Innlent

Meirihluti vill klára viðræður

Elimar Hauksson skrifar
Meirihluti Íslendinga eru andvígir því að Ísland gangi í ESB en vilja þó klára aðildarviðræður.
Meirihluti Íslendinga eru andvígir því að Ísland gangi í ESB en vilja þó klára aðildarviðræður. mynd/afp
Tæplega 52% Íslendinga vilja að Ísland haldi áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið en 35% að þeim verði slitið. Þá vilja 14% að gert verði hlé á viðræðunum en þetta kemur fram kemur í nýrri könnun sem rannsóknarfyrirtækið Maskína stóð fyrir.

Fleiri íbúar á höfuðborgarsvæðinu vilja halda viðræðunum áfram en þeir sem búa utan þess. Mest er andstaðan í Norðvesturkjördæmi.

Þá kemur fram að tveir af hverjum þremur kosningabærum Íslendingum vilja að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna en um þriðjungur vill hana ekki.

Rétt rúmur helmingur Íslendinga, næstum 51% er andvígt því að Ísland gangi í Evrópusambandið en rúmlega 28% eru því hlynnt. Þá kemur fram að kjósendur Samfylkingarinnar eru hlynntastir Evrópusambandsaðild en kjósendur Framsóknarflokksins andvígastir. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×