Matur

Matur

Girnilegar uppskriftir úr öllum áttum og fréttir tengdar mat.

Fréttamynd

Eftir­lætis lasagna fjöl­skyldunnar

Hin bráðfyndna og litaglaða Guðrún Veiga Guðmundsdóttir deildi nýverið uppskrift að ljúffengu lasagna með fylgjendum sínum á Instagram. Hún segir að þessi réttur hafi verið eftirlætis réttur fjölskyldunnar í meira en tólf ár og fannst loksins kominn tími til að hann fengi sitt pláss á síðunni hennar.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Versta kartöfluuppskeran í ára­tugi

Kartöfluuppskera árið 2024 var 5.514 tonn sem er sú minnsta síðan 1993 þegar hún var 3.913 tonn. Heildaruppskera korns, sem bændur þresktu af ökrum sínum árið 2024, var rúm 5.100 tonn en það er minnsta kornuppskera frá árinu 2018.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ómót­stæði­legir pistasíu­molar undir á­hrifum frá Dúbaí

Matgæðingurinn Berglind Hreiðarsdóttir, hjá Gotterí og gersemar, útbjó nýverið holla og dísæta pistasíumola sem eru fullkomnir til að gæða sér á þegar sykurlöngunin kallar. Pistasíur hafa verið afar vinsælar í eftirréttum og sælgæti undanfarið, eftir að hið vinsæla Dúbaí súkkulaði hreif íslenska sælkera.

Lífið
Fréttamynd

Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur

Öskudagur er orðinn einn af stærstu dögum Domino's veitingastaðanna. Ástæðan er sú að undanfarin ár hefur sú hefð skapast hjá grunnskólum landsins að panta pizzur í tonnavís en forsvarsmenn skyndibitakeðjunnar gera ráð fyrir að rúmlega fimmtán þúsund grunnskólanemar hafi gætt sér á Domino's í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Inn­kalla bauna­súpu rétt í tæka tíð

Matvælaframleiðslufyrirtækið Katla hefur ákveðið að innkalla framleiðslulotu af baunasúpugrunni vegna rofs á hitastýringu í dreifikerfi. Ætla má að baunasúpugrunnur hafi verið á leið í potta fjölda landsmanna, enda er sjálfur sprengidagurinn í dag.

Neytendur
Fréttamynd

Hlý­leg stemmning og ein­stök matarupplifun

Í hjarta Reykjavíkur, á horni Skólavörðustígs og Óðinsgötu er að finna veitingastaðinn Sjávargrillið. Staðurinn er þekktur fyrir að bjóða upp á einstaka matarupplifun þar sem ferskasta hráefni er í forgrunni. Sjávargrillið er veitingastaður vikunnar á Vísi.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Elda­buskan græjar þriðju vaktina

Hvað er í matinn?! Hver kannast ekki við að koma heim eftir langan vinnudag, ísskápurinn hálftómur, börnin svöng og kvöldmatartíminn stefnir í algjört kaos. Þetta þekkir matreiðslumaðurinn Guðmundur Óli Sigurjónsson vel og stofnaði því Eldabuskuna í félagi við Elínu Bjarnadóttur, þjónustu sem sendir tilbúna rétti heim að dyrum.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Gerir mánudagsfiskinn skemmti­legri

Heilsukokkurinn Jana fer frumlegar og fjölbreyttar leiðir í eldhúsinu og töfrar fram ýmsa skemmtilega rétti. Mánudagsfiskurinn er eflaust fastur liður á mörgum heimilum og hér má finna skemmtilega útfærslu á honum frá Jönu.

Matur
Fréttamynd

Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On

Alþjóðlega veitingastaðakeðjan Wok to Walk opnaði fyrsta staðinn sinn hér á landi í desember en í dag eru þeir þrír talsins; í Borgartúni í Reykjavík, á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði og á Smáratorgi. Staðirnir bjóða upp á ferskan asískan götubita sem er eldaður á wok pönnum yfir opnum eldi fyrir framan gestina.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Upp­skrift að umræddasta súkku­laði landsins

Dúbaí-súkkulaðið umrædda hefur vakið ómælda athygli síðustu misserin eftir að svokallað taste-test varð vinsælt á samfélagsmiðlinum TikTok. Súkkulaðið á rætur sínar að rekja til Sameinuðu arabísku furstadæmanna og hefur nú náð að hrífa íslenska súkkulaðunnendur.

Lífið
Fréttamynd

Ný ríkis­stjórn sé að efla er­lenda mjólkur­fram­leiðslu

Framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands segir nýja ríkisstjórn styrkja og efla erlenda mjólkurframleiðslu á kostnað þeirrar innlendu. Það sé vegna áforma fjármálaráðherra um lagasetningu sem breytir tollflokkun á innfluttum osti. Ísland hefur verið sett á lista yfir viðskiptahindranir af Evrópusambandinu vegna málsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dúbaí-súkkulaðið um­talaða: „Þetta er galin sala“

Líkt og oft áður taka ákveðin trend yfir samfélagsmiðlana TikTok og Instagram. Nýjasta æðið er svokallað Dúbaí-súkkulaði sem á rætur sínar að rekja til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. En hvað er svona sérstakt við þetta súkkulaði? 

Lífið
Fréttamynd

Ís­land komið í skammar­krókinn vegna osts

Evrópusambandið hefur í fyrsta sinn sett Ísland á lista yfir viðskiptahindranir, sem útflutningsfyrirtæki í Evrópusambandsríkjum eru beitt í ríkjum utan sambandsins. Ástæðan er ákvörðun Skattsins árið 2020 að breyta tollflokkun á pitsuosti með íblandaðri jurtaolíu.

Viðskipti innlent