Meint ólögmæti verðtryggingar næði aðeins til neytendalána Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. febrúar 2013 19:30 Verðtryggingin hefur verið eitt heitasta deilumálið á Íslandi lengi. Mest eftir hrun enda hefur verðbólgan étið upp eignamyndun og stór hluti þjóðarinnar er með neikvæða eiginfjárstöðu. Dr. María Elvira Mendez-Pinedo er prófessor í Evrópurétti við lagadeild Háskóla Íslands. Hún vinnur að rannsókn um lögmæti verðtryggingar í vaxtalögum. Meðal annars beindi hún fyrirspurn til framkvæmdastjórnar ESB um hvort verðtryggingarákvæði í 13. gr. laga um vexti og verðtryggingu samrýmdust tilskipunum ESB. Elvira hefur haldið því fram um nokkra hríð að verðtryggingin gangi í berhögg við tilskipun ESB um neytendalán. Svar sérfræðings framkvæmdastjórnarinnar samræmist því hennar túlkun á tilskipuninni. Frá svarinu er greint í Morgunblaðinu í dag en þar kemur fram að það sé mat sérfræðings framkvæmdastjórnar ESB að ólöglegt sé að veita verðtryggð lán án þess að taka tillit til verðbólgu í árlegri hlutfallstölu kostnaðar og heildarlántökukostnaðar. Málið snýst um tilskipun 2008/48 um neytendalán. Ísland hefur aðeins að hluta til innleitt þessa tilskipun með íslenskum lögum um neytendalán. Tilskipun gildir aðeins um þessi lán, eins og yfirdráttarlán og ýmis smærri lán, t.d bílalán. Spurningin er þessi: Verður hægt að byggja á efni þessarar tilskipunar fyrir íslenskum dómstólum í máli sem höfðað verður um lögmæti verðtryggingar? Stutta svarið við spurningunni er, já. Ísland sem EES-ríki þarf að innleiða tilskipanir í landsrétt en hefur til þess ákveðið svigrúm. Markmið og meginefni verður viðkomandi tilskipunar verður að lögfesta í samræmi við skuldbindingar Íslands samkvæmt EES-samningnum. Dómstólar hafa þegar staðfest í frægu máli Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur að íslenska ríkið getur orðið bótaskylt ef einstaklingar verða fyrir tjóni ef efni tilskipunar hefur ekki verið innleitt réttilega í landsrétt og tjónið er afleiðing af þessum mistökum. Eftir atvikum gætu íslenskir dómstólar leitað ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins í máli vegna tilskipunar um neytendalán. Áslaug Árnadóttir lögmaður segir að tilskipunin gæti náð til bílalána og hægt væri að byggja á henni í máli um verðtryggingu slíkra lána. Áslaug er með framhaldsmenntun á sviði Evrópuréttar og var starfandi ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu. „Þessi tilskipun á í rauninni ekki við um fasteignaveðlán. Gildissvið hennar afmarkast við neytendalán. Það eru lán innan ákveðinna fjárhæðarmarka, 200-75.000 evrur. Það kemur skýrt fram að hún á ekki við um fasteignaveðlán," segir Áslaug.Þannig að það væri ekki hægt að byggja á henni hjá skuldara sem væri með íbúðaveðlán og væri að reyna að hnekkja verðtryggðu íbúðaláni? „Nei. Ekki þessari tilskipun. Ekki tilskipuninni um neytendalán. Það er á þessari stundu ekki til tilskipun sem tekur til fasteignaveðlána í Evrópurétti. Það eru drög að slíkri tilskipun sem hafa verið lögð fram en hún hefur ekki verið afgreidd." Í þessu skiptir líka máli að umrædd tilskipun er frá árinu 2008. Þannig væri ekki hægt að byggja á henni nema í lánasamningum gerðum eftir þann tíma. Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Verðtryggingin hefur verið eitt heitasta deilumálið á Íslandi lengi. Mest eftir hrun enda hefur verðbólgan étið upp eignamyndun og stór hluti þjóðarinnar er með neikvæða eiginfjárstöðu. Dr. María Elvira Mendez-Pinedo er prófessor í Evrópurétti við lagadeild Háskóla Íslands. Hún vinnur að rannsókn um lögmæti verðtryggingar í vaxtalögum. Meðal annars beindi hún fyrirspurn til framkvæmdastjórnar ESB um hvort verðtryggingarákvæði í 13. gr. laga um vexti og verðtryggingu samrýmdust tilskipunum ESB. Elvira hefur haldið því fram um nokkra hríð að verðtryggingin gangi í berhögg við tilskipun ESB um neytendalán. Svar sérfræðings framkvæmdastjórnarinnar samræmist því hennar túlkun á tilskipuninni. Frá svarinu er greint í Morgunblaðinu í dag en þar kemur fram að það sé mat sérfræðings framkvæmdastjórnar ESB að ólöglegt sé að veita verðtryggð lán án þess að taka tillit til verðbólgu í árlegri hlutfallstölu kostnaðar og heildarlántökukostnaðar. Málið snýst um tilskipun 2008/48 um neytendalán. Ísland hefur aðeins að hluta til innleitt þessa tilskipun með íslenskum lögum um neytendalán. Tilskipun gildir aðeins um þessi lán, eins og yfirdráttarlán og ýmis smærri lán, t.d bílalán. Spurningin er þessi: Verður hægt að byggja á efni þessarar tilskipunar fyrir íslenskum dómstólum í máli sem höfðað verður um lögmæti verðtryggingar? Stutta svarið við spurningunni er, já. Ísland sem EES-ríki þarf að innleiða tilskipanir í landsrétt en hefur til þess ákveðið svigrúm. Markmið og meginefni verður viðkomandi tilskipunar verður að lögfesta í samræmi við skuldbindingar Íslands samkvæmt EES-samningnum. Dómstólar hafa þegar staðfest í frægu máli Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur að íslenska ríkið getur orðið bótaskylt ef einstaklingar verða fyrir tjóni ef efni tilskipunar hefur ekki verið innleitt réttilega í landsrétt og tjónið er afleiðing af þessum mistökum. Eftir atvikum gætu íslenskir dómstólar leitað ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins í máli vegna tilskipunar um neytendalán. Áslaug Árnadóttir lögmaður segir að tilskipunin gæti náð til bílalána og hægt væri að byggja á henni í máli um verðtryggingu slíkra lána. Áslaug er með framhaldsmenntun á sviði Evrópuréttar og var starfandi ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu. „Þessi tilskipun á í rauninni ekki við um fasteignaveðlán. Gildissvið hennar afmarkast við neytendalán. Það eru lán innan ákveðinna fjárhæðarmarka, 200-75.000 evrur. Það kemur skýrt fram að hún á ekki við um fasteignaveðlán," segir Áslaug.Þannig að það væri ekki hægt að byggja á henni hjá skuldara sem væri með íbúðaveðlán og væri að reyna að hnekkja verðtryggðu íbúðaláni? „Nei. Ekki þessari tilskipun. Ekki tilskipuninni um neytendalán. Það er á þessari stundu ekki til tilskipun sem tekur til fasteignaveðlána í Evrópurétti. Það eru drög að slíkri tilskipun sem hafa verið lögð fram en hún hefur ekki verið afgreidd." Í þessu skiptir líka máli að umrædd tilskipun er frá árinu 2008. Þannig væri ekki hægt að byggja á henni nema í lánasamningum gerðum eftir þann tíma.
Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira