Með 90 gyðinga á lista og horfa til sýnagógu 10. október 2011 05:30 Berel Pewzner og Mendy Tzfasman eru hæstánægðir með árangurinn síðan í vor. Þeir hafa farið í sams konar leiðangra til annarra landa.Mynd/úr einkasafni Leit tveggja bandarískra rabbínanema að gyðingum á Íslandi hefur borið svo góðan ávöxt að þeir sjá fyrir sér að fljótlega þurfi að koma hér upp samkomuhúsi fyrir íslenska gyðinga og á endanum sýnagógu. Þeir telja leitina hafa gengið vonum framar. „Við erum núna komnir með lista yfir níutíu gyðinga sem búa á Íslandi. Við erum mjög ánægðir með árangurinn af leitinni,“ segir Berel Pewzner. „Þeir eru eflaust fleiri og leitin stendur enn.“ Fréttablaðið greindi frá því í apríl síðastliðnum að Pewzner hefði komið til landsins í tveggja vikna heimsókn ásamt félaga sínum, Mendy Tzfasman, í því skyni að koma hér upp samfélagi gyðinga. Þeir höfðu þá farið í sams konar ferðir til annarra landa. Félagarnir gengu um götur bæjarins, kíktu í verslanir og spurðu fólk hvort það vissi um gyðinga búsetta hérlendis. Afrakstur fyrstu heimsóknarinnar var listi yfir fjörutíu manns. „Við báðum allt þetta fólk um að benda okkur á fleiri einstaklinga, við leituðum áfram með hjálp internetsins og greinin í Fréttablaðinu hjálpaði mikið til – það var mjög margt fólk sem hafði samband við okkur í kjölfar þess að hún birtist,“ segir Pewzner. „Þannig stækkaði hópurinn hægt og bítandi.“ Pewzner hefur verið staddur hér á landi undanfarnar vikur og í septemberlok hélt hann meðal annars bænastundir fyrir samfélag gyðinga hérlendis í tilefni af nýárshátíð gyðinga, Rosh Hashanah. Þá hefur einnig verið blásið til hátíðarmálsverða af öðrum tilefnum og fjölda smærri uppákoma. Þeir Pewzner og Tzfasman hafa einnig staðið fyrir fræðslu. „Við kennum Tóra [helsta helgirit gyðinga], Talmúð [hina trúarlegu lögbók] og kabbalah og hvernig boðskapur ritanna tengist daglegu lífi okkar. Þá skoðum við atburði líðandi stundar út frá sjónarhorni gyðinga,“ segir Pewzner. Þeir kenni einkum fullorðnum gyðingum en einnig slæðingi af börnum. „Staða gyðingdómsins á Íslandi er mjög góð og við horfum björtum augum til framtíðar,“ segir Pewzner. „Við teljum að það muni óhjákvæmilega þurfa að reisa samkomuhús og sýnagógu í Reykjavík,“ bætir hann við. stigur@frettabladid.is Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira
Leit tveggja bandarískra rabbínanema að gyðingum á Íslandi hefur borið svo góðan ávöxt að þeir sjá fyrir sér að fljótlega þurfi að koma hér upp samkomuhúsi fyrir íslenska gyðinga og á endanum sýnagógu. Þeir telja leitina hafa gengið vonum framar. „Við erum núna komnir með lista yfir níutíu gyðinga sem búa á Íslandi. Við erum mjög ánægðir með árangurinn af leitinni,“ segir Berel Pewzner. „Þeir eru eflaust fleiri og leitin stendur enn.“ Fréttablaðið greindi frá því í apríl síðastliðnum að Pewzner hefði komið til landsins í tveggja vikna heimsókn ásamt félaga sínum, Mendy Tzfasman, í því skyni að koma hér upp samfélagi gyðinga. Þeir höfðu þá farið í sams konar ferðir til annarra landa. Félagarnir gengu um götur bæjarins, kíktu í verslanir og spurðu fólk hvort það vissi um gyðinga búsetta hérlendis. Afrakstur fyrstu heimsóknarinnar var listi yfir fjörutíu manns. „Við báðum allt þetta fólk um að benda okkur á fleiri einstaklinga, við leituðum áfram með hjálp internetsins og greinin í Fréttablaðinu hjálpaði mikið til – það var mjög margt fólk sem hafði samband við okkur í kjölfar þess að hún birtist,“ segir Pewzner. „Þannig stækkaði hópurinn hægt og bítandi.“ Pewzner hefur verið staddur hér á landi undanfarnar vikur og í septemberlok hélt hann meðal annars bænastundir fyrir samfélag gyðinga hérlendis í tilefni af nýárshátíð gyðinga, Rosh Hashanah. Þá hefur einnig verið blásið til hátíðarmálsverða af öðrum tilefnum og fjölda smærri uppákoma. Þeir Pewzner og Tzfasman hafa einnig staðið fyrir fræðslu. „Við kennum Tóra [helsta helgirit gyðinga], Talmúð [hina trúarlegu lögbók] og kabbalah og hvernig boðskapur ritanna tengist daglegu lífi okkar. Þá skoðum við atburði líðandi stundar út frá sjónarhorni gyðinga,“ segir Pewzner. Þeir kenni einkum fullorðnum gyðingum en einnig slæðingi af börnum. „Staða gyðingdómsins á Íslandi er mjög góð og við horfum björtum augum til framtíðar,“ segir Pewzner. „Við teljum að það muni óhjákvæmilega þurfa að reisa samkomuhús og sýnagógu í Reykjavík,“ bætir hann við. stigur@frettabladid.is
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira