Innlent

Mehdi látinn laus í dag - á yfir höfði sér 4 ára fangelsi

Lóa Pind Aldísardóttir. skrifar
Mikill viðbúnaður var vegna tilraunar Medhis til þess að kveikja í sér.
Mikill viðbúnaður var vegna tilraunar Medhis til þess að kveikja í sér.
Íranski hælisleitandinn sem reyndi að kveikja í sér gæti átt yfir höfði sér allt að fjögurra ára fangelsi. Honum verður sleppt úr gæsluvarðhaldi í dag.

Tvær vikur eru síðan Mehdi Kavyan Pour reyndi að kveikja í sér í húsi Rauða Krossins við Efstaleiti en eftir atvikið var hann úrskurðaður í tveggja vikna öryggisvistun á sjúkrahúsi sem rennur út í dag klukkan fjögur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ekki talin þörf á að vista hann lengur á sjúkrahúsi og verður ekki farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald.

Málið er enn í rannsókn en að henni lokinni verður það sent ríkissaksóknara sem tekur ákvörðun um hvort ástæða er til að ákæra Mehdi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ekki ólíklegt að meint brot hans geti varðað við þá grein hegningarlaga sem lýtur að þeim sem á ófyrirleitinn hátt stofnar lífi eða heilsu annarra í augljósan háska. Viðurlögin eru allt að fjögurra ára fangelsi.

Mehdi hefur í sjö ár barist fyrir pólitísku hæli og dvalarleyfi á Íslandi en mikill dráttur hefur verið á máli hans. Forstjóri Útlendingastofnunar viðurkenndi í fjölmiðlum að mál hans hefði dregist í of langan tíma.

Mehdi, sem er frá Íran, hafði þann starfa í heimalandinu að hlera síma. Þegar trúnaðarupplýsingar hurfu af skrifstofu hans og tveir samstarfsmenn létust flúði hann land en kona hans og dóttir urðu eftir í Teheran.


Tengdar fréttir

Hvetur Ögmund til þess að stöðva kerfisbundið útlendingahatur

„Ég skora á Ögmund Jónasson [innanríkisráðherra. innskt. blm.] að láta ekki kyrrt liggja og skera upp herör gegn kerfisbundnu útlendingahatri íslenska ríkisins,“ segir Haukur Már Helgason, heimspekingur, rithöfundur og ötull baráttumaður fyrir réttindum hælisleitanda og flóttamanna hér á landi.

Vill hverfa frá strangri lagahyggju varðandi hælisleitendur

„Við ætlum að hverfa frá þessar ströngu lagahyggju og ströngu vinnumarkaðstengingum og opna faðminn á grundvelli mannúðar og félagslegra sjónarmiða,“ sagði Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra í viðtali í Kastljósi í kvöld um málefni hælisleitanda. Það var Íraninn Medhi Pour sem vakti athygli á bágri stöðu hælisleitanda þegar hann fór inn í höfuðstöðvar Rauða krossins í Efstaleiti og hótaði að kveikja í sér sjálfum.

Ögmundur um Medhi-málið: Þetta er mjög dapurlegt

"Maðurinn fær þá aðhlynningu og aðstoð sem hann þarfnast, það er það sem mestu máli skiptir,“ sagði Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, um málefni íranska flóttamannsins Medhi Pour, sem hellti yfir sig bensíni á skrifstofum Rauða krossins í morgun, og hótaði að kveikja í sér sjálfum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×