Innlent

Máttu vísa Vítisenglum úr landi

Íslenska ríkið var sýknað af kröfum tveggja norskra Vítisengla í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Mennirnir höfðu stefnt ríkinu til þess að fá hnekkt ákvörðun Útlendingastofnunar, sem ráðuneyti dómsmála staðfesti síðar, um að þeim yrði vísað úr landi í byrjun síðasta árs. Annar þeirra sem vísað var úr landi er Leif Ivar Kristiansen, en hann er forsprakki Vítisenglanna í Noregi. Hinn heitir Jan Anfinn Wahl. Sá fyrrnefndi situr nú í fangelsi og afplánar dóm fyrir fíkniefnabrot.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×