Matvæli, landbúnaður, kjör og kærleikur Guðjón Sigurbjartsson skrifar 31. október 2014 07:00 Búvörusamningum svipar um margt til miðstýrðs áætlunarbúskapar Sovétríkjanna heitinna. Bændum er tryggður jöfnuður og stöðugleiki með því að sækja styrki til neytenda og skattgreiðenda og skipta þeim eftir vissu kerfi. Afleiðingin er heft atvinnugrein með lága framleiðni sem heldur niðri lífskjörum í landinu. Ekki gengur að landbúnaðarráðherra og bændur komi einir að endurskoðuninni. Alþingi verður að sjá til þess að stefnan verði mótuð af fagfólki og helstu hagsmunaðilum, það er neytendum, skattgreiðendum, verslun og þróunarsamvinnu- og umhverfisverndarfólki, auk bænda. Almenningur og samtök sem málið varðar verða að láta til sín taka og þrýsta á um úrbætur.Gott land en harðbýlt Meðal þess sem mestu varðar um hvort fólki og þjóðum vegnar vel er að þekkja vel styrkleika sína og veikleika, ógnir og tækifæri. Mikilvægt er að nýta vel styrkleikana og tækifærin en láta veikleikana og ógnirnar ekki skemma fyrir. Norðlæg hnattstaða Íslands, smæð markaðar og fjarlægð frá öðrum löndum gerir landið harðbýlt. Það verður að horfa raunsætt á hvað borgar sig að framleiða hér og hvað betra er að flytja inn. Við erum sterk í sjávarútvegi, ferðaþjónustu og fleiri atvinnugreinum en stærstu greinar landbúnaðar eru mjög óhagkvæmar. Við, fámenn þjóð í stóru landi, verðum að halda mun betur á málum ef við viljum lífskjör á borð við nágrannaþjóðirnar. Atgervisflótti skaðar okkur verulega, unga fólkið kemur ekki heim úr framhaldsnámi.Tollfrjáls innflutningur Landbúnaðurinn fær samkvæmt OECD árlega í markaðsvernd sem nemur 8 milljörðum kr. Með opnum innflutningi munu matarútgjöld lækka um 100 til 200 þúsund kr. á ári á meðalheimili. Vöruframboð og gæði aukast. 550 milljóna manna Evrópumarkaður opnast fyrir okkar landbúnaðarafurðir.Styrkir í Evrópumeðaltal Við skattgreiðendur styrkjum landbúnaðinn árlega um 12 milljarða kr., þrisvar sinnum meira en að meðaltali í Evrópu. Hvert kúabú fær um 10 milljónir í styrki á ári og sauðfjárbú með 500 ærgildi um 6 m.kr. sem þýðir að rúmlega öll laun á búunum koma beint frá skattgreiðendum. Um 20% framleiðslunnar eru flutt út og 5% er neytt af ferðamönnum hér. Gott mál ef það væri ekki á kostnað okkar skattgreiðenda. Ef við lækkum styrki niður í Evrópumeðaltal gerir það 8 milljarða kr. og lækka mætti virðisaukaskatt um 5%. Hreinn ávinningur skattgreiðenda og neytenda verður a.m.k. 50 til 100 þús. kr. á ári á heimili. Samtals mun ofangreint lækka útgjöld meðalheimilis um 200 til 300 þús. kr. á ári. Neysluvísitala lækkar um 3% og verðtryggð lán skuldugra fjölskyldna um 2 milljónir króna.Stærri bú, betri afkoma Í Sádi-Arabíu er stórbúið Almarai. Lárus Ásgeirsson, áður hjá Marel og víðar, rekur kjúklingadeild fyrirtækisins sem framleiðir 550.000 kjúklinga á dag. Það tæki kjúklingabúið aðeins um 2 vikur að anna ársneyslunni á Íslandi. Fyrirtækið rekur líka 15 stórfjós með 7.500 kýr hvert. Á Íslandi eru um 27.000 kýr. Það þarf bara tvö svona fjós til að anna þörfinni hér því meðalnytin er helmingi meiri en hjá okkur. Breyta þarf styrkjakerfinu hér til að hagræðing geti orðið, bú stækkað, þeim fækkað og þau flutt á heppilega staði með tilliti til nálægðar við markaði.Verðug verkefni Þó hagræðing verði og samþjöppun eru næg verkefni fyrir þá sem vilja starfa í greininni hér heima og erlendis. Allir þurfa mat og greiðslugeta stórvex, t.d. í Asíu. Mörg Evrópulönd veita þróunaraðstoð í formi landbúnaðarverkefna á hentugum svæðum í samvinnu við heimamenn og flytja hluta framleiðslunnar á Evrópumarkað, samtals um 10.000 milljarða virði á ári! Þó landið okkar sé fagurt og frítt þarf víða að taka til hendinni, fegra, fjarlægja drasl og stunda skógrækt. Þetta getur samfélagið styrkt, slíkt kemur til baka í formi upplifunar og ferðaþjónustan dafnar. Breytingarnar munu valda raski en lífsgæði margra munu batna verulega. Kærleikurinn hefur tvær hliðar, eina mjúka og aðra harða. Er til staðar nægur kærleikur til að gera það sem gera þarf til að bæta líf fjölda fólks? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Búvörusamningum svipar um margt til miðstýrðs áætlunarbúskapar Sovétríkjanna heitinna. Bændum er tryggður jöfnuður og stöðugleiki með því að sækja styrki til neytenda og skattgreiðenda og skipta þeim eftir vissu kerfi. Afleiðingin er heft atvinnugrein með lága framleiðni sem heldur niðri lífskjörum í landinu. Ekki gengur að landbúnaðarráðherra og bændur komi einir að endurskoðuninni. Alþingi verður að sjá til þess að stefnan verði mótuð af fagfólki og helstu hagsmunaðilum, það er neytendum, skattgreiðendum, verslun og þróunarsamvinnu- og umhverfisverndarfólki, auk bænda. Almenningur og samtök sem málið varðar verða að láta til sín taka og þrýsta á um úrbætur.Gott land en harðbýlt Meðal þess sem mestu varðar um hvort fólki og þjóðum vegnar vel er að þekkja vel styrkleika sína og veikleika, ógnir og tækifæri. Mikilvægt er að nýta vel styrkleikana og tækifærin en láta veikleikana og ógnirnar ekki skemma fyrir. Norðlæg hnattstaða Íslands, smæð markaðar og fjarlægð frá öðrum löndum gerir landið harðbýlt. Það verður að horfa raunsætt á hvað borgar sig að framleiða hér og hvað betra er að flytja inn. Við erum sterk í sjávarútvegi, ferðaþjónustu og fleiri atvinnugreinum en stærstu greinar landbúnaðar eru mjög óhagkvæmar. Við, fámenn þjóð í stóru landi, verðum að halda mun betur á málum ef við viljum lífskjör á borð við nágrannaþjóðirnar. Atgervisflótti skaðar okkur verulega, unga fólkið kemur ekki heim úr framhaldsnámi.Tollfrjáls innflutningur Landbúnaðurinn fær samkvæmt OECD árlega í markaðsvernd sem nemur 8 milljörðum kr. Með opnum innflutningi munu matarútgjöld lækka um 100 til 200 þúsund kr. á ári á meðalheimili. Vöruframboð og gæði aukast. 550 milljóna manna Evrópumarkaður opnast fyrir okkar landbúnaðarafurðir.Styrkir í Evrópumeðaltal Við skattgreiðendur styrkjum landbúnaðinn árlega um 12 milljarða kr., þrisvar sinnum meira en að meðaltali í Evrópu. Hvert kúabú fær um 10 milljónir í styrki á ári og sauðfjárbú með 500 ærgildi um 6 m.kr. sem þýðir að rúmlega öll laun á búunum koma beint frá skattgreiðendum. Um 20% framleiðslunnar eru flutt út og 5% er neytt af ferðamönnum hér. Gott mál ef það væri ekki á kostnað okkar skattgreiðenda. Ef við lækkum styrki niður í Evrópumeðaltal gerir það 8 milljarða kr. og lækka mætti virðisaukaskatt um 5%. Hreinn ávinningur skattgreiðenda og neytenda verður a.m.k. 50 til 100 þús. kr. á ári á heimili. Samtals mun ofangreint lækka útgjöld meðalheimilis um 200 til 300 þús. kr. á ári. Neysluvísitala lækkar um 3% og verðtryggð lán skuldugra fjölskyldna um 2 milljónir króna.Stærri bú, betri afkoma Í Sádi-Arabíu er stórbúið Almarai. Lárus Ásgeirsson, áður hjá Marel og víðar, rekur kjúklingadeild fyrirtækisins sem framleiðir 550.000 kjúklinga á dag. Það tæki kjúklingabúið aðeins um 2 vikur að anna ársneyslunni á Íslandi. Fyrirtækið rekur líka 15 stórfjós með 7.500 kýr hvert. Á Íslandi eru um 27.000 kýr. Það þarf bara tvö svona fjós til að anna þörfinni hér því meðalnytin er helmingi meiri en hjá okkur. Breyta þarf styrkjakerfinu hér til að hagræðing geti orðið, bú stækkað, þeim fækkað og þau flutt á heppilega staði með tilliti til nálægðar við markaði.Verðug verkefni Þó hagræðing verði og samþjöppun eru næg verkefni fyrir þá sem vilja starfa í greininni hér heima og erlendis. Allir þurfa mat og greiðslugeta stórvex, t.d. í Asíu. Mörg Evrópulönd veita þróunaraðstoð í formi landbúnaðarverkefna á hentugum svæðum í samvinnu við heimamenn og flytja hluta framleiðslunnar á Evrópumarkað, samtals um 10.000 milljarða virði á ári! Þó landið okkar sé fagurt og frítt þarf víða að taka til hendinni, fegra, fjarlægja drasl og stunda skógrækt. Þetta getur samfélagið styrkt, slíkt kemur til baka í formi upplifunar og ferðaþjónustan dafnar. Breytingarnar munu valda raski en lífsgæði margra munu batna verulega. Kærleikurinn hefur tvær hliðar, eina mjúka og aðra harða. Er til staðar nægur kærleikur til að gera það sem gera þarf til að bæta líf fjölda fólks?
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar