Matvæli, landbúnaður, kjör og kærleikur Guðjón Sigurbjartsson skrifar 31. október 2014 07:00 Búvörusamningum svipar um margt til miðstýrðs áætlunarbúskapar Sovétríkjanna heitinna. Bændum er tryggður jöfnuður og stöðugleiki með því að sækja styrki til neytenda og skattgreiðenda og skipta þeim eftir vissu kerfi. Afleiðingin er heft atvinnugrein með lága framleiðni sem heldur niðri lífskjörum í landinu. Ekki gengur að landbúnaðarráðherra og bændur komi einir að endurskoðuninni. Alþingi verður að sjá til þess að stefnan verði mótuð af fagfólki og helstu hagsmunaðilum, það er neytendum, skattgreiðendum, verslun og þróunarsamvinnu- og umhverfisverndarfólki, auk bænda. Almenningur og samtök sem málið varðar verða að láta til sín taka og þrýsta á um úrbætur.Gott land en harðbýlt Meðal þess sem mestu varðar um hvort fólki og þjóðum vegnar vel er að þekkja vel styrkleika sína og veikleika, ógnir og tækifæri. Mikilvægt er að nýta vel styrkleikana og tækifærin en láta veikleikana og ógnirnar ekki skemma fyrir. Norðlæg hnattstaða Íslands, smæð markaðar og fjarlægð frá öðrum löndum gerir landið harðbýlt. Það verður að horfa raunsætt á hvað borgar sig að framleiða hér og hvað betra er að flytja inn. Við erum sterk í sjávarútvegi, ferðaþjónustu og fleiri atvinnugreinum en stærstu greinar landbúnaðar eru mjög óhagkvæmar. Við, fámenn þjóð í stóru landi, verðum að halda mun betur á málum ef við viljum lífskjör á borð við nágrannaþjóðirnar. Atgervisflótti skaðar okkur verulega, unga fólkið kemur ekki heim úr framhaldsnámi.Tollfrjáls innflutningur Landbúnaðurinn fær samkvæmt OECD árlega í markaðsvernd sem nemur 8 milljörðum kr. Með opnum innflutningi munu matarútgjöld lækka um 100 til 200 þúsund kr. á ári á meðalheimili. Vöruframboð og gæði aukast. 550 milljóna manna Evrópumarkaður opnast fyrir okkar landbúnaðarafurðir.Styrkir í Evrópumeðaltal Við skattgreiðendur styrkjum landbúnaðinn árlega um 12 milljarða kr., þrisvar sinnum meira en að meðaltali í Evrópu. Hvert kúabú fær um 10 milljónir í styrki á ári og sauðfjárbú með 500 ærgildi um 6 m.kr. sem þýðir að rúmlega öll laun á búunum koma beint frá skattgreiðendum. Um 20% framleiðslunnar eru flutt út og 5% er neytt af ferðamönnum hér. Gott mál ef það væri ekki á kostnað okkar skattgreiðenda. Ef við lækkum styrki niður í Evrópumeðaltal gerir það 8 milljarða kr. og lækka mætti virðisaukaskatt um 5%. Hreinn ávinningur skattgreiðenda og neytenda verður a.m.k. 50 til 100 þús. kr. á ári á heimili. Samtals mun ofangreint lækka útgjöld meðalheimilis um 200 til 300 þús. kr. á ári. Neysluvísitala lækkar um 3% og verðtryggð lán skuldugra fjölskyldna um 2 milljónir króna.Stærri bú, betri afkoma Í Sádi-Arabíu er stórbúið Almarai. Lárus Ásgeirsson, áður hjá Marel og víðar, rekur kjúklingadeild fyrirtækisins sem framleiðir 550.000 kjúklinga á dag. Það tæki kjúklingabúið aðeins um 2 vikur að anna ársneyslunni á Íslandi. Fyrirtækið rekur líka 15 stórfjós með 7.500 kýr hvert. Á Íslandi eru um 27.000 kýr. Það þarf bara tvö svona fjós til að anna þörfinni hér því meðalnytin er helmingi meiri en hjá okkur. Breyta þarf styrkjakerfinu hér til að hagræðing geti orðið, bú stækkað, þeim fækkað og þau flutt á heppilega staði með tilliti til nálægðar við markaði.Verðug verkefni Þó hagræðing verði og samþjöppun eru næg verkefni fyrir þá sem vilja starfa í greininni hér heima og erlendis. Allir þurfa mat og greiðslugeta stórvex, t.d. í Asíu. Mörg Evrópulönd veita þróunaraðstoð í formi landbúnaðarverkefna á hentugum svæðum í samvinnu við heimamenn og flytja hluta framleiðslunnar á Evrópumarkað, samtals um 10.000 milljarða virði á ári! Þó landið okkar sé fagurt og frítt þarf víða að taka til hendinni, fegra, fjarlægja drasl og stunda skógrækt. Þetta getur samfélagið styrkt, slíkt kemur til baka í formi upplifunar og ferðaþjónustan dafnar. Breytingarnar munu valda raski en lífsgæði margra munu batna verulega. Kærleikurinn hefur tvær hliðar, eina mjúka og aðra harða. Er til staðar nægur kærleikur til að gera það sem gera þarf til að bæta líf fjölda fólks? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Búvörusamningum svipar um margt til miðstýrðs áætlunarbúskapar Sovétríkjanna heitinna. Bændum er tryggður jöfnuður og stöðugleiki með því að sækja styrki til neytenda og skattgreiðenda og skipta þeim eftir vissu kerfi. Afleiðingin er heft atvinnugrein með lága framleiðni sem heldur niðri lífskjörum í landinu. Ekki gengur að landbúnaðarráðherra og bændur komi einir að endurskoðuninni. Alþingi verður að sjá til þess að stefnan verði mótuð af fagfólki og helstu hagsmunaðilum, það er neytendum, skattgreiðendum, verslun og þróunarsamvinnu- og umhverfisverndarfólki, auk bænda. Almenningur og samtök sem málið varðar verða að láta til sín taka og þrýsta á um úrbætur.Gott land en harðbýlt Meðal þess sem mestu varðar um hvort fólki og þjóðum vegnar vel er að þekkja vel styrkleika sína og veikleika, ógnir og tækifæri. Mikilvægt er að nýta vel styrkleikana og tækifærin en láta veikleikana og ógnirnar ekki skemma fyrir. Norðlæg hnattstaða Íslands, smæð markaðar og fjarlægð frá öðrum löndum gerir landið harðbýlt. Það verður að horfa raunsætt á hvað borgar sig að framleiða hér og hvað betra er að flytja inn. Við erum sterk í sjávarútvegi, ferðaþjónustu og fleiri atvinnugreinum en stærstu greinar landbúnaðar eru mjög óhagkvæmar. Við, fámenn þjóð í stóru landi, verðum að halda mun betur á málum ef við viljum lífskjör á borð við nágrannaþjóðirnar. Atgervisflótti skaðar okkur verulega, unga fólkið kemur ekki heim úr framhaldsnámi.Tollfrjáls innflutningur Landbúnaðurinn fær samkvæmt OECD árlega í markaðsvernd sem nemur 8 milljörðum kr. Með opnum innflutningi munu matarútgjöld lækka um 100 til 200 þúsund kr. á ári á meðalheimili. Vöruframboð og gæði aukast. 550 milljóna manna Evrópumarkaður opnast fyrir okkar landbúnaðarafurðir.Styrkir í Evrópumeðaltal Við skattgreiðendur styrkjum landbúnaðinn árlega um 12 milljarða kr., þrisvar sinnum meira en að meðaltali í Evrópu. Hvert kúabú fær um 10 milljónir í styrki á ári og sauðfjárbú með 500 ærgildi um 6 m.kr. sem þýðir að rúmlega öll laun á búunum koma beint frá skattgreiðendum. Um 20% framleiðslunnar eru flutt út og 5% er neytt af ferðamönnum hér. Gott mál ef það væri ekki á kostnað okkar skattgreiðenda. Ef við lækkum styrki niður í Evrópumeðaltal gerir það 8 milljarða kr. og lækka mætti virðisaukaskatt um 5%. Hreinn ávinningur skattgreiðenda og neytenda verður a.m.k. 50 til 100 þús. kr. á ári á heimili. Samtals mun ofangreint lækka útgjöld meðalheimilis um 200 til 300 þús. kr. á ári. Neysluvísitala lækkar um 3% og verðtryggð lán skuldugra fjölskyldna um 2 milljónir króna.Stærri bú, betri afkoma Í Sádi-Arabíu er stórbúið Almarai. Lárus Ásgeirsson, áður hjá Marel og víðar, rekur kjúklingadeild fyrirtækisins sem framleiðir 550.000 kjúklinga á dag. Það tæki kjúklingabúið aðeins um 2 vikur að anna ársneyslunni á Íslandi. Fyrirtækið rekur líka 15 stórfjós með 7.500 kýr hvert. Á Íslandi eru um 27.000 kýr. Það þarf bara tvö svona fjós til að anna þörfinni hér því meðalnytin er helmingi meiri en hjá okkur. Breyta þarf styrkjakerfinu hér til að hagræðing geti orðið, bú stækkað, þeim fækkað og þau flutt á heppilega staði með tilliti til nálægðar við markaði.Verðug verkefni Þó hagræðing verði og samþjöppun eru næg verkefni fyrir þá sem vilja starfa í greininni hér heima og erlendis. Allir þurfa mat og greiðslugeta stórvex, t.d. í Asíu. Mörg Evrópulönd veita þróunaraðstoð í formi landbúnaðarverkefna á hentugum svæðum í samvinnu við heimamenn og flytja hluta framleiðslunnar á Evrópumarkað, samtals um 10.000 milljarða virði á ári! Þó landið okkar sé fagurt og frítt þarf víða að taka til hendinni, fegra, fjarlægja drasl og stunda skógrækt. Þetta getur samfélagið styrkt, slíkt kemur til baka í formi upplifunar og ferðaþjónustan dafnar. Breytingarnar munu valda raski en lífsgæði margra munu batna verulega. Kærleikurinn hefur tvær hliðar, eina mjúka og aðra harða. Er til staðar nægur kærleikur til að gera það sem gera þarf til að bæta líf fjölda fólks?
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar