Mesta sig síðan mælingar hófust Hjörtur Hjartarson skrifar 6. september 2014 19:30 Yfirborð Bárðarbungu hefur lækkað um 15 metra í miðju öskjunnar en þetta kom í ljós í eftirlitsflugi í gær. Þetta er mesta sig sem mælst hefur frá upphafi. Engin merki eru hinsvegar um að eldgos sé að hefjast á þessum slóðum. Virknin í eldgosinu í Holuhrauni er með svipuðum hætti og í gær en þó er krafturinn heldur minni í gossprungunni sem myndaðist í gær. Hraunstraumur er enn töluverður og færist hann fram um 40-50 metra á klukkustund. Að sögn Þorvaldar Þórðarsonar, eldfjallasérfræðings má reikna með að hraunið verði komið í Jökulsá á Fjöllum eftir um það sólarhring. Vísindamenn sem funduðu í dag óttast ekki að hraunið komi til með að breyta farvegi fljótsins með afgerandi hætti. „Það sem við getum búist við að gerist er að þegar að hrauntaumurinn mætir ánni þá getum við átt von á gufusprengingum sem hafa þá staðbundin áhrif á svæðinu. Auðvitað getur það gerst að hraunstraumurinn fari þarna um og hafi staðbundin áhrif á jökulsánna en búumst ekki við að þau áhrif verði mikil,“ segir Kristín Jónsdóttir, fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands.Kristín Jónsdóttir, fagstjóri hjá Veðurstofu ÍslandsÍ eftirlitsflugi í gær kom í ljós að yfirborð Bárðarbungu hefur sigið um 15 metra í umbrotunum undanfarið. „Askjan virðist hafa sigið um 15 metra og við teljum að það sem hafi gerst er að gólfið hafi verið að síga í umbrotunum undanfarnar þrjár vikur samfara þessari miklu skjálftavirkni sem við höfum verið að mæla.“ Kristín segir að engin merki séu um eldgos í öskjunni eða aukinn jarðhita. Líkurnar á gosi hafi hinsvegar aukist með þessum jarðhræringum. Töluvert hefur dregið úr skjálftavirkni á svæðinu í gær og í dag. „Hún helst þarna aðeins undir sporði Dyngjujökuls en svo mælum við ennþá þessa stóru skjálfta. Við erum að mæla einn til tvo um og yfir fimm í Bárðabunguöskjunni. Þeir eru líklega tengdir þessari aflögun á öskjunni og þessu mikla sigi sem við höfum verið að mæla,“ segir Kristín. Víðir Reynisson, deildarstjóri hjá Almannavörnum sagði í samtali við fréttastofu í dag að svæðið væri áfram lokað að undanskildum þeim níu vísindamönnum sem voru þar að störfum í dag. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir FA kæra Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Sjá meira
Yfirborð Bárðarbungu hefur lækkað um 15 metra í miðju öskjunnar en þetta kom í ljós í eftirlitsflugi í gær. Þetta er mesta sig sem mælst hefur frá upphafi. Engin merki eru hinsvegar um að eldgos sé að hefjast á þessum slóðum. Virknin í eldgosinu í Holuhrauni er með svipuðum hætti og í gær en þó er krafturinn heldur minni í gossprungunni sem myndaðist í gær. Hraunstraumur er enn töluverður og færist hann fram um 40-50 metra á klukkustund. Að sögn Þorvaldar Þórðarsonar, eldfjallasérfræðings má reikna með að hraunið verði komið í Jökulsá á Fjöllum eftir um það sólarhring. Vísindamenn sem funduðu í dag óttast ekki að hraunið komi til með að breyta farvegi fljótsins með afgerandi hætti. „Það sem við getum búist við að gerist er að þegar að hrauntaumurinn mætir ánni þá getum við átt von á gufusprengingum sem hafa þá staðbundin áhrif á svæðinu. Auðvitað getur það gerst að hraunstraumurinn fari þarna um og hafi staðbundin áhrif á jökulsánna en búumst ekki við að þau áhrif verði mikil,“ segir Kristín Jónsdóttir, fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands.Kristín Jónsdóttir, fagstjóri hjá Veðurstofu ÍslandsÍ eftirlitsflugi í gær kom í ljós að yfirborð Bárðarbungu hefur sigið um 15 metra í umbrotunum undanfarið. „Askjan virðist hafa sigið um 15 metra og við teljum að það sem hafi gerst er að gólfið hafi verið að síga í umbrotunum undanfarnar þrjár vikur samfara þessari miklu skjálftavirkni sem við höfum verið að mæla.“ Kristín segir að engin merki séu um eldgos í öskjunni eða aukinn jarðhita. Líkurnar á gosi hafi hinsvegar aukist með þessum jarðhræringum. Töluvert hefur dregið úr skjálftavirkni á svæðinu í gær og í dag. „Hún helst þarna aðeins undir sporði Dyngjujökuls en svo mælum við ennþá þessa stóru skjálfta. Við erum að mæla einn til tvo um og yfir fimm í Bárðabunguöskjunni. Þeir eru líklega tengdir þessari aflögun á öskjunni og þessu mikla sigi sem við höfum verið að mæla,“ segir Kristín. Víðir Reynisson, deildarstjóri hjá Almannavörnum sagði í samtali við fréttastofu í dag að svæðið væri áfram lokað að undanskildum þeim níu vísindamönnum sem voru þar að störfum í dag.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir FA kæra Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Sjá meira