Mesta áhættan fyrir fjárfesta hér á landi 19. september 2011 07:00 Ísland fær verstu einkunn allra vestrænna ríkja í nýju áhættumati tryggingafyrirtækisins Aon sem hannað er fyrir fjárfesta. Þar segir að áhætta fylgi fjárfestingum hér á landi vegna hættu á pólitískum afskiptum, verkföllum, óeirðum og jafnvel greiðsluþroti íslenska ríkisins. Þá sé gengisflökt einnig áhætta sem mögulegir fjárfestar þurfi að hafa í huga. Áhættusamara er að fjárfesta á Íslandi en í nokkru öðru ríki Vestur-Evrópu. Lönd sem lenda í sama áhættuflokki og Ísland eru til dæmis Egyptaland, Rússland, Kína, Tyrkland, Lettland og Albanía. Lönd sem talin eru skárri til fjárfestinga eru til dæmis Mexíkó, Marokkó, Túnis, Búlgaría og Litháen. Þetta mat á Íslandi sem fjárfestingarkosti rímar ágætlega við mælingu Efnahags- og samvinnustofnunarinnar (OECD), sem telur hvergi innan OECD viðlíka hindranir á beinni erlendri fjárfestingu og hér á landi. „Erlendir fjárfestar óttast öðru fremur geðþóttaákvarðanir stjórnvalda og ófyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi,“ segir Aðalsteinn Leifsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík í grein í Fréttablaðinu í dag. „Bein erlend fjárfesting er lítil á Íslandi í samanburði við önnur lönd og nær eingöngu bundin við áliðnað. Ein af ástæðunum er sú skynjun að það sé áhættusamt að fjárfesta á Íslandi,“ segir Aðalsteinn. Hann setur þetta í samhengi við áhuga kínverska kaupsýslumannsins Huangs Nubo á að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. „Ef Huang Nubo verður neitað um heimild til að fjárfesta á Íslandi er nauðsynlegt að rökstyðja þá ákvörðun með hlutlægum og málefnalegum rökum. Að öðrum kosti mun orðspor Íslands tengt beinni erlendri fjárfestingu bíða enn frekari hnekki,“ segir Aðalsteinn. Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Ísland fær verstu einkunn allra vestrænna ríkja í nýju áhættumati tryggingafyrirtækisins Aon sem hannað er fyrir fjárfesta. Þar segir að áhætta fylgi fjárfestingum hér á landi vegna hættu á pólitískum afskiptum, verkföllum, óeirðum og jafnvel greiðsluþroti íslenska ríkisins. Þá sé gengisflökt einnig áhætta sem mögulegir fjárfestar þurfi að hafa í huga. Áhættusamara er að fjárfesta á Íslandi en í nokkru öðru ríki Vestur-Evrópu. Lönd sem lenda í sama áhættuflokki og Ísland eru til dæmis Egyptaland, Rússland, Kína, Tyrkland, Lettland og Albanía. Lönd sem talin eru skárri til fjárfestinga eru til dæmis Mexíkó, Marokkó, Túnis, Búlgaría og Litháen. Þetta mat á Íslandi sem fjárfestingarkosti rímar ágætlega við mælingu Efnahags- og samvinnustofnunarinnar (OECD), sem telur hvergi innan OECD viðlíka hindranir á beinni erlendri fjárfestingu og hér á landi. „Erlendir fjárfestar óttast öðru fremur geðþóttaákvarðanir stjórnvalda og ófyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi,“ segir Aðalsteinn Leifsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík í grein í Fréttablaðinu í dag. „Bein erlend fjárfesting er lítil á Íslandi í samanburði við önnur lönd og nær eingöngu bundin við áliðnað. Ein af ástæðunum er sú skynjun að það sé áhættusamt að fjárfesta á Íslandi,“ segir Aðalsteinn. Hann setur þetta í samhengi við áhuga kínverska kaupsýslumannsins Huangs Nubo á að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. „Ef Huang Nubo verður neitað um heimild til að fjárfesta á Íslandi er nauðsynlegt að rökstyðja þá ákvörðun með hlutlægum og málefnalegum rökum. Að öðrum kosti mun orðspor Íslands tengt beinni erlendri fjárfestingu bíða enn frekari hnekki,“ segir Aðalsteinn.
Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira