Meint ólögmæti verðtryggingar næði aðeins til neytendalána Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. febrúar 2013 19:30 Verðtryggingin hefur verið eitt heitasta deilumálið á Íslandi lengi. Mest eftir hrun enda hefur verðbólgan étið upp eignamyndun og stór hluti þjóðarinnar er með neikvæða eiginfjárstöðu. Dr. María Elvira Mendez-Pinedo er prófessor í Evrópurétti við lagadeild Háskóla Íslands. Hún vinnur að rannsókn um lögmæti verðtryggingar í vaxtalögum. Meðal annars beindi hún fyrirspurn til framkvæmdastjórnar ESB um hvort verðtryggingarákvæði í 13. gr. laga um vexti og verðtryggingu samrýmdust tilskipunum ESB. Elvira hefur haldið því fram um nokkra hríð að verðtryggingin gangi í berhögg við tilskipun ESB um neytendalán. Svar sérfræðings framkvæmdastjórnarinnar samræmist því hennar túlkun á tilskipuninni. Frá svarinu er greint í Morgunblaðinu í dag en þar kemur fram að það sé mat sérfræðings framkvæmdastjórnar ESB að ólöglegt sé að veita verðtryggð lán án þess að taka tillit til verðbólgu í árlegri hlutfallstölu kostnaðar og heildarlántökukostnaðar. Málið snýst um tilskipun 2008/48 um neytendalán. Ísland hefur aðeins að hluta til innleitt þessa tilskipun með íslenskum lögum um neytendalán. Tilskipun gildir aðeins um þessi lán, eins og yfirdráttarlán og ýmis smærri lán, t.d bílalán. Spurningin er þessi: Verður hægt að byggja á efni þessarar tilskipunar fyrir íslenskum dómstólum í máli sem höfðað verður um lögmæti verðtryggingar? Stutta svarið við spurningunni er, já. Ísland sem EES-ríki þarf að innleiða tilskipanir í landsrétt en hefur til þess ákveðið svigrúm. Markmið og meginefni verður viðkomandi tilskipunar verður að lögfesta í samræmi við skuldbindingar Íslands samkvæmt EES-samningnum. Dómstólar hafa þegar staðfest í frægu máli Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur að íslenska ríkið getur orðið bótaskylt ef einstaklingar verða fyrir tjóni ef efni tilskipunar hefur ekki verið innleitt réttilega í landsrétt og tjónið er afleiðing af þessum mistökum. Eftir atvikum gætu íslenskir dómstólar leitað ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins í máli vegna tilskipunar um neytendalán. Áslaug Árnadóttir lögmaður segir að tilskipunin gæti náð til bílalána og hægt væri að byggja á henni í máli um verðtryggingu slíkra lána. Áslaug er með framhaldsmenntun á sviði Evrópuréttar og var starfandi ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu. „Þessi tilskipun á í rauninni ekki við um fasteignaveðlán. Gildissvið hennar afmarkast við neytendalán. Það eru lán innan ákveðinna fjárhæðarmarka, 200-75.000 evrur. Það kemur skýrt fram að hún á ekki við um fasteignaveðlán," segir Áslaug.Þannig að það væri ekki hægt að byggja á henni hjá skuldara sem væri með íbúðaveðlán og væri að reyna að hnekkja verðtryggðu íbúðaláni? „Nei. Ekki þessari tilskipun. Ekki tilskipuninni um neytendalán. Það er á þessari stundu ekki til tilskipun sem tekur til fasteignaveðlána í Evrópurétti. Það eru drög að slíkri tilskipun sem hafa verið lögð fram en hún hefur ekki verið afgreidd." Í þessu skiptir líka máli að umrædd tilskipun er frá árinu 2008. Þannig væri ekki hægt að byggja á henni nema í lánasamningum gerðum eftir þann tíma. Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Verðtryggingin hefur verið eitt heitasta deilumálið á Íslandi lengi. Mest eftir hrun enda hefur verðbólgan étið upp eignamyndun og stór hluti þjóðarinnar er með neikvæða eiginfjárstöðu. Dr. María Elvira Mendez-Pinedo er prófessor í Evrópurétti við lagadeild Háskóla Íslands. Hún vinnur að rannsókn um lögmæti verðtryggingar í vaxtalögum. Meðal annars beindi hún fyrirspurn til framkvæmdastjórnar ESB um hvort verðtryggingarákvæði í 13. gr. laga um vexti og verðtryggingu samrýmdust tilskipunum ESB. Elvira hefur haldið því fram um nokkra hríð að verðtryggingin gangi í berhögg við tilskipun ESB um neytendalán. Svar sérfræðings framkvæmdastjórnarinnar samræmist því hennar túlkun á tilskipuninni. Frá svarinu er greint í Morgunblaðinu í dag en þar kemur fram að það sé mat sérfræðings framkvæmdastjórnar ESB að ólöglegt sé að veita verðtryggð lán án þess að taka tillit til verðbólgu í árlegri hlutfallstölu kostnaðar og heildarlántökukostnaðar. Málið snýst um tilskipun 2008/48 um neytendalán. Ísland hefur aðeins að hluta til innleitt þessa tilskipun með íslenskum lögum um neytendalán. Tilskipun gildir aðeins um þessi lán, eins og yfirdráttarlán og ýmis smærri lán, t.d bílalán. Spurningin er þessi: Verður hægt að byggja á efni þessarar tilskipunar fyrir íslenskum dómstólum í máli sem höfðað verður um lögmæti verðtryggingar? Stutta svarið við spurningunni er, já. Ísland sem EES-ríki þarf að innleiða tilskipanir í landsrétt en hefur til þess ákveðið svigrúm. Markmið og meginefni verður viðkomandi tilskipunar verður að lögfesta í samræmi við skuldbindingar Íslands samkvæmt EES-samningnum. Dómstólar hafa þegar staðfest í frægu máli Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur að íslenska ríkið getur orðið bótaskylt ef einstaklingar verða fyrir tjóni ef efni tilskipunar hefur ekki verið innleitt réttilega í landsrétt og tjónið er afleiðing af þessum mistökum. Eftir atvikum gætu íslenskir dómstólar leitað ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins í máli vegna tilskipunar um neytendalán. Áslaug Árnadóttir lögmaður segir að tilskipunin gæti náð til bílalána og hægt væri að byggja á henni í máli um verðtryggingu slíkra lána. Áslaug er með framhaldsmenntun á sviði Evrópuréttar og var starfandi ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu. „Þessi tilskipun á í rauninni ekki við um fasteignaveðlán. Gildissvið hennar afmarkast við neytendalán. Það eru lán innan ákveðinna fjárhæðarmarka, 200-75.000 evrur. Það kemur skýrt fram að hún á ekki við um fasteignaveðlán," segir Áslaug.Þannig að það væri ekki hægt að byggja á henni hjá skuldara sem væri með íbúðaveðlán og væri að reyna að hnekkja verðtryggðu íbúðaláni? „Nei. Ekki þessari tilskipun. Ekki tilskipuninni um neytendalán. Það er á þessari stundu ekki til tilskipun sem tekur til fasteignaveðlána í Evrópurétti. Það eru drög að slíkri tilskipun sem hafa verið lögð fram en hún hefur ekki verið afgreidd." Í þessu skiptir líka máli að umrædd tilskipun er frá árinu 2008. Þannig væri ekki hægt að byggja á henni nema í lánasamningum gerðum eftir þann tíma.
Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira