumeistari og á langan feril að baki í veitinga- og hótelgeiranum og hefur unnið á mörgum af bestu hótelum og veitingastöðum landsins. Sér til halds og trausts hefur Stefán aðstoðarkokk og vin sinn, Alexander Alvin, en þeir hafa lengi fylgst að í veitingabransanum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. apríl Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Fyrirtækið Jöklavagnar, sem starfrækti matarvagn í Skaftafelli síðasta sumar, mun halda rekstri sínum áfram í sumar. Vagninn er undir merkjum Glacier Goodies og leitast við að nota hráefni af nærsvæðinu til þess að tryggja sjálfbærni og ferskleika rétta. Stefán Þór Arnarson yfirkokkur segir stefnuna vera að gera það sem þau eru að gera eins vel og hægt er. „Núna stendur yfir undirbúningur fyrir sumarið. Við erum að setja saman matseðil og hann verður með svipuðu sniði og í fyrra,“ segir Stefán. Vagninn verður í Skaftafelli frá og með miðjum maí fram í september. Viðbrögðin síðasta sumar segir Stefán hafa verið mjög góð. Meirihluta gesta þeirra segir hann hafa verið erlenda ferðamenn en að einnig hafi margir Íslendingar komið við hjá þeim. Stefán segist hissa á því hve margir Íslendingar hafi í raun komið og að margir hafi sérstaklega gert sér ferð til þeirra. „Við fengum gesti sem voru kannski búnir að keyra hérna framhjá en aldrei komið við, sem komu sérstaklega til að borða hjá okkur. Skaftafell er hluti af Vatnajökulsþjóðgarði og trekkir að talsvert mikið af ferðamönnum. Komum þangað hefur fjölgað mikið síðustu ár og má til dæmis nefna að í mars í fyrra komu um 14 þúsund manns í Skaftafell en í mars í ár komu um 24 þúsund manns, segir Elvar Ingþórsson, landvörður í Skaftafelli. Elvar segir að alls hafi komið um 400 þúsund manns í Skaftafell í fyrra, en af þeim fjölda komu tæp 300 þúsund á aðeins fjórum mánuðum, frá maí og fram í ágúst. Elvar segist gera ráð fyrir því að komum ferðamanna fjölgi enn þetta árið. Spurður út í hvort fjölgun ferðamanna muni hafa áhrif á þjónustuna segist Stefán ekki geta sagt til um það. „Við reynum að bjóðum upp á ákveðna upplifunarferðaþjónustu, að vera með rétti úr ríki Vatnajökuls, persónulega þjónustu og heiðarlegan mat. Við viljum að eiginlegt bragð hráefnisins njóti sín sem best og við viljum að gestir bæði komi og fari glaðir.“Glacier Goodies er starfrækt af Stefáni og konu hans, auk frænda hans. Stefán er lærður matreiðslumeistari og á langan feril að baki í veitinga- og hótelgeiranum og hefur unnið á mörgum af bestu hótelum og veitingastöðum landsins. Sér til halds og trausts hefur Stefán aðstoðarkokk og vin sinn, Alexander Alvin, en þeir hafa lengi fylgst að í veitingabransanum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. apríl
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira