Meint ólögmæti verðtryggingar næði aðeins til neytendalána Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. febrúar 2013 19:30 Verðtryggingin hefur verið eitt heitasta deilumálið á Íslandi lengi. Mest eftir hrun enda hefur verðbólgan étið upp eignamyndun og stór hluti þjóðarinnar er með neikvæða eiginfjárstöðu. Dr. María Elvira Mendez-Pinedo er prófessor í Evrópurétti við lagadeild Háskóla Íslands. Hún vinnur að rannsókn um lögmæti verðtryggingar í vaxtalögum. Meðal annars beindi hún fyrirspurn til framkvæmdastjórnar ESB um hvort verðtryggingarákvæði í 13. gr. laga um vexti og verðtryggingu samrýmdust tilskipunum ESB. Elvira hefur haldið því fram um nokkra hríð að verðtryggingin gangi í berhögg við tilskipun ESB um neytendalán. Svar sérfræðings framkvæmdastjórnarinnar samræmist því hennar túlkun á tilskipuninni. Frá svarinu er greint í Morgunblaðinu í dag en þar kemur fram að það sé mat sérfræðings framkvæmdastjórnar ESB að ólöglegt sé að veita verðtryggð lán án þess að taka tillit til verðbólgu í árlegri hlutfallstölu kostnaðar og heildarlántökukostnaðar. Málið snýst um tilskipun 2008/48 um neytendalán. Ísland hefur aðeins að hluta til innleitt þessa tilskipun með íslenskum lögum um neytendalán. Tilskipun gildir aðeins um þessi lán, eins og yfirdráttarlán og ýmis smærri lán, t.d bílalán. Spurningin er þessi: Verður hægt að byggja á efni þessarar tilskipunar fyrir íslenskum dómstólum í máli sem höfðað verður um lögmæti verðtryggingar? Stutta svarið við spurningunni er, já. Ísland sem EES-ríki þarf að innleiða tilskipanir í landsrétt en hefur til þess ákveðið svigrúm. Markmið og meginefni verður viðkomandi tilskipunar verður að lögfesta í samræmi við skuldbindingar Íslands samkvæmt EES-samningnum. Dómstólar hafa þegar staðfest í frægu máli Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur að íslenska ríkið getur orðið bótaskylt ef einstaklingar verða fyrir tjóni ef efni tilskipunar hefur ekki verið innleitt réttilega í landsrétt og tjónið er afleiðing af þessum mistökum. Eftir atvikum gætu íslenskir dómstólar leitað ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins í máli vegna tilskipunar um neytendalán. Áslaug Árnadóttir lögmaður segir að tilskipunin gæti náð til bílalána og hægt væri að byggja á henni í máli um verðtryggingu slíkra lána. Áslaug er með framhaldsmenntun á sviði Evrópuréttar og var starfandi ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu. „Þessi tilskipun á í rauninni ekki við um fasteignaveðlán. Gildissvið hennar afmarkast við neytendalán. Það eru lán innan ákveðinna fjárhæðarmarka, 200-75.000 evrur. Það kemur skýrt fram að hún á ekki við um fasteignaveðlán," segir Áslaug.Þannig að það væri ekki hægt að byggja á henni hjá skuldara sem væri með íbúðaveðlán og væri að reyna að hnekkja verðtryggðu íbúðaláni? „Nei. Ekki þessari tilskipun. Ekki tilskipuninni um neytendalán. Það er á þessari stundu ekki til tilskipun sem tekur til fasteignaveðlána í Evrópurétti. Það eru drög að slíkri tilskipun sem hafa verið lögð fram en hún hefur ekki verið afgreidd." Í þessu skiptir líka máli að umrædd tilskipun er frá árinu 2008. Þannig væri ekki hægt að byggja á henni nema í lánasamningum gerðum eftir þann tíma. Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Verðtryggingin hefur verið eitt heitasta deilumálið á Íslandi lengi. Mest eftir hrun enda hefur verðbólgan étið upp eignamyndun og stór hluti þjóðarinnar er með neikvæða eiginfjárstöðu. Dr. María Elvira Mendez-Pinedo er prófessor í Evrópurétti við lagadeild Háskóla Íslands. Hún vinnur að rannsókn um lögmæti verðtryggingar í vaxtalögum. Meðal annars beindi hún fyrirspurn til framkvæmdastjórnar ESB um hvort verðtryggingarákvæði í 13. gr. laga um vexti og verðtryggingu samrýmdust tilskipunum ESB. Elvira hefur haldið því fram um nokkra hríð að verðtryggingin gangi í berhögg við tilskipun ESB um neytendalán. Svar sérfræðings framkvæmdastjórnarinnar samræmist því hennar túlkun á tilskipuninni. Frá svarinu er greint í Morgunblaðinu í dag en þar kemur fram að það sé mat sérfræðings framkvæmdastjórnar ESB að ólöglegt sé að veita verðtryggð lán án þess að taka tillit til verðbólgu í árlegri hlutfallstölu kostnaðar og heildarlántökukostnaðar. Málið snýst um tilskipun 2008/48 um neytendalán. Ísland hefur aðeins að hluta til innleitt þessa tilskipun með íslenskum lögum um neytendalán. Tilskipun gildir aðeins um þessi lán, eins og yfirdráttarlán og ýmis smærri lán, t.d bílalán. Spurningin er þessi: Verður hægt að byggja á efni þessarar tilskipunar fyrir íslenskum dómstólum í máli sem höfðað verður um lögmæti verðtryggingar? Stutta svarið við spurningunni er, já. Ísland sem EES-ríki þarf að innleiða tilskipanir í landsrétt en hefur til þess ákveðið svigrúm. Markmið og meginefni verður viðkomandi tilskipunar verður að lögfesta í samræmi við skuldbindingar Íslands samkvæmt EES-samningnum. Dómstólar hafa þegar staðfest í frægu máli Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur að íslenska ríkið getur orðið bótaskylt ef einstaklingar verða fyrir tjóni ef efni tilskipunar hefur ekki verið innleitt réttilega í landsrétt og tjónið er afleiðing af þessum mistökum. Eftir atvikum gætu íslenskir dómstólar leitað ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins í máli vegna tilskipunar um neytendalán. Áslaug Árnadóttir lögmaður segir að tilskipunin gæti náð til bílalána og hægt væri að byggja á henni í máli um verðtryggingu slíkra lána. Áslaug er með framhaldsmenntun á sviði Evrópuréttar og var starfandi ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu. „Þessi tilskipun á í rauninni ekki við um fasteignaveðlán. Gildissvið hennar afmarkast við neytendalán. Það eru lán innan ákveðinna fjárhæðarmarka, 200-75.000 evrur. Það kemur skýrt fram að hún á ekki við um fasteignaveðlán," segir Áslaug.Þannig að það væri ekki hægt að byggja á henni hjá skuldara sem væri með íbúðaveðlán og væri að reyna að hnekkja verðtryggðu íbúðaláni? „Nei. Ekki þessari tilskipun. Ekki tilskipuninni um neytendalán. Það er á þessari stundu ekki til tilskipun sem tekur til fasteignaveðlána í Evrópurétti. Það eru drög að slíkri tilskipun sem hafa verið lögð fram en hún hefur ekki verið afgreidd." Í þessu skiptir líka máli að umrædd tilskipun er frá árinu 2008. Þannig væri ekki hægt að byggja á henni nema í lánasamningum gerðum eftir þann tíma.
Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira