Mengun við þolmörk á Grundartanga Helga Arnardóttir skrifar 8. maí 2013 22:55 Bændur beggja vegna Hvalfjarðar segja að gera þurfi miklu fleiri rannsóknir á brennisteins- og flúormengun vegna stóriðjunnar á Grundartanga en gerðar hafi verið, en nýleg úttekt Faxaflóahafna sé fyrsta skrefið. Nú þurfi markvisst að vinna í því að draga úr mengun á svæðinu og stöðva þar frekari uppbyggingu. Mengun vegna brennisteinstvíoxíðs af völdum stóriðju á Grundartanga í Hvalfirði, er við þolmörk, samkvæmt nýrri skýrslu Faxaflóahafna. Frekari uppbygging á svæðinu er því ekki möguleg nema reglur um umhverfismengun verði rýmkaðar. Samkvæmt skýrslunni er flúormengun langt undir viðmiðunarmörkum hvað varðar gróður og loftmengun. Einn skýrsluhöfunda sagði í fréttum gær að uppsöfnun flúors hefði hins vegar greinst í gömlu sauðfé, sem hringdi aðvörunarbjöllum þar sem uppsöfnunin væri komin á það stig að hægt væri að greina tannskemdir og bólgur í tönnum. Bændur á svæðinu hafa haft miklar áhyggjur af áhrifum flúormengunar á skepnur og Ragnheiður Þorgrímsdóttir hrossabóndi er ein þeirra en bærinn hennar Kúludalsá er skammt frá álverinu. Hún fagnar úttekt Faxaflóahafna en segir að gera þurfi miklu fleiri rannsóknir en gerðar hafi verið sérstaklega með tilliti til brennisteins, flúor- og svifriksmengunar. „Það sem ég og fleiri höfum verið að benda á ítrekað er að það vantar fleiri mælingar á fleiri þáttum til að fá þessa heildarmynd sem menn eru að sækjast eftir. Við vitum svo lítið hvað húsdýrin okkar þola af flúor. Það vantar grunngildi og rannsóknir," segir Ragnheiður. Hún segir engin íslensk viðmiðunarmörk vera til fyrir íslenskt búfé, heldur sé stuðst við tæplega 20 ára rannsóknir á þolmörkum norskra dádýra við flúormengun sem staðfest er í nýútkominni skýrslu Faxaflóahafna. Hún segir flúormælingar einnig þurfa að fara fram í mjúkvefjum dýra en ekki eingöngu í tönnum og beinum eins og gert sé nú. „Við erum að tala um verksmiðjur sem eru spúandi eitri allan sólarhringinn allan ársins hring og það er bara svo lítið vitað um svona lagað á Íslandi. Það hefur ekki verið metnaður í að láta húsdýrin njóta vafans í þessu samhengi og það verður að taka betur á því," segir Ragnheiður. Sigurbjörn Hjaltason bóndi á Kiðafelli hinum megin við fjörðinn segist þakklátur fyrir gerð skýrslunnar sem fengist hafi í gegn eftir mikið þref. „Við teljum að útkoman sé þó jákvæð í neikvæðri stöðu. Við metum það þannig að þarna sé búið að ná ákveðnum botni og að menn átti sig nú á þeirri staðreynd sem við höfum verið að tala um að það er aukin mengun hér í firðinum og hann er orðinn fulllestaður af flúor og brennisteini. Ég vona að menn geti farið að tala saman og farið að vinna markvisst að því að draga úr þessari mengun og stöðva frekari uppbyggingu þarna," segir Sigurbjörn. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Bændur beggja vegna Hvalfjarðar segja að gera þurfi miklu fleiri rannsóknir á brennisteins- og flúormengun vegna stóriðjunnar á Grundartanga en gerðar hafi verið, en nýleg úttekt Faxaflóahafna sé fyrsta skrefið. Nú þurfi markvisst að vinna í því að draga úr mengun á svæðinu og stöðva þar frekari uppbyggingu. Mengun vegna brennisteinstvíoxíðs af völdum stóriðju á Grundartanga í Hvalfirði, er við þolmörk, samkvæmt nýrri skýrslu Faxaflóahafna. Frekari uppbygging á svæðinu er því ekki möguleg nema reglur um umhverfismengun verði rýmkaðar. Samkvæmt skýrslunni er flúormengun langt undir viðmiðunarmörkum hvað varðar gróður og loftmengun. Einn skýrsluhöfunda sagði í fréttum gær að uppsöfnun flúors hefði hins vegar greinst í gömlu sauðfé, sem hringdi aðvörunarbjöllum þar sem uppsöfnunin væri komin á það stig að hægt væri að greina tannskemdir og bólgur í tönnum. Bændur á svæðinu hafa haft miklar áhyggjur af áhrifum flúormengunar á skepnur og Ragnheiður Þorgrímsdóttir hrossabóndi er ein þeirra en bærinn hennar Kúludalsá er skammt frá álverinu. Hún fagnar úttekt Faxaflóahafna en segir að gera þurfi miklu fleiri rannsóknir en gerðar hafi verið sérstaklega með tilliti til brennisteins, flúor- og svifriksmengunar. „Það sem ég og fleiri höfum verið að benda á ítrekað er að það vantar fleiri mælingar á fleiri þáttum til að fá þessa heildarmynd sem menn eru að sækjast eftir. Við vitum svo lítið hvað húsdýrin okkar þola af flúor. Það vantar grunngildi og rannsóknir," segir Ragnheiður. Hún segir engin íslensk viðmiðunarmörk vera til fyrir íslenskt búfé, heldur sé stuðst við tæplega 20 ára rannsóknir á þolmörkum norskra dádýra við flúormengun sem staðfest er í nýútkominni skýrslu Faxaflóahafna. Hún segir flúormælingar einnig þurfa að fara fram í mjúkvefjum dýra en ekki eingöngu í tönnum og beinum eins og gert sé nú. „Við erum að tala um verksmiðjur sem eru spúandi eitri allan sólarhringinn allan ársins hring og það er bara svo lítið vitað um svona lagað á Íslandi. Það hefur ekki verið metnaður í að láta húsdýrin njóta vafans í þessu samhengi og það verður að taka betur á því," segir Ragnheiður. Sigurbjörn Hjaltason bóndi á Kiðafelli hinum megin við fjörðinn segist þakklátur fyrir gerð skýrslunnar sem fengist hafi í gegn eftir mikið þref. „Við teljum að útkoman sé þó jákvæð í neikvæðri stöðu. Við metum það þannig að þarna sé búið að ná ákveðnum botni og að menn átti sig nú á þeirri staðreynd sem við höfum verið að tala um að það er aukin mengun hér í firðinum og hann er orðinn fulllestaður af flúor og brennisteini. Ég vona að menn geti farið að tala saman og farið að vinna markvisst að því að draga úr þessari mengun og stöðva frekari uppbyggingu þarna," segir Sigurbjörn.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira