Meira magn en kom í öllu Eyjafjallagosinu JMG skrifar 24. maí 2011 18:38 Dregið hefur verulega úr styrk gossins í Grímsvötnum. Magn öskunnar sem féll á fyrsta sólarhring þessa goss er meira en öll askan úr gosinu í Eyjafjallajökli fyrir ári. Gosmökkurinn er nú í um þriggja kílómetra hæð og greinist vart á ratsjá. Gosið í Grímsvötnum hefur verið í mikilli rénun í dag. „Gosmökkurinn er orðinn ansi mikið lægri en hann var, komnn niður í dag í þremur til fimm kílómetrum og hverfur alveg af radarnum inn á milli, síðan koma svona púst sem fara alveg upp í sjö og hálfan kílómeter inn á milli, kom eitt slíkt um tvöleitið í dag en það er svona að draga all mikið úr gosinu," segir Steinunn S. Jakobsdóttir jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands Búist er við að það haldi áfram að draga úr smám saman. Gosið er því eins og hefðbundið Grímsvatnagos að sögn Steinunnar, það er öflugast fyrstu dagana en fjara svo út. Grímsvötn eru það eldfjall á Íslandi sem gýs hvað oftast. Þetta gos er í suðvesturhorni Grímsvatna, á sama stað og gosið 2004. Frá því að því gosi lauk hefur þensla aukist jafnt og þétt á svæðinu. Þegar gos hefst brýst kvikan í gegnum ísinn og upp á yfirborðið. Vatnið í gígnum snöggsíður og veldur því að gosefnin tætast og aska þeytist upp í loftið í sprengigosi. „Á fyrstu sólarhringum gossins er magnið sem kom upp meira en í öllu Eyjafjallajökulsgosinu, öllum fjörtíu dögunum, það gerist bara á fyrsta sólarhringnum, síðan dettur virknin algjörlega niður og er núna komin í um eitt prósent af því sem hún var fyrst, þannig þetta er ekki lengur verulegt öskugos," segir Halldór Björnsson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni en hann hefur fylgst grannt með þróun öskufallsins. Hann segir hins vegar sé nú þegar komin mjög mikil aska út í andrúmsloftið og yfir atlantshafið. „Sú aska er að berast til Evrópu og mun þar hafa áhrif á flug næstu daga". Því sé mun meiri ástæða til að hafa áhyggjur af þeirri ösku sem nú þegar hefur fallið heldur en þeirri sem er að koma upp í gosinu núna. ,,Askan sem er að myndast núna er ekki stórvandamál, að minnsta kosti ekki fyrir flug í Evrópu og í raun ekki vandamál nema allra næst eldstöðinni," segir Halldór. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Dregið hefur verulega úr styrk gossins í Grímsvötnum. Magn öskunnar sem féll á fyrsta sólarhring þessa goss er meira en öll askan úr gosinu í Eyjafjallajökli fyrir ári. Gosmökkurinn er nú í um þriggja kílómetra hæð og greinist vart á ratsjá. Gosið í Grímsvötnum hefur verið í mikilli rénun í dag. „Gosmökkurinn er orðinn ansi mikið lægri en hann var, komnn niður í dag í þremur til fimm kílómetrum og hverfur alveg af radarnum inn á milli, síðan koma svona púst sem fara alveg upp í sjö og hálfan kílómeter inn á milli, kom eitt slíkt um tvöleitið í dag en það er svona að draga all mikið úr gosinu," segir Steinunn S. Jakobsdóttir jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands Búist er við að það haldi áfram að draga úr smám saman. Gosið er því eins og hefðbundið Grímsvatnagos að sögn Steinunnar, það er öflugast fyrstu dagana en fjara svo út. Grímsvötn eru það eldfjall á Íslandi sem gýs hvað oftast. Þetta gos er í suðvesturhorni Grímsvatna, á sama stað og gosið 2004. Frá því að því gosi lauk hefur þensla aukist jafnt og þétt á svæðinu. Þegar gos hefst brýst kvikan í gegnum ísinn og upp á yfirborðið. Vatnið í gígnum snöggsíður og veldur því að gosefnin tætast og aska þeytist upp í loftið í sprengigosi. „Á fyrstu sólarhringum gossins er magnið sem kom upp meira en í öllu Eyjafjallajökulsgosinu, öllum fjörtíu dögunum, það gerist bara á fyrsta sólarhringnum, síðan dettur virknin algjörlega niður og er núna komin í um eitt prósent af því sem hún var fyrst, þannig þetta er ekki lengur verulegt öskugos," segir Halldór Björnsson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni en hann hefur fylgst grannt með þróun öskufallsins. Hann segir hins vegar sé nú þegar komin mjög mikil aska út í andrúmsloftið og yfir atlantshafið. „Sú aska er að berast til Evrópu og mun þar hafa áhrif á flug næstu daga". Því sé mun meiri ástæða til að hafa áhyggjur af þeirri ösku sem nú þegar hefur fallið heldur en þeirri sem er að koma upp í gosinu núna. ,,Askan sem er að myndast núna er ekki stórvandamál, að minnsta kosti ekki fyrir flug í Evrópu og í raun ekki vandamál nema allra næst eldstöðinni," segir Halldór.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira