Meirihlutinn ræður Hjálmar Hjálmarsson skrifar 11. febrúar 2012 06:00 Fimmtudaginn 12. jan. sl. varð áhugaverð uppákoma í bæjarráði Kópavogs. Þá ákvað bæjarráð að hafna erindi Leikskólanefndar með 4 atkvæðum gegn 1. Formaður (S) og varaformaður bæjarráðs (VG) ákváðu án samráðs við meirihluta sinn í bæjarstjórn að sameinast minnihlutanum (D) og hafna erindi frá meirihlutanum sem á 3 fulltrúa í Leikskólanefnd, formaður er frá VG og Sjálfstæðisflokkur á þar tvo fulltrúa. Nefndin samþykkti á fundi sínum erindi til bæjarráðs sem varðar vinnutilhögun við innleiðingu námsskrár á yngsta skólastiginu. Sjálfstæðismenn í bæjarráði, Gunnar Birgisson og Ármann Kr. Ólafsson, voru hins vegar mótfallnir erindinu og bókuðu sérstaklega um það í fundargerð bæjarráðs. Þá kemur að hinu áhugaverða í þessari uppákomu. Oddviti Samfylkingar og formaður bæjarráðs, Guðríður Arnardóttir, og fulltrúi Vinstri grænna, varaformaður bæjarráðs, Ólafur Þór Gunnarsson, ganga skyndilega til liðs við minnihluta bæjarráðs, búa til meirihluta með Sjálfstæðisflokknum um þetta einstaka mál og skilja fulltrúa NæstBestaFlokksins, þann sem þetta ritar, eftir einan í minnihluta; þar sem mér virtist erindið vera ódýrasti og skynsamlegasti kosturinn í stöðunni ákvað ég að samþykkja það. Uppákoma af þessu tagi er nokkuð sérstök en þó ekki einsdæmi. Nokkrum sinnum hefur meirihluti bæjarráðs hafnað afgreiðslu úr nefnd frá sínum eigin meirihluta. Undirritaður hefur þó aldrei stundað slík vinnubrögð. Það má samt teljast einstakt að meirihluti verði að minnihluta með svo afgerandi hætti. Þegar fundargerð bæjarráðs frá 12/1 var tekin til afgreiðslu í bæjarstjórn 24/1 ákvað fundurinn eftir fortölur fundarmanna að vísa málinu aftur til bæjarráðs. Töldu þá oddviti Samfylkingar og Vinstri grænna að um misskilning hefði verið að ræða, báru fyrir sig þekkingar- og reynsluleysi, lögðu til að úr yrði bætt og málið tekið aftur fyrir. Meirihlutinn kom til sjálfs sín og hætti að vera í meirihluta með minnihlutanum og minnihlutinn, Sjálfstæðisflokkurinn, varð aftur að minnihluta og ákvað í þetta sinn að hafa ekki skoðun á málinu lengur og sat hjá. Niðurstaða er ekki fengin í erindi Leikskólanefndar nú fjórum vikum frá því erindið var lagt fram. Skilvirk stjórnsýsla. Meirihlutinn ræður, sagði maðurinn og konan. Það er ábyrgð okkar og skylda að mynda starfhæfan meirihluta í bæjarstjórn, gott og vel, en þegar vinnubrögðin eru á þessa lund veltir maður því fyrir sér hvort það sé yfirleitt hægt eða nauðsynlegt. Uppákoman í bæjarráði 12/1 var ekki eina óvenjulega uppákoman þann daginn. Það kann að vera tilviljun en sama dag boðar formaður bæjarráðs, Guðríður Arnardóttir, fulltrúa meirihlutans á fund með skömmum fyrirvara. Þar tilkynnti hún að Samfylkingin styddi ekki lengur bæjarstjórann og undir þetta tók oddviti Vinstri grænna. Þá var stungið upp á því að Guðríður Arnardóttir tæki við starfi bæjarstjóra. Málefni bæjarstjórans í þessu samhengi höfðu ekki verið rædd síðan í september á síðasta ári og þá tók oddviti Samfylkingar af allan vafa um það að hann sæktist ekki eftir þessu embætti, þannig að þetta voru sannarlega óvænt tíðindi. Mér var nokkur vandi á höndum. Ef ég styddi ekki þessa ákvörðun væri sjálfhætt fyrir mig í meirihlutasamstarfinu. Eftir nokkra umræðu óskaði ég eftir því að fá að ræða við mitt samstarfsfólk í NæstBestaFlokknum áður en endanlegar ákvarðanir yrðu teknar. Næsti fundur meirihlutans var ákveðinn sunnudaginn 15. jan. Ákvörðun Samfylkingar og Vinstri grænna lá hins vegar fyrir og varð ekki haggað. Bæjarstjórinn naut ekki stuðnings þeirra og því ljóst að ekki var meirihluti fyrir því að hann héldi áfram störfum. Það sem hins vegar var ekki tekin ákvörðun um, var hvernig skyldi að þessu staðið. Það sem gerist síðan í framhaldinu vil ég kalla hreint klúður sem Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingar, og Ólafur Þór Gunnarsson, fulltrúi VG, bera fulla ábyrgð á. Þau höfðu frumkvæðið og sáu um framkvæmdina. Það ber heldur ekki gott vitni um samstöðu innan meirihlutans þegar einum fulltrúa af sex er haldið utan við stórar ákvarðanatökur um leið og lagt er á ráðin að losna við þann hinn sama úr meirihlutasamstarfinu. Undirritaður lítur ekki svo á að hann hafi „sprengt“ meirihlutann. Þetta var sjálfsíkveikja sem fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna bera fyrst og fremst ábyrgð á. Þetta er nú rakið hér í stuttu máli til að benda á ótvíræða galla hins svokallaða meirihlutafyrirkomulags í bæjarstjórn. Mun vitlegra er að vinna að undirbúningi mála á samstarfsvettvangi allra flokka og síðan þegar kemur að afgreiðslu mála getur hver og einn bæjarfulltrúi tekið skynsamlega og upplýsta ákvörðun og greitt atkvæði í ljósi þess. Því fylgir töluverð vinna og ábyrgð að gegna trúnaðarstörfum fyrir sitt sveitarfélag. Eðlilegast þætti mér að deila þeirri ábyrgð til allra þeirra framboða sem hljóta kjör. Vald bæjarfulltrúa kemur frá fólkinu, íbúum bæjarins. Þeirra ábyrgð og skylda er að vinna af heilindum fyrir fólkið. Þeir verða að setja hagsmuni einstaklinga og flokka til hliðar og axla þá ábyrgð sem þeir eru kjörnir til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Fimmtudaginn 12. jan. sl. varð áhugaverð uppákoma í bæjarráði Kópavogs. Þá ákvað bæjarráð að hafna erindi Leikskólanefndar með 4 atkvæðum gegn 1. Formaður (S) og varaformaður bæjarráðs (VG) ákváðu án samráðs við meirihluta sinn í bæjarstjórn að sameinast minnihlutanum (D) og hafna erindi frá meirihlutanum sem á 3 fulltrúa í Leikskólanefnd, formaður er frá VG og Sjálfstæðisflokkur á þar tvo fulltrúa. Nefndin samþykkti á fundi sínum erindi til bæjarráðs sem varðar vinnutilhögun við innleiðingu námsskrár á yngsta skólastiginu. Sjálfstæðismenn í bæjarráði, Gunnar Birgisson og Ármann Kr. Ólafsson, voru hins vegar mótfallnir erindinu og bókuðu sérstaklega um það í fundargerð bæjarráðs. Þá kemur að hinu áhugaverða í þessari uppákomu. Oddviti Samfylkingar og formaður bæjarráðs, Guðríður Arnardóttir, og fulltrúi Vinstri grænna, varaformaður bæjarráðs, Ólafur Þór Gunnarsson, ganga skyndilega til liðs við minnihluta bæjarráðs, búa til meirihluta með Sjálfstæðisflokknum um þetta einstaka mál og skilja fulltrúa NæstBestaFlokksins, þann sem þetta ritar, eftir einan í minnihluta; þar sem mér virtist erindið vera ódýrasti og skynsamlegasti kosturinn í stöðunni ákvað ég að samþykkja það. Uppákoma af þessu tagi er nokkuð sérstök en þó ekki einsdæmi. Nokkrum sinnum hefur meirihluti bæjarráðs hafnað afgreiðslu úr nefnd frá sínum eigin meirihluta. Undirritaður hefur þó aldrei stundað slík vinnubrögð. Það má samt teljast einstakt að meirihluti verði að minnihluta með svo afgerandi hætti. Þegar fundargerð bæjarráðs frá 12/1 var tekin til afgreiðslu í bæjarstjórn 24/1 ákvað fundurinn eftir fortölur fundarmanna að vísa málinu aftur til bæjarráðs. Töldu þá oddviti Samfylkingar og Vinstri grænna að um misskilning hefði verið að ræða, báru fyrir sig þekkingar- og reynsluleysi, lögðu til að úr yrði bætt og málið tekið aftur fyrir. Meirihlutinn kom til sjálfs sín og hætti að vera í meirihluta með minnihlutanum og minnihlutinn, Sjálfstæðisflokkurinn, varð aftur að minnihluta og ákvað í þetta sinn að hafa ekki skoðun á málinu lengur og sat hjá. Niðurstaða er ekki fengin í erindi Leikskólanefndar nú fjórum vikum frá því erindið var lagt fram. Skilvirk stjórnsýsla. Meirihlutinn ræður, sagði maðurinn og konan. Það er ábyrgð okkar og skylda að mynda starfhæfan meirihluta í bæjarstjórn, gott og vel, en þegar vinnubrögðin eru á þessa lund veltir maður því fyrir sér hvort það sé yfirleitt hægt eða nauðsynlegt. Uppákoman í bæjarráði 12/1 var ekki eina óvenjulega uppákoman þann daginn. Það kann að vera tilviljun en sama dag boðar formaður bæjarráðs, Guðríður Arnardóttir, fulltrúa meirihlutans á fund með skömmum fyrirvara. Þar tilkynnti hún að Samfylkingin styddi ekki lengur bæjarstjórann og undir þetta tók oddviti Vinstri grænna. Þá var stungið upp á því að Guðríður Arnardóttir tæki við starfi bæjarstjóra. Málefni bæjarstjórans í þessu samhengi höfðu ekki verið rædd síðan í september á síðasta ári og þá tók oddviti Samfylkingar af allan vafa um það að hann sæktist ekki eftir þessu embætti, þannig að þetta voru sannarlega óvænt tíðindi. Mér var nokkur vandi á höndum. Ef ég styddi ekki þessa ákvörðun væri sjálfhætt fyrir mig í meirihlutasamstarfinu. Eftir nokkra umræðu óskaði ég eftir því að fá að ræða við mitt samstarfsfólk í NæstBestaFlokknum áður en endanlegar ákvarðanir yrðu teknar. Næsti fundur meirihlutans var ákveðinn sunnudaginn 15. jan. Ákvörðun Samfylkingar og Vinstri grænna lá hins vegar fyrir og varð ekki haggað. Bæjarstjórinn naut ekki stuðnings þeirra og því ljóst að ekki var meirihluti fyrir því að hann héldi áfram störfum. Það sem hins vegar var ekki tekin ákvörðun um, var hvernig skyldi að þessu staðið. Það sem gerist síðan í framhaldinu vil ég kalla hreint klúður sem Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingar, og Ólafur Þór Gunnarsson, fulltrúi VG, bera fulla ábyrgð á. Þau höfðu frumkvæðið og sáu um framkvæmdina. Það ber heldur ekki gott vitni um samstöðu innan meirihlutans þegar einum fulltrúa af sex er haldið utan við stórar ákvarðanatökur um leið og lagt er á ráðin að losna við þann hinn sama úr meirihlutasamstarfinu. Undirritaður lítur ekki svo á að hann hafi „sprengt“ meirihlutann. Þetta var sjálfsíkveikja sem fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna bera fyrst og fremst ábyrgð á. Þetta er nú rakið hér í stuttu máli til að benda á ótvíræða galla hins svokallaða meirihlutafyrirkomulags í bæjarstjórn. Mun vitlegra er að vinna að undirbúningi mála á samstarfsvettvangi allra flokka og síðan þegar kemur að afgreiðslu mála getur hver og einn bæjarfulltrúi tekið skynsamlega og upplýsta ákvörðun og greitt atkvæði í ljósi þess. Því fylgir töluverð vinna og ábyrgð að gegna trúnaðarstörfum fyrir sitt sveitarfélag. Eðlilegast þætti mér að deila þeirri ábyrgð til allra þeirra framboða sem hljóta kjör. Vald bæjarfulltrúa kemur frá fólkinu, íbúum bæjarins. Þeirra ábyrgð og skylda er að vinna af heilindum fyrir fólkið. Þeir verða að setja hagsmuni einstaklinga og flokka til hliðar og axla þá ábyrgð sem þeir eru kjörnir til.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun