Mesta happið var stærsta eldgos í 230 ár Svavar Hávarðsson skrifar 12. nóvember 2015 08:00 Stærsta Skaftárhlaup á skrá er síðasti stórviðburðurinn sem tókst að skrá af nákvæmni. Rúmlega sólarhring áður en jökulhlaupið náði undan jökli vissu vísindamennirnir hvers kyns var. vísir/vilhelm Á þeim tæplega fjórum árum sem FutureVolc, samevrópskt verkefni um eldfjallavá, hefur staðið yfir hér á landi hefur tekist að skrá sex viðburði í náttúru Íslands mun betur en annars hefði verið, og suma þeirra svo vel að þess eru fá ef nokkur dæmi annars staðar í heiminum. Þessir atburðir eru einstakir á heimsvísu og dæmafáir á landsvísu.Kveikjan var Eyjafjallajökull Verkefnisstjórinn Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans, sagði frá því á ráðstefnu á vegum verkefnisins fyrir helgi að hugmyndin að verkefninu kviknaði í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli árið 2010, en á vegum verkefnisins hafa vísindamennirnir sett upp tækjabúnað fyrir vöktun og rannsóknir á eldfjöllum sem skilað hafa meiri og betri upplýsingum á starfstíma verkefnisins en nokkur maður leyfði sér að dreyma um. Skemmst er að minnast stærsta Skaftárhlaups sem ruðst hefur undan Vatnajökli í sögunni. Í aðdraganda þess um mánaðamótin september og október sýndi GPS-staðsetningartæki, sem komið hafði verið fyrir á íshellu Skaftárketils vegna rannsókna, ris og sig ketilsins sem gaf til kynna að hlaup væri í aðsigi nokkrum dögum áður en vatnið kom undan jöklinum. Fyrir vikið gafst mikilvægur fyrirvari sem hægt var að nýta til fyrirbyggjandi aðgerða. Upplýsingarnar sem fengust eru mikilvægar við rannsóknir á þróun og hegðun katlanna og nýtast við spár um framtíðarhegðun þeirra; þær varpa ljósi á eðli jökulhlaupa og geta nýst s.s. við hönnun brúa og annarra mannvirkja, er meðal þess sem aðstandendur FutureVolc benda á.Þvílík heppni Eldgosið í Holuhrauni, mesta eldgos á Íslandi í 230 ár að magni talið, er svo sérstakt „happ“ þeirra sem að verkefninu stóðu. Má segja að þar hafi fengist vitneskja langt umfram það sem vænta hefði mátt um eldstöðvarkerfi Bárðarbungu ef tækjabúnaður hefði ekki verið settur upp á vegum FutureVolc. Ekki síst gerðu mælitækin kleift að fylgjast náið með virkni í eldstöðinni meðan á umbrotunum stóð og einnig að kortleggja feril kvikugangsins frá Bárðarbungu út í Holuhraun í meiri smáatriðum en annars hefði verið mögulegt – eins og Jarðvísindastofnun hefur oft bent á. Er þá ónefnt hvernig verkefnið og tengdar rannsóknir hafa stuðlað að bættri vöktun og aukinni þekkingu á virkni eldstöðva ásamt bættri upplýsingagjöf til almennings um hættu af völdum eldvirkni. Kristín Vogfjörð, rannsóknastjóri hjá Veðurstofu Íslands, segir að vissulega hefði verið hægt að skrá og fylgjast með atburðunum í Bárðarbungueldstöðinni af nákvæmni ef ekki hefði komið til verkefnisins. Hins vegar sé ólíku saman að jafna við þær upplýsingar sem nú liggja fyrir, þökk sé verkefninu og þeim tækjakosti sem komið var fyrir. Bendir hún á að um skeið hafði verið vitað að eldstöðin gæti bært á sér, líkt og vitað var að Eyjafjallajökull var að setja sig í stellingar strax árið 1991. Við umbrotin í Bárðarbungu fengust með staðsetningartækjum og jarðskjálftamælum FutureVolc stöðugar upplýsingar um hreyfingu kviku undir jöklinum og undan honum og út í Holuhraun. „Án staðsetningartækjanna hefðum við lítið vitað hvað var að gerast. Þegar gangurinn var að hendast í norður sáum við að hann var á leiðinni út úr gps-kerfinu og það þurfti að hlaupa með mæla til að ná utan um þegar hann kæmi norður í Holuhraun,“ segir Kristín. Jafnframt var fylgst með öðrum minni atburðum betur en annars hefði verið, ekki síst þegar gríðarstór skriða féll úr Dyngjufjöllum við suðaustanvert Öskjuvatn 21. júlí 2014. Einnig hverasprengingu í Kverkfjöllum árið 2013 í langdregnum undanfara umbrotanna í Bárðarbungu, þar sem eldgosin urðu reyndar fimm talsins, og tveimur litlum jökulhlaupum í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi og úr vestari Skaftárkatli árið 2014. Eins og áður sagði var á það minnst á ráðstefnu FutureVolc að fyrirvarar að eldsumbrotum í Bárðarbungu og Eyjafjallajökli komu fyrst fram mörgum árum áður en kvika braust upp á yfirborðið og eftirminnileg eldgosin voru til umfjöllunar vikum og mánuðum saman.Ekkert í gangi, og þó?… Kristín segir að enginn slíkur fyrirvari umbrota sé merkjanlegur í augnablikinu, og þó. „Allur vestanverður Vatnajökull er búinn að vera mjög virkur síðan árið 2008, það gaus svo árið 2011 [Eldgosið í Grímsvötnum 2011] og þá datt virknin þar niður um tíma en Bárðarbunga fór fljótt aftur að bæra á sér að nýju. Engin önnur eldstöð hefur beinlínis bært á sér, nema í kringum Bárðarbungu og vegna áhrifa þaðan. En maður getur aldrei verið viss,“ segir Kristín og bendir á enn eina afurð FutureVolc-verkefnisins sem er Vefhandbók íslenskra eldfjalla – eða Catalogue of Icelandic Volcanoes sem styrkt er af Alþjóðaflugmálastofnuninni, ICAO. „Ef farið er inn á vefhandbókina og Tungnafellsjökull valinn þá sést að þar hafa orðið 600 jarðskjálftar þegar litið er eitt ár aftur. En að meðaltali mælast í Tungnafellsjökli ekki nema 20 til 30 skjálftar á ári þegar litið er yfir lengri tímabil. Það er því mikil aukning þarna en við höldum að það sé vegna gliðnunar í Bárðarbungu og komi fram þarna sem aukin áraun á Tungnafellsjökul, þó maður geti ekki verið 100 prósent viss um það,“ segir Kristín.Eldfjöll í gagnagrunni Í vefhandbókinni eru tekin saman ógrynni upplýsinga um 32 íslensk eldfjallakerfi og tenglar eru á ítarefni og gagnaraðir sem þeim tengjast. Gerð handbókarinnar er leidd af Veðurstofunni og unnin í samstarfi við Jarðvísindastofnun og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Vefhandbókin byggist á jarðfræðirannsóknum og kortlagningum fjölda íslenskra jarðvísindamanna og -kvenna en efnið er sett þannig fram að notandinn geti vel afmarkað hvaða upplýsingar skal sækja og hversu djúpt skal leita. Þannig standa vonir til þess að vefhandbók íslenskra eldfjalla nýtist jafnt almenningi, hagsmunaaðilum, nemendum og fræðasamfélaginu. FutureVolc-verkefninu lýkur í mars 2016. Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Fleiri fréttir Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Sjá meira
Á þeim tæplega fjórum árum sem FutureVolc, samevrópskt verkefni um eldfjallavá, hefur staðið yfir hér á landi hefur tekist að skrá sex viðburði í náttúru Íslands mun betur en annars hefði verið, og suma þeirra svo vel að þess eru fá ef nokkur dæmi annars staðar í heiminum. Þessir atburðir eru einstakir á heimsvísu og dæmafáir á landsvísu.Kveikjan var Eyjafjallajökull Verkefnisstjórinn Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans, sagði frá því á ráðstefnu á vegum verkefnisins fyrir helgi að hugmyndin að verkefninu kviknaði í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli árið 2010, en á vegum verkefnisins hafa vísindamennirnir sett upp tækjabúnað fyrir vöktun og rannsóknir á eldfjöllum sem skilað hafa meiri og betri upplýsingum á starfstíma verkefnisins en nokkur maður leyfði sér að dreyma um. Skemmst er að minnast stærsta Skaftárhlaups sem ruðst hefur undan Vatnajökli í sögunni. Í aðdraganda þess um mánaðamótin september og október sýndi GPS-staðsetningartæki, sem komið hafði verið fyrir á íshellu Skaftárketils vegna rannsókna, ris og sig ketilsins sem gaf til kynna að hlaup væri í aðsigi nokkrum dögum áður en vatnið kom undan jöklinum. Fyrir vikið gafst mikilvægur fyrirvari sem hægt var að nýta til fyrirbyggjandi aðgerða. Upplýsingarnar sem fengust eru mikilvægar við rannsóknir á þróun og hegðun katlanna og nýtast við spár um framtíðarhegðun þeirra; þær varpa ljósi á eðli jökulhlaupa og geta nýst s.s. við hönnun brúa og annarra mannvirkja, er meðal þess sem aðstandendur FutureVolc benda á.Þvílík heppni Eldgosið í Holuhrauni, mesta eldgos á Íslandi í 230 ár að magni talið, er svo sérstakt „happ“ þeirra sem að verkefninu stóðu. Má segja að þar hafi fengist vitneskja langt umfram það sem vænta hefði mátt um eldstöðvarkerfi Bárðarbungu ef tækjabúnaður hefði ekki verið settur upp á vegum FutureVolc. Ekki síst gerðu mælitækin kleift að fylgjast náið með virkni í eldstöðinni meðan á umbrotunum stóð og einnig að kortleggja feril kvikugangsins frá Bárðarbungu út í Holuhraun í meiri smáatriðum en annars hefði verið mögulegt – eins og Jarðvísindastofnun hefur oft bent á. Er þá ónefnt hvernig verkefnið og tengdar rannsóknir hafa stuðlað að bættri vöktun og aukinni þekkingu á virkni eldstöðva ásamt bættri upplýsingagjöf til almennings um hættu af völdum eldvirkni. Kristín Vogfjörð, rannsóknastjóri hjá Veðurstofu Íslands, segir að vissulega hefði verið hægt að skrá og fylgjast með atburðunum í Bárðarbungueldstöðinni af nákvæmni ef ekki hefði komið til verkefnisins. Hins vegar sé ólíku saman að jafna við þær upplýsingar sem nú liggja fyrir, þökk sé verkefninu og þeim tækjakosti sem komið var fyrir. Bendir hún á að um skeið hafði verið vitað að eldstöðin gæti bært á sér, líkt og vitað var að Eyjafjallajökull var að setja sig í stellingar strax árið 1991. Við umbrotin í Bárðarbungu fengust með staðsetningartækjum og jarðskjálftamælum FutureVolc stöðugar upplýsingar um hreyfingu kviku undir jöklinum og undan honum og út í Holuhraun. „Án staðsetningartækjanna hefðum við lítið vitað hvað var að gerast. Þegar gangurinn var að hendast í norður sáum við að hann var á leiðinni út úr gps-kerfinu og það þurfti að hlaupa með mæla til að ná utan um þegar hann kæmi norður í Holuhraun,“ segir Kristín. Jafnframt var fylgst með öðrum minni atburðum betur en annars hefði verið, ekki síst þegar gríðarstór skriða féll úr Dyngjufjöllum við suðaustanvert Öskjuvatn 21. júlí 2014. Einnig hverasprengingu í Kverkfjöllum árið 2013 í langdregnum undanfara umbrotanna í Bárðarbungu, þar sem eldgosin urðu reyndar fimm talsins, og tveimur litlum jökulhlaupum í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi og úr vestari Skaftárkatli árið 2014. Eins og áður sagði var á það minnst á ráðstefnu FutureVolc að fyrirvarar að eldsumbrotum í Bárðarbungu og Eyjafjallajökli komu fyrst fram mörgum árum áður en kvika braust upp á yfirborðið og eftirminnileg eldgosin voru til umfjöllunar vikum og mánuðum saman.Ekkert í gangi, og þó?… Kristín segir að enginn slíkur fyrirvari umbrota sé merkjanlegur í augnablikinu, og þó. „Allur vestanverður Vatnajökull er búinn að vera mjög virkur síðan árið 2008, það gaus svo árið 2011 [Eldgosið í Grímsvötnum 2011] og þá datt virknin þar niður um tíma en Bárðarbunga fór fljótt aftur að bæra á sér að nýju. Engin önnur eldstöð hefur beinlínis bært á sér, nema í kringum Bárðarbungu og vegna áhrifa þaðan. En maður getur aldrei verið viss,“ segir Kristín og bendir á enn eina afurð FutureVolc-verkefnisins sem er Vefhandbók íslenskra eldfjalla – eða Catalogue of Icelandic Volcanoes sem styrkt er af Alþjóðaflugmálastofnuninni, ICAO. „Ef farið er inn á vefhandbókina og Tungnafellsjökull valinn þá sést að þar hafa orðið 600 jarðskjálftar þegar litið er eitt ár aftur. En að meðaltali mælast í Tungnafellsjökli ekki nema 20 til 30 skjálftar á ári þegar litið er yfir lengri tímabil. Það er því mikil aukning þarna en við höldum að það sé vegna gliðnunar í Bárðarbungu og komi fram þarna sem aukin áraun á Tungnafellsjökul, þó maður geti ekki verið 100 prósent viss um það,“ segir Kristín.Eldfjöll í gagnagrunni Í vefhandbókinni eru tekin saman ógrynni upplýsinga um 32 íslensk eldfjallakerfi og tenglar eru á ítarefni og gagnaraðir sem þeim tengjast. Gerð handbókarinnar er leidd af Veðurstofunni og unnin í samstarfi við Jarðvísindastofnun og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Vefhandbókin byggist á jarðfræðirannsóknum og kortlagningum fjölda íslenskra jarðvísindamanna og -kvenna en efnið er sett þannig fram að notandinn geti vel afmarkað hvaða upplýsingar skal sækja og hversu djúpt skal leita. Þannig standa vonir til þess að vefhandbók íslenskra eldfjalla nýtist jafnt almenningi, hagsmunaaðilum, nemendum og fræðasamfélaginu. FutureVolc-verkefninu lýkur í mars 2016.
Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Fleiri fréttir Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Sjá meira