Innlent

Mávar í kjötmjölsveislu í Kópavogi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Mikið er af mávum á golfvelli í Kópavogi eftir að kjötmjöl var borið þar á.
Mikið er af mávum á golfvelli í Kópavogi eftir að kjötmjöl var borið þar á. Fréttablaðið/Vilhelm
Starfsmenn Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar báru kjötmjöl á Kópavogshluta golfvallar félagsins í síðustu viku. Heyrst hefur um nágranna sem hafa kvartað undan ólykt og flokkum af mávum en Guðmundur Árni Gunnarsson vallarstjóri segist ekki kannast við það.

Guðmundur telur að búast megi við því að mjölið verði horfið ofan í svörðinn á næstu dögum og að mávarnir haldi þá á brott.

Kjötmjöl segir Guðmundur hafa verið borið á golfvöllinn á síðustu fimm árum fyrir utan í fyrravor þegar það hafi ekki reynst unnt vegna klaka. Mjölið sé bæði ódýr og framúrskarandi góður áburður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×