Menntun má tæta Brynja Dís Björnsdóttir skrifar 11. febrúar 2012 06:00 Tilraunir sveitarfélaga til að treysta fjárhagsstöðu sína og draga úr útgjöldum hafa falist í fækkun skóla, sameiningu skóla, niðurskurði til skólamála, myndun nýrra skóla með samfléttingu á grunn-, leik- og tónskólum og fækkun starfsfólks í grunnskólum landsins. Skólarnir hafa þurft að taka á sig stærstan hluta þess niðurskurðar sem sveitarfélögin hafa stýrt. Nú er komið að sársaukamörkum, sveitarfélögum landsins mun verða ljóst að skólarnir geta naumast starfað með þann litla stuðning sem þau fá frá sveitarfélögunum. Forsenda skólastarfs verður og er alltaf starfsfólkið og á því hvílir mikil ábyrgð nú þegar sveitarfélögin hafa svelt skólana nær viðstöðulaust í fjögur ár. Fjármagn til skólamála þarf að aukast verulega svo skólarnir nái að uppfylla skyldur sínar samkvæmt lögum og reglugerðum og kröfum samfélagsins í dag til skólanna. Smám saman mun skólastarfið og starfsfólk skólanna snúa vörn í sókn. Reiði fólksins mun ná hámarki vegna þess ömurlega hugarfars sem sveitarfélög hafa gagnvart skólum, nemendum og menntun þeirra. Von skóla í dag er tormelt því sveitarfélögin eru ekki hætt niðurskurði, þau finna sífellt nýjar og sársaukafyllri leiðir til að ná fram sætum hagnaði í fjárhagsuppgjöri mánaðarins. Nú geta skólarnir ekki tekið á sig meiri niðurskurð og sveitarfélög landsins verða að finna leiðir til að fjármagna skólastarfið og smám saman styrkja menntun í samfélaginu. Ýmislegt neikvætt hefur verið sagt um ungmenni okkar og æsku landsins. Þessi umræða hefur oftar en ekki komið frá menntafólki sem sakar skólana um ófaglegt starf, getuleysi og vanhæft starfsfólk. Skólafólk er orðið langþreytt á fjandskap háskólamenntaðs fólks á störfum þeirra og skólastarfi í landinu. Umræða um skólana í landinu þarf að vera uppbyggileg og fordómalaus. Menntað háskólafólk á ekki að leyfa sér niðurrif grunnskólastarfs með orðum sínum og athöfnum vegna sinnuleysis sveitarfélaga. Umræðan nú í dag þarf að beinast að hlutverki og ábyrgð sveitarfélaga gagnvart menntun barnanna okkar. Sveitarfélög taka ómarkviss og vanhugsuð niðurskurðarskref undir gáleysislegu skjalli menntamannanna og háskólasamfélagsins. Margt verður að breytast og það verður að setja fjármagn í menntun barnanna okkar. Það verður að gera skólana mikilvæga og sjá til þess að þeir geti uppfyllt kröfur nútímasamfélags um menntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Tilraunir sveitarfélaga til að treysta fjárhagsstöðu sína og draga úr útgjöldum hafa falist í fækkun skóla, sameiningu skóla, niðurskurði til skólamála, myndun nýrra skóla með samfléttingu á grunn-, leik- og tónskólum og fækkun starfsfólks í grunnskólum landsins. Skólarnir hafa þurft að taka á sig stærstan hluta þess niðurskurðar sem sveitarfélögin hafa stýrt. Nú er komið að sársaukamörkum, sveitarfélögum landsins mun verða ljóst að skólarnir geta naumast starfað með þann litla stuðning sem þau fá frá sveitarfélögunum. Forsenda skólastarfs verður og er alltaf starfsfólkið og á því hvílir mikil ábyrgð nú þegar sveitarfélögin hafa svelt skólana nær viðstöðulaust í fjögur ár. Fjármagn til skólamála þarf að aukast verulega svo skólarnir nái að uppfylla skyldur sínar samkvæmt lögum og reglugerðum og kröfum samfélagsins í dag til skólanna. Smám saman mun skólastarfið og starfsfólk skólanna snúa vörn í sókn. Reiði fólksins mun ná hámarki vegna þess ömurlega hugarfars sem sveitarfélög hafa gagnvart skólum, nemendum og menntun þeirra. Von skóla í dag er tormelt því sveitarfélögin eru ekki hætt niðurskurði, þau finna sífellt nýjar og sársaukafyllri leiðir til að ná fram sætum hagnaði í fjárhagsuppgjöri mánaðarins. Nú geta skólarnir ekki tekið á sig meiri niðurskurð og sveitarfélög landsins verða að finna leiðir til að fjármagna skólastarfið og smám saman styrkja menntun í samfélaginu. Ýmislegt neikvætt hefur verið sagt um ungmenni okkar og æsku landsins. Þessi umræða hefur oftar en ekki komið frá menntafólki sem sakar skólana um ófaglegt starf, getuleysi og vanhæft starfsfólk. Skólafólk er orðið langþreytt á fjandskap háskólamenntaðs fólks á störfum þeirra og skólastarfi í landinu. Umræða um skólana í landinu þarf að vera uppbyggileg og fordómalaus. Menntað háskólafólk á ekki að leyfa sér niðurrif grunnskólastarfs með orðum sínum og athöfnum vegna sinnuleysis sveitarfélaga. Umræðan nú í dag þarf að beinast að hlutverki og ábyrgð sveitarfélaga gagnvart menntun barnanna okkar. Sveitarfélög taka ómarkviss og vanhugsuð niðurskurðarskref undir gáleysislegu skjalli menntamannanna og háskólasamfélagsins. Margt verður að breytast og það verður að setja fjármagn í menntun barnanna okkar. Það verður að gera skólana mikilvæga og sjá til þess að þeir geti uppfyllt kröfur nútímasamfélags um menntun.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun