Innlent

Mengun frá farfuglum skaðar viðkomu arnarstofnsins

Mengun, sem farfuglar bera með sér til landsins, hefur að öllum líkindum skaðleg áhrif á viðkomu arnarstofnsins hér á landi, samkvæmt rannsóknum Náttúrustofu Vesturlands og fleiri aðila.

Rannsóknirnar benda til að að styrkur þrávirkra efna eins og skordýraeitursins DDT, sé í sumum tilvikum svo hár, að hann hafi neikvæð áhrif á varpárangur arnanna. Það kunni að skýra hversvegna stofninn vex eins hægt og raun ber vitni, þrátt fyrir friðun í hátt í eina öld. Farfuglarnir fá þessi efni í sig á vetrarstöðvum ytra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×