Meintir byssumenn fóru fyrst mannavillt Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. desember 2010 18:36 Fólk í Ásgarði er slegið óhug vegna skotárásarinnar á aðfangadag sem lögreglan telur tilraun til manndráps. Nágrannar fjölskyldunnar, sem komu henni til hjálpar á örlagastundu, eru ennþá hræddir og þora ekki að gista heima hjá sér. Í fyrstu fóru handrukkararnir mannavillt. Rétt áður en árásarmennir sem skutu á útidyrahurðina í Ásgarði á aðfangadag höfðu dregið upp skotvopn tókst litlu fjölskyldunni sem þar bjó að komast yfir í næstu íbúð með hjálp nágranna sinna. „Fyrst komu þeir tveir, og svo lít ég út um gluggann og sé að þeir eru farnir. Fimmtán mínútum síðar sjáum við hóp manna með skotvopn. Þá var bankað á svalahurðina hjá okkur og við hleyptum konu inn. Við heyrum svo að það er verið að skjóta," sagði nágranninn. Á þessum tímapunkti er öll fjölskyldan komin yfir til nágrannanna. Ódæðismennirnir fyrir utan, að því er virðist undir áhrifum fíkniefna. Nágrannarnir sem vilja ekki koma fram í mynd, eru óttaslegin og hrædd. Þau eru hrædd um öryggi sitt og þora ekki að fara að sofa á kvöldin. „Við höfum ekki þorað að sofa. Við erum mjög hrædd því við vitum að lögreglan getur ekki verndað okkur," sagði nágranninn. Fólkið á þarna við að lögreglan gat ekki orðið við bón þeirra um að vakta húsið. Málið er hins vegar að þetta er ekki í fyrsta sinn sem árásarmennirnir eða tengd glæpagengi birtast í hverfinu. Þá fóru mennirnir að því er virðist húsavillt í upphafi árásarinnar. Mennirnir sem úrskurðaðir voru í tíu daga gæsluvarðhald voru yfirheyrðir í dag. Lögregla verst allra frétta á málinu á þessu stigi en yfirheyrslur munu halda áfram á næstu dögum. Meintur höfuðpaur gengur laus þar sem gæsluvarðhaldi yfir honum var synjað. Hægt er að skoða ítarlegt viðtal við nágrannanna í viðhenginu. Tengdar fréttir Manndrápstilraun í Bústaðarhverfi: Vildu á aðra milljón í "sekt" Skotárásin í Ásgarði í gær var tilraun til manndráps, að mati lögreglunnar. Fjölskyldufaðirinn sem varð fyrir árásinni segir börn sín hafa verið lögð í lífshættu. Fjórir menn voru úrskurðaðir í tíu daga gæsluvarðhald, en dómari féllst ekki á varðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa skipulagt árásina. 25. desember 2010 18:20 Árásin í Ásgarði: Fjölskyldufaðirinn var í dópsölu Fjölskyldufaðirinn í Ásgarði í Bústaðarhverfinu sem bjargaðist naumlega þegar að handrukkaragengi réðst á heimili hans hafði stuttu áður verið í aðstæðum þar sem fíkniefnaviðskipti áttu sér stað. Maðurinn, sem Stöð 2 ræddi við í dag, vildi ekki tjá sig um það í samtali við fréttamann. 25. desember 2010 22:15 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Sjá meira
Fólk í Ásgarði er slegið óhug vegna skotárásarinnar á aðfangadag sem lögreglan telur tilraun til manndráps. Nágrannar fjölskyldunnar, sem komu henni til hjálpar á örlagastundu, eru ennþá hræddir og þora ekki að gista heima hjá sér. Í fyrstu fóru handrukkararnir mannavillt. Rétt áður en árásarmennir sem skutu á útidyrahurðina í Ásgarði á aðfangadag höfðu dregið upp skotvopn tókst litlu fjölskyldunni sem þar bjó að komast yfir í næstu íbúð með hjálp nágranna sinna. „Fyrst komu þeir tveir, og svo lít ég út um gluggann og sé að þeir eru farnir. Fimmtán mínútum síðar sjáum við hóp manna með skotvopn. Þá var bankað á svalahurðina hjá okkur og við hleyptum konu inn. Við heyrum svo að það er verið að skjóta," sagði nágranninn. Á þessum tímapunkti er öll fjölskyldan komin yfir til nágrannanna. Ódæðismennirnir fyrir utan, að því er virðist undir áhrifum fíkniefna. Nágrannarnir sem vilja ekki koma fram í mynd, eru óttaslegin og hrædd. Þau eru hrædd um öryggi sitt og þora ekki að fara að sofa á kvöldin. „Við höfum ekki þorað að sofa. Við erum mjög hrædd því við vitum að lögreglan getur ekki verndað okkur," sagði nágranninn. Fólkið á þarna við að lögreglan gat ekki orðið við bón þeirra um að vakta húsið. Málið er hins vegar að þetta er ekki í fyrsta sinn sem árásarmennirnir eða tengd glæpagengi birtast í hverfinu. Þá fóru mennirnir að því er virðist húsavillt í upphafi árásarinnar. Mennirnir sem úrskurðaðir voru í tíu daga gæsluvarðhald voru yfirheyrðir í dag. Lögregla verst allra frétta á málinu á þessu stigi en yfirheyrslur munu halda áfram á næstu dögum. Meintur höfuðpaur gengur laus þar sem gæsluvarðhaldi yfir honum var synjað. Hægt er að skoða ítarlegt viðtal við nágrannanna í viðhenginu.
Tengdar fréttir Manndrápstilraun í Bústaðarhverfi: Vildu á aðra milljón í "sekt" Skotárásin í Ásgarði í gær var tilraun til manndráps, að mati lögreglunnar. Fjölskyldufaðirinn sem varð fyrir árásinni segir börn sín hafa verið lögð í lífshættu. Fjórir menn voru úrskurðaðir í tíu daga gæsluvarðhald, en dómari féllst ekki á varðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa skipulagt árásina. 25. desember 2010 18:20 Árásin í Ásgarði: Fjölskyldufaðirinn var í dópsölu Fjölskyldufaðirinn í Ásgarði í Bústaðarhverfinu sem bjargaðist naumlega þegar að handrukkaragengi réðst á heimili hans hafði stuttu áður verið í aðstæðum þar sem fíkniefnaviðskipti áttu sér stað. Maðurinn, sem Stöð 2 ræddi við í dag, vildi ekki tjá sig um það í samtali við fréttamann. 25. desember 2010 22:15 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Sjá meira
Manndrápstilraun í Bústaðarhverfi: Vildu á aðra milljón í "sekt" Skotárásin í Ásgarði í gær var tilraun til manndráps, að mati lögreglunnar. Fjölskyldufaðirinn sem varð fyrir árásinni segir börn sín hafa verið lögð í lífshættu. Fjórir menn voru úrskurðaðir í tíu daga gæsluvarðhald, en dómari féllst ekki á varðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa skipulagt árásina. 25. desember 2010 18:20
Árásin í Ásgarði: Fjölskyldufaðirinn var í dópsölu Fjölskyldufaðirinn í Ásgarði í Bústaðarhverfinu sem bjargaðist naumlega þegar að handrukkaragengi réðst á heimili hans hafði stuttu áður verið í aðstæðum þar sem fíkniefnaviðskipti áttu sér stað. Maðurinn, sem Stöð 2 ræddi við í dag, vildi ekki tjá sig um það í samtali við fréttamann. 25. desember 2010 22:15