Fótbolti

Matsuda er látinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Naoki Matsuda í leik emð Japan árið 2004.
Naoki Matsuda í leik emð Japan árið 2004. Nordic Photos / AFP
Japanski knattspyrnumaðurinn Naoki Matsuda er látinn, aðeins 34 ára gamall, eftir að hann hneig niður á æfingu á þriðjudaginn.

Matsuda lést á sjúkrahúsi en talið er að hann hafi fengið hjartaáfall á æfingu með japanska C-deildarliðinu Matsumoto Yamaga.

Matsuda lék á sínum tíma 40 landsleiki með Japan og lék í heimsmeistarakeppninni árið 2002 sem fór fram í Japan og Suður-Kóreu.

„Þetta eru afar slæmar fréttir fyrir japanska knattspyrnu. Hann var áreiðanlegur og mikilvægur hlekkur í HM-liði Japans árið 2002,“ sagði Philippe Troussier, fyrrum landsliðsþjálfari Japans.

„Við vonuðumst öll til að hann myndi ná sér. En það er skelfilegt að hann hafi verið tekinn frá okkur svo ungur, að stunda þá iðju sem hann elskaði.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×