Meirihlutinn hafnar Icesave 7. apríl 2011 06:30 Skoðakönnun sem birt var í fréttum Stöðvar 2 gær sýndi einnig að meirihluti landsmanna hyggst hafna Icesave-lögunum í kosningunum á laugardaginn. Mynd/Stefán Meirihluti landsmanna ætlar að hafna Icesave-samningunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardag samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Alls sögðust 54,8 prósent þeirra sem afstöðu tóku ætla að hafna lögunum en 45,2 prósent sögðust ætla að samþykkja þau. Ríflega 76 prósent þátttakenda í könnuninni gáfu upp afstöðu sína, en um 24 prósent sögðust ekki hafa gert upp hug sinn, ekki ætla á kjörstað eða vildu ekki svara. Óákveðnum virðist samkvæmt þessu fara fækkandi eftir því sem líður að kjördegi. Allt stefnir í að kjörsókn verði með besta móti. Um 90,2 þeirra sem afstöðu tóku sögðu mjög eða frekar líklegt að þeir færu á kjörstað. Aðeins 6 prósent sögðu mjög eða frekar ólíklegt að þeir myndu kjósa. Um 3,8 prósent sögðu hvorki líklegt né ólíklegt að þau færu á kjörstað. Nánar verður fjallað um niðurstöður könnunarinnar í Fréttablaðinu á morgun. Hringt var í 800 manns dagana 5. og 6. apríl. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Ætlar þú að samþykkja Icesave-samkomulagið eða hafna því í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu þann 9. aprí? Þeir sem sögðust óákveðnir voru spurðir: Hvort er líklegra, að þú samþykkir Icesave-samkomulagið eða hafnir því? Alls tóku 76,1 prósent afstöðu. Einnig var spurt: Hversu líklegt eða ólíklegt er að þú munir kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave? Alls tóku 92,3 prósent afstöðu til þeirrar spurningar. - bj Icesave Tengdar fréttir Óvinsældir stjórnarinnar skila sér í neii "Stjórnarflokkarnir eru að tapa gríðarlegu fylgi á sama tíma og Icesave-nei-ið virðist vera í uppsveiflu. Þannig að það virðist vera einhver tilhneiging þar, en maður skyldi hafa einhvern fyrirvara á því,“ segir Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri, um nýja skoðanakönnun um fylgi stjórnmálaflokkanna og afstöðu almennings til Icesave-laganna. 6. apríl 2011 22:15 Meirihlutinn vill fella Icesave Icesave samningarnir verða felldir í þjóðaratkvæðagreiðslu á laugardag. Tæplega fimmtíu og sjö prósent þjóðarinnar ætla að segja nei samkvæmt nýrri könnun Stöðvar 2. Algjör umsnúningur hefur orðið í afstöðu fólks til málsins á nokkrum vikum. 6. apríl 2011 18:30 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira
Meirihluti landsmanna ætlar að hafna Icesave-samningunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardag samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Alls sögðust 54,8 prósent þeirra sem afstöðu tóku ætla að hafna lögunum en 45,2 prósent sögðust ætla að samþykkja þau. Ríflega 76 prósent þátttakenda í könnuninni gáfu upp afstöðu sína, en um 24 prósent sögðust ekki hafa gert upp hug sinn, ekki ætla á kjörstað eða vildu ekki svara. Óákveðnum virðist samkvæmt þessu fara fækkandi eftir því sem líður að kjördegi. Allt stefnir í að kjörsókn verði með besta móti. Um 90,2 þeirra sem afstöðu tóku sögðu mjög eða frekar líklegt að þeir færu á kjörstað. Aðeins 6 prósent sögðu mjög eða frekar ólíklegt að þeir myndu kjósa. Um 3,8 prósent sögðu hvorki líklegt né ólíklegt að þau færu á kjörstað. Nánar verður fjallað um niðurstöður könnunarinnar í Fréttablaðinu á morgun. Hringt var í 800 manns dagana 5. og 6. apríl. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Ætlar þú að samþykkja Icesave-samkomulagið eða hafna því í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu þann 9. aprí? Þeir sem sögðust óákveðnir voru spurðir: Hvort er líklegra, að þú samþykkir Icesave-samkomulagið eða hafnir því? Alls tóku 76,1 prósent afstöðu. Einnig var spurt: Hversu líklegt eða ólíklegt er að þú munir kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave? Alls tóku 92,3 prósent afstöðu til þeirrar spurningar. - bj
Icesave Tengdar fréttir Óvinsældir stjórnarinnar skila sér í neii "Stjórnarflokkarnir eru að tapa gríðarlegu fylgi á sama tíma og Icesave-nei-ið virðist vera í uppsveiflu. Þannig að það virðist vera einhver tilhneiging þar, en maður skyldi hafa einhvern fyrirvara á því,“ segir Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri, um nýja skoðanakönnun um fylgi stjórnmálaflokkanna og afstöðu almennings til Icesave-laganna. 6. apríl 2011 22:15 Meirihlutinn vill fella Icesave Icesave samningarnir verða felldir í þjóðaratkvæðagreiðslu á laugardag. Tæplega fimmtíu og sjö prósent þjóðarinnar ætla að segja nei samkvæmt nýrri könnun Stöðvar 2. Algjör umsnúningur hefur orðið í afstöðu fólks til málsins á nokkrum vikum. 6. apríl 2011 18:30 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira
Óvinsældir stjórnarinnar skila sér í neii "Stjórnarflokkarnir eru að tapa gríðarlegu fylgi á sama tíma og Icesave-nei-ið virðist vera í uppsveiflu. Þannig að það virðist vera einhver tilhneiging þar, en maður skyldi hafa einhvern fyrirvara á því,“ segir Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri, um nýja skoðanakönnun um fylgi stjórnmálaflokkanna og afstöðu almennings til Icesave-laganna. 6. apríl 2011 22:15
Meirihlutinn vill fella Icesave Icesave samningarnir verða felldir í þjóðaratkvæðagreiðslu á laugardag. Tæplega fimmtíu og sjö prósent þjóðarinnar ætla að segja nei samkvæmt nýrri könnun Stöðvar 2. Algjör umsnúningur hefur orðið í afstöðu fólks til málsins á nokkrum vikum. 6. apríl 2011 18:30