Með þúsund og einn hlut í ofninum Rikka skrifar 5. desember 2014 10:45 Theódóra Mjöll. mynd/saga sig Hún er uppalin í Eyjafjarðarsveit, gekk í sveitaskóla alla sína grunnskólagöngu og er miðjubarn í fimm systkina hópi sem öll eru fædd á einungis átta árum. Hún æfði á fiðlu, píanó, var yfirmáta forvitin og fyrirferðarmikið barn að eigin sögn. „Við erum fimm systkinin, en þar stend ég í miðjunni, það eru einungis átta ár á milli elsta og yngsta systkinis míns svo það var þröng á þingi og mikið fjör í kring um mig á uppeldisárunum. Ég hef svolítið haldið í fjörið og ég passa mig alltaf að vera ekki verkefnalaus. Hvort sem það kemur frá uppeldinu eða einfaldlega frá persónuleika mínum veit ég ekki, gæti verið hvort tveggja,“ segir hárgreiðslukonan, vöruhönnuðurinn og metsölubókahöfundurinn Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack.Sterkari eftir ofbeldið Þegar Theodóra var unglingur lenti hún í aðstæðum sem breyttu sýn hennar á lífið um ókomna tíð. „Á unglingsárum lenti ég í kynferðislegu ofbeldi sem brenglaði algerlega sýn mína á lífið og ég átti mjög erfitt á þessum tíma.“ Með þungan bagga á bakinu leitaði okkar kona sér hjálpar hjá góðu fólki. „Um tvítugt fór ég til Stígamóta og á ég þeim svo mikið að þakka. Þær hjálpuðu mér að ná áttum og koma lífi mínu aftur á rétta braut. Þær kenndu mér að skoða sjálfa mig og að lifa ekki sem fórnarlamb heldur sem baráttukona sem ég hef reynt að gera síðan. Það er mjög skrítið að segja það, en vegna ofbeldisins hef ég orðið sterkari manneskja og kann betur á sjálfa mig. Ég hef ávallt neitað að lifa sem fórnarlamb, en ég held að það sé ein hættulegasta braut sem hægt er að feta í lífinu, fórnarlambsbrautin. Ég tek allt sem ég hef lent í, komið mér í, farið og gert sem mikilvægan part í því að þroskast sem persóna og tek allt það neikvæða í kringum mig og reyni að horfa á það jákvætt. Stundum er það erfitt, en á endanum tekst það þó,“ segir þessi hugrakka og duglega kona sem lætur fátt koma sér úr jafnvægi.Með frumritin að Frozen og Disney-princess.„Ég tek allt á hörkunni, þrjóskunni og slatta af kæruleysi. Ég hef þurft að berjast fyrir öllu mínu alla tíð en ég flutti að heiman aðeins fimmtán ára gömul til Reykjavíkur og hef þurft að sjá mikið fyrir mér sjálf síðan.“Tilviljun réði för Theodóra er alin upp í akademísku umhverfi og fyrir tilstuðlan foreldra sinna, sem eru tannlæknir og hjúkrunarfræðingur, sá hún fyrir sér að verða dýralæknir eða sjúkraþjálfi. Það átti þó ekki eftir að verða hennar braut og var það hálfgerð tilviljun að hún fór þann veg sem hún fetar í dag. „Það vildi svo skringilega til að sumarið þegar ég var 17 ára vantaði mig vinnu og ég keyrði á gömlu Toyota-druslunni minni niður Laugaveginn til að athuga hvort það væri ekki einhver skemmtilegur staður sem ég gæti sótt um vinnu á. Þegar ég beygði inn á Laugaveginn sá ég hárgreiðslustofuna Toni&Guy og hugsaði með mér að það væri flott að byrja bara efst og fara svo niður með Laugaveginum til að auka líkurnar á vinnu. Ég lagði fyrir utan og labbaði inn, sótti um nemastarf og var beðin um að mæta daginn eftir í prufu sem ég og gerði. Þannig var það. Ég í raun fann það ekki fyrr en að ári liðnu hvað þetta lá vel fyrir mér en ég var mjög óhefluð og að vera nemi í svo ströngu umhverfi, eins og Toni&Guy var, var mikil áskorun,“ segir hún. Tveimur árum síðar skráði Theodóra sig í Iðnskólann og það var augljóst að hún var komin á rétta braut. „Eftir að hafa unnið þarna í tvö ár gekk mér svo vel að ég fann þá fyrir alvöru hvað þetta átti vel við mig. Ég tók þátt í öllum samkeppnum sem voru í boði og vann oftar en ekki gullpening fyrir.“Ég og Óliver Jack sonur minn.Listsköpunin liggur víða Theodóra er með eindæmum hæfileikarík og hefur mikla þörf fyrir að skapa og búa til. Til þess að uppfylla þessa þörf skráði hún sig á hönnunarbraut Iðnskólans í Hafnarfirði þar sem hún tók nokkra hönnunarkúrsa. „Ég hef gríðarlega mikla þörf fyrir að skapa og hef mikla útrásarþörf. Ef mér dettur eitthvað sniðugt í hug þá titra ég öll og verð að koma því í verk á stundinni eða niður á blað, annars get ég ekki sofið. Ég hef alltaf litið á hárið sem efni. Rétt eins og við, stál, garn og fleira og fannst ég mjög heft að fá að vinna bara með eitt efni. Það erfiðasta við þetta efni, hárið, er að það er fast við persónu með skoðanir, en ég vil helst fá að ráða hvað ég geri og prufa mig áfram án þess að þurfa að díla sérstaklega við persónuna. Þrátt fyrir það, þá þykir mér mjög vænt um kúnnana mína og fæ mjög mikið út úr því að vinna á Rauðhettu & úlfinum einu sinni í viku sem ég geri enn.“ Teikningarnar mínar Fagur fiskur í sjó.En Theodóra lét ekki staðar numið eftir að hafa lokið kúrsum í Iðnskólanum heldur sótti hún um nám í vöruhönnun í Listaháskóla Íslands. „Ég tók allt draslið sem ég hafði búið til og setti í möppu og skil enn þann dag í dag ekki hvernig þeim datt í hug að hleypa mér inn í skólann. Það eru einungis níu manns sem komast inn ár hvert svo þeir hafa greinilega séð eitthvað í mér,“ segir hún og hlær. „Í Listaháskólanum lærði ég að hugsa upp á nýtt, ég lærði gagnrýna hugsun sem mér þykir svo nauðsynleg og ég lærði að standa með sjálfri mér og því sem ég geri.“Disney-ævintýrið Á öðru ári í Listaháskólanum varð Theodóra ólétt að sínu fyrsta barni, Ólíver Jack, með eiginmanni sínum, Emil Örvari Jónssyni lögfræðinema. Þar sem okkar kona býr yfir ótrúlegri framtakssemi og orku þá sat hún ekki auðum höndum í barneignarleyfinu heldur gaf hún út sína fyrstu bók, Hárið. Sú bók varð metsölubók og seldist í tólf þúsund eintökum sama ár. „Hugmyndin að Hárinu, minni fyrstu hárbók, var í raun ekkert ný af nálinni. Hárbækur og fléttubækur hafa verið gerðar og gefnar út í marga áratugi, en eftir að hafa skoðað markaðinn vel þá sá ég að það var glufa því það var ekki til hárbók á skandinavískum markaði með einföldum og fallegum hversdagsgreiðslum. Flest allt sem ég skoðaði var flókið og of „gert“ – það er eitthvað sem þú sérð meira gert á hárgreiðslustofum en heima hjá þér. Ég vildi gefa öllum konum tækifæri á að læra á hárið sitt og læra að greiða sér sjálfar á einfaldan og skemmtilegan máta.“ Ári síðar kom út önnur bók Theodóru sem nefndist Lokkar og nú í ár komu út bækurnar Disney Frozen Hairstyles sem og Disney Princess Hairstyles í samvinnu við Eddu útgáfu en þær hafa svo sannarlega slegið í gegn hérna heima sem og í Bandaríkjunum. „Bókin Disney Princess Hairstyles kemur einungis út í Ameríku, hún er nýkomin út og er nú þegar búin að seljast í mörgum tugum þúsunda eintaka í forsölu!! Ég var einnig að frétta í gær að hún er bók nr. 1 á lista Amazon yfir „Amazon Hot New Releases“ sem er fáránlega magnað,“ segir hún og bætir við að fimmta bókin, Frozen 2, sé í burðarliðunum en þá bók gerir hún með hinni hæfileikaríku Sögu Sig ljósmyndara. „Ég er auðvitað brjálæðislega þakklát öllum þeim sem komu að gerð bókanna, en ég gerði þetta sko ekki ein! Edda USA er 100% á bak við bækurnar, þau taka alla áhættuna og hafa óbilandi trú á mér og því sem mér dettur í hug, sem er ómetanlegt. Bestu hlutirnir gerast í góðu þverfaglegu umhverfi.“Theodóra planar lífið út frá tilfinningum.mynd/saga sigÞannig kýs ég að lifa Theodóra er yfirleitt með þúsund og einn hlut í ofninum eins og hún segir sjálf frá en er samt alveg ótrúlega jarðbundin við nánari kynni þrátt fyrir að vera hugmyndaríkur sveimhugi. „Ég er mjög slök á plönum og vil helst ekki plana mig langt fram í tímann, ég ræðst mjög mikið af tilfinningum og ef tilfinning mín er ekki rétt gagnvart einhverju sleppi ég því eða fer aðra braut. Þannig kýs ég að lifa.“ Allt þetta skýrir það kannski hvers vegna Theodóra getur sinnt því að vera fjölskyldumanneskja, skrifað bækur, sinnt hárgreiðslustörfum, „freelancað“ í myndatökum ýmiskonar, skrifað frábærar færslur á Trendnet og núna, nýjasta nýtt, teiknað ótrúlega fallegar fiskamyndir sem hún kallar Fagur fiskur í sjó. „Ég pæli mikið í ferðamannabransanum og hvaða táknmynd við Íslendingar notum til að kynna land okkar og þjóð. Íslenska sauðkindin hefur verið vinsæl táknmynd ásamt lundanum og eldgosinu, en íslenski fiskurinn sem er jafnframt ein helsta útflutningsvara okkar, hefur lítið verið notaður í fagurfræðilegum tilgangi. Afurðir fisksins, roðið og beinin, hafa verið notuð en fiskurinn sem slíkur hefur lítið verið notaður. Síðustu mánuði hef ég sökkt mér ofan í fiskibækur og lesið mér mikið til um alls kyns fiska á netinu og komist að því að fiskar eru ótrúlega falleg dýr. Litadýrðin og symmetrían í þeim er áberandi og skemmtileg og heillast ég mjög mikið af því. Mér fannst því tilvalið að teikna upp nokkra af uppáhaldsfiskunum mínum við Íslandsstrendur með þessum hætti,“ segir hún og bætir við að hún hafi alltaf verið mikill teiknari sem aðallega vann með penna eða blýant en núna sé hún búin að færa sig yfir í tölvuteikningu sem hafi blundað lengi í henni. „Ég er svo rosalega geómetrísk og hef ekki þolinmæði fyrir því að nota reglustiku í teikningunum mínum. Tölvuteikningarnar verða miklu hreinni og skýrari og svo er svo auðvelt að skipta um liti og form án þess að þurfa að teikna allt upp á nýtt.“ Vegir Theodóru eru litríkir og fallegir og virðist allt verða að ævintýri sem hún kemur nálægt. Það verður því fróðlegt að sjá hvað liggur fyrir henni í nánustu framtíð en eitt er víst að okkar manneskja leggur ávallt hug og hjarta í þau verkefni sem hún tekur sér fyrir hendur. Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Hún er uppalin í Eyjafjarðarsveit, gekk í sveitaskóla alla sína grunnskólagöngu og er miðjubarn í fimm systkina hópi sem öll eru fædd á einungis átta árum. Hún æfði á fiðlu, píanó, var yfirmáta forvitin og fyrirferðarmikið barn að eigin sögn. „Við erum fimm systkinin, en þar stend ég í miðjunni, það eru einungis átta ár á milli elsta og yngsta systkinis míns svo það var þröng á þingi og mikið fjör í kring um mig á uppeldisárunum. Ég hef svolítið haldið í fjörið og ég passa mig alltaf að vera ekki verkefnalaus. Hvort sem það kemur frá uppeldinu eða einfaldlega frá persónuleika mínum veit ég ekki, gæti verið hvort tveggja,“ segir hárgreiðslukonan, vöruhönnuðurinn og metsölubókahöfundurinn Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack.Sterkari eftir ofbeldið Þegar Theodóra var unglingur lenti hún í aðstæðum sem breyttu sýn hennar á lífið um ókomna tíð. „Á unglingsárum lenti ég í kynferðislegu ofbeldi sem brenglaði algerlega sýn mína á lífið og ég átti mjög erfitt á þessum tíma.“ Með þungan bagga á bakinu leitaði okkar kona sér hjálpar hjá góðu fólki. „Um tvítugt fór ég til Stígamóta og á ég þeim svo mikið að þakka. Þær hjálpuðu mér að ná áttum og koma lífi mínu aftur á rétta braut. Þær kenndu mér að skoða sjálfa mig og að lifa ekki sem fórnarlamb heldur sem baráttukona sem ég hef reynt að gera síðan. Það er mjög skrítið að segja það, en vegna ofbeldisins hef ég orðið sterkari manneskja og kann betur á sjálfa mig. Ég hef ávallt neitað að lifa sem fórnarlamb, en ég held að það sé ein hættulegasta braut sem hægt er að feta í lífinu, fórnarlambsbrautin. Ég tek allt sem ég hef lent í, komið mér í, farið og gert sem mikilvægan part í því að þroskast sem persóna og tek allt það neikvæða í kringum mig og reyni að horfa á það jákvætt. Stundum er það erfitt, en á endanum tekst það þó,“ segir þessi hugrakka og duglega kona sem lætur fátt koma sér úr jafnvægi.Með frumritin að Frozen og Disney-princess.„Ég tek allt á hörkunni, þrjóskunni og slatta af kæruleysi. Ég hef þurft að berjast fyrir öllu mínu alla tíð en ég flutti að heiman aðeins fimmtán ára gömul til Reykjavíkur og hef þurft að sjá mikið fyrir mér sjálf síðan.“Tilviljun réði för Theodóra er alin upp í akademísku umhverfi og fyrir tilstuðlan foreldra sinna, sem eru tannlæknir og hjúkrunarfræðingur, sá hún fyrir sér að verða dýralæknir eða sjúkraþjálfi. Það átti þó ekki eftir að verða hennar braut og var það hálfgerð tilviljun að hún fór þann veg sem hún fetar í dag. „Það vildi svo skringilega til að sumarið þegar ég var 17 ára vantaði mig vinnu og ég keyrði á gömlu Toyota-druslunni minni niður Laugaveginn til að athuga hvort það væri ekki einhver skemmtilegur staður sem ég gæti sótt um vinnu á. Þegar ég beygði inn á Laugaveginn sá ég hárgreiðslustofuna Toni&Guy og hugsaði með mér að það væri flott að byrja bara efst og fara svo niður með Laugaveginum til að auka líkurnar á vinnu. Ég lagði fyrir utan og labbaði inn, sótti um nemastarf og var beðin um að mæta daginn eftir í prufu sem ég og gerði. Þannig var það. Ég í raun fann það ekki fyrr en að ári liðnu hvað þetta lá vel fyrir mér en ég var mjög óhefluð og að vera nemi í svo ströngu umhverfi, eins og Toni&Guy var, var mikil áskorun,“ segir hún. Tveimur árum síðar skráði Theodóra sig í Iðnskólann og það var augljóst að hún var komin á rétta braut. „Eftir að hafa unnið þarna í tvö ár gekk mér svo vel að ég fann þá fyrir alvöru hvað þetta átti vel við mig. Ég tók þátt í öllum samkeppnum sem voru í boði og vann oftar en ekki gullpening fyrir.“Ég og Óliver Jack sonur minn.Listsköpunin liggur víða Theodóra er með eindæmum hæfileikarík og hefur mikla þörf fyrir að skapa og búa til. Til þess að uppfylla þessa þörf skráði hún sig á hönnunarbraut Iðnskólans í Hafnarfirði þar sem hún tók nokkra hönnunarkúrsa. „Ég hef gríðarlega mikla þörf fyrir að skapa og hef mikla útrásarþörf. Ef mér dettur eitthvað sniðugt í hug þá titra ég öll og verð að koma því í verk á stundinni eða niður á blað, annars get ég ekki sofið. Ég hef alltaf litið á hárið sem efni. Rétt eins og við, stál, garn og fleira og fannst ég mjög heft að fá að vinna bara með eitt efni. Það erfiðasta við þetta efni, hárið, er að það er fast við persónu með skoðanir, en ég vil helst fá að ráða hvað ég geri og prufa mig áfram án þess að þurfa að díla sérstaklega við persónuna. Þrátt fyrir það, þá þykir mér mjög vænt um kúnnana mína og fæ mjög mikið út úr því að vinna á Rauðhettu & úlfinum einu sinni í viku sem ég geri enn.“ Teikningarnar mínar Fagur fiskur í sjó.En Theodóra lét ekki staðar numið eftir að hafa lokið kúrsum í Iðnskólanum heldur sótti hún um nám í vöruhönnun í Listaháskóla Íslands. „Ég tók allt draslið sem ég hafði búið til og setti í möppu og skil enn þann dag í dag ekki hvernig þeim datt í hug að hleypa mér inn í skólann. Það eru einungis níu manns sem komast inn ár hvert svo þeir hafa greinilega séð eitthvað í mér,“ segir hún og hlær. „Í Listaháskólanum lærði ég að hugsa upp á nýtt, ég lærði gagnrýna hugsun sem mér þykir svo nauðsynleg og ég lærði að standa með sjálfri mér og því sem ég geri.“Disney-ævintýrið Á öðru ári í Listaháskólanum varð Theodóra ólétt að sínu fyrsta barni, Ólíver Jack, með eiginmanni sínum, Emil Örvari Jónssyni lögfræðinema. Þar sem okkar kona býr yfir ótrúlegri framtakssemi og orku þá sat hún ekki auðum höndum í barneignarleyfinu heldur gaf hún út sína fyrstu bók, Hárið. Sú bók varð metsölubók og seldist í tólf þúsund eintökum sama ár. „Hugmyndin að Hárinu, minni fyrstu hárbók, var í raun ekkert ný af nálinni. Hárbækur og fléttubækur hafa verið gerðar og gefnar út í marga áratugi, en eftir að hafa skoðað markaðinn vel þá sá ég að það var glufa því það var ekki til hárbók á skandinavískum markaði með einföldum og fallegum hversdagsgreiðslum. Flest allt sem ég skoðaði var flókið og of „gert“ – það er eitthvað sem þú sérð meira gert á hárgreiðslustofum en heima hjá þér. Ég vildi gefa öllum konum tækifæri á að læra á hárið sitt og læra að greiða sér sjálfar á einfaldan og skemmtilegan máta.“ Ári síðar kom út önnur bók Theodóru sem nefndist Lokkar og nú í ár komu út bækurnar Disney Frozen Hairstyles sem og Disney Princess Hairstyles í samvinnu við Eddu útgáfu en þær hafa svo sannarlega slegið í gegn hérna heima sem og í Bandaríkjunum. „Bókin Disney Princess Hairstyles kemur einungis út í Ameríku, hún er nýkomin út og er nú þegar búin að seljast í mörgum tugum þúsunda eintaka í forsölu!! Ég var einnig að frétta í gær að hún er bók nr. 1 á lista Amazon yfir „Amazon Hot New Releases“ sem er fáránlega magnað,“ segir hún og bætir við að fimmta bókin, Frozen 2, sé í burðarliðunum en þá bók gerir hún með hinni hæfileikaríku Sögu Sig ljósmyndara. „Ég er auðvitað brjálæðislega þakklát öllum þeim sem komu að gerð bókanna, en ég gerði þetta sko ekki ein! Edda USA er 100% á bak við bækurnar, þau taka alla áhættuna og hafa óbilandi trú á mér og því sem mér dettur í hug, sem er ómetanlegt. Bestu hlutirnir gerast í góðu þverfaglegu umhverfi.“Theodóra planar lífið út frá tilfinningum.mynd/saga sigÞannig kýs ég að lifa Theodóra er yfirleitt með þúsund og einn hlut í ofninum eins og hún segir sjálf frá en er samt alveg ótrúlega jarðbundin við nánari kynni þrátt fyrir að vera hugmyndaríkur sveimhugi. „Ég er mjög slök á plönum og vil helst ekki plana mig langt fram í tímann, ég ræðst mjög mikið af tilfinningum og ef tilfinning mín er ekki rétt gagnvart einhverju sleppi ég því eða fer aðra braut. Þannig kýs ég að lifa.“ Allt þetta skýrir það kannski hvers vegna Theodóra getur sinnt því að vera fjölskyldumanneskja, skrifað bækur, sinnt hárgreiðslustörfum, „freelancað“ í myndatökum ýmiskonar, skrifað frábærar færslur á Trendnet og núna, nýjasta nýtt, teiknað ótrúlega fallegar fiskamyndir sem hún kallar Fagur fiskur í sjó. „Ég pæli mikið í ferðamannabransanum og hvaða táknmynd við Íslendingar notum til að kynna land okkar og þjóð. Íslenska sauðkindin hefur verið vinsæl táknmynd ásamt lundanum og eldgosinu, en íslenski fiskurinn sem er jafnframt ein helsta útflutningsvara okkar, hefur lítið verið notaður í fagurfræðilegum tilgangi. Afurðir fisksins, roðið og beinin, hafa verið notuð en fiskurinn sem slíkur hefur lítið verið notaður. Síðustu mánuði hef ég sökkt mér ofan í fiskibækur og lesið mér mikið til um alls kyns fiska á netinu og komist að því að fiskar eru ótrúlega falleg dýr. Litadýrðin og symmetrían í þeim er áberandi og skemmtileg og heillast ég mjög mikið af því. Mér fannst því tilvalið að teikna upp nokkra af uppáhaldsfiskunum mínum við Íslandsstrendur með þessum hætti,“ segir hún og bætir við að hún hafi alltaf verið mikill teiknari sem aðallega vann með penna eða blýant en núna sé hún búin að færa sig yfir í tölvuteikningu sem hafi blundað lengi í henni. „Ég er svo rosalega geómetrísk og hef ekki þolinmæði fyrir því að nota reglustiku í teikningunum mínum. Tölvuteikningarnar verða miklu hreinni og skýrari og svo er svo auðvelt að skipta um liti og form án þess að þurfa að teikna allt upp á nýtt.“ Vegir Theodóru eru litríkir og fallegir og virðist allt verða að ævintýri sem hún kemur nálægt. Það verður því fróðlegt að sjá hvað liggur fyrir henni í nánustu framtíð en eitt er víst að okkar manneskja leggur ávallt hug og hjarta í þau verkefni sem hún tekur sér fyrir hendur.
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira