Innlent

Meirihlutinn heldur og Sjálfstæðisflokkur missir mann

Núverandi meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur héldi öruggum meirihluta og sínum níu fulltrúum, ef kosið yrði núna, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið.

Píratar eru á mikilli siglingu og fengju tíu og hálft prósent og einn borgarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 25 prósent, sem er talsvert minna en í síðustu kosningum og myndi tapa einum fulltrúa.

Samfylkingin er hinsvegar á uppleið með tæplega 22 prósentustiga fylgi og myndi bæta við sig einum á kostnað Bjartrar framtíðar, arftaka Besta flokksins, sem mælist með rúm 29 prósent. Vinstri grænir mælast með rúm átta prósent og héldu sínum fulltrúa, en Framsóknarflokkurinn mælist með aðeins 2,8 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×