Mesta sig síðan mælingar hófust Hjörtur Hjartarson skrifar 6. september 2014 19:30 Yfirborð Bárðarbungu hefur lækkað um 15 metra í miðju öskjunnar en þetta kom í ljós í eftirlitsflugi í gær. Þetta er mesta sig sem mælst hefur frá upphafi. Engin merki eru hinsvegar um að eldgos sé að hefjast á þessum slóðum. Virknin í eldgosinu í Holuhrauni er með svipuðum hætti og í gær en þó er krafturinn heldur minni í gossprungunni sem myndaðist í gær. Hraunstraumur er enn töluverður og færist hann fram um 40-50 metra á klukkustund. Að sögn Þorvaldar Þórðarsonar, eldfjallasérfræðings má reikna með að hraunið verði komið í Jökulsá á Fjöllum eftir um það sólarhring. Vísindamenn sem funduðu í dag óttast ekki að hraunið komi til með að breyta farvegi fljótsins með afgerandi hætti. „Það sem við getum búist við að gerist er að þegar að hrauntaumurinn mætir ánni þá getum við átt von á gufusprengingum sem hafa þá staðbundin áhrif á svæðinu. Auðvitað getur það gerst að hraunstraumurinn fari þarna um og hafi staðbundin áhrif á jökulsánna en búumst ekki við að þau áhrif verði mikil,“ segir Kristín Jónsdóttir, fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands.Kristín Jónsdóttir, fagstjóri hjá Veðurstofu ÍslandsÍ eftirlitsflugi í gær kom í ljós að yfirborð Bárðarbungu hefur sigið um 15 metra í umbrotunum undanfarið. „Askjan virðist hafa sigið um 15 metra og við teljum að það sem hafi gerst er að gólfið hafi verið að síga í umbrotunum undanfarnar þrjár vikur samfara þessari miklu skjálftavirkni sem við höfum verið að mæla.“ Kristín segir að engin merki séu um eldgos í öskjunni eða aukinn jarðhita. Líkurnar á gosi hafi hinsvegar aukist með þessum jarðhræringum. Töluvert hefur dregið úr skjálftavirkni á svæðinu í gær og í dag. „Hún helst þarna aðeins undir sporði Dyngjujökuls en svo mælum við ennþá þessa stóru skjálfta. Við erum að mæla einn til tvo um og yfir fimm í Bárðabunguöskjunni. Þeir eru líklega tengdir þessari aflögun á öskjunni og þessu mikla sigi sem við höfum verið að mæla,“ segir Kristín. Víðir Reynisson, deildarstjóri hjá Almannavörnum sagði í samtali við fréttastofu í dag að svæðið væri áfram lokað að undanskildum þeim níu vísindamönnum sem voru þar að störfum í dag. Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Yfirborð Bárðarbungu hefur lækkað um 15 metra í miðju öskjunnar en þetta kom í ljós í eftirlitsflugi í gær. Þetta er mesta sig sem mælst hefur frá upphafi. Engin merki eru hinsvegar um að eldgos sé að hefjast á þessum slóðum. Virknin í eldgosinu í Holuhrauni er með svipuðum hætti og í gær en þó er krafturinn heldur minni í gossprungunni sem myndaðist í gær. Hraunstraumur er enn töluverður og færist hann fram um 40-50 metra á klukkustund. Að sögn Þorvaldar Þórðarsonar, eldfjallasérfræðings má reikna með að hraunið verði komið í Jökulsá á Fjöllum eftir um það sólarhring. Vísindamenn sem funduðu í dag óttast ekki að hraunið komi til með að breyta farvegi fljótsins með afgerandi hætti. „Það sem við getum búist við að gerist er að þegar að hrauntaumurinn mætir ánni þá getum við átt von á gufusprengingum sem hafa þá staðbundin áhrif á svæðinu. Auðvitað getur það gerst að hraunstraumurinn fari þarna um og hafi staðbundin áhrif á jökulsánna en búumst ekki við að þau áhrif verði mikil,“ segir Kristín Jónsdóttir, fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands.Kristín Jónsdóttir, fagstjóri hjá Veðurstofu ÍslandsÍ eftirlitsflugi í gær kom í ljós að yfirborð Bárðarbungu hefur sigið um 15 metra í umbrotunum undanfarið. „Askjan virðist hafa sigið um 15 metra og við teljum að það sem hafi gerst er að gólfið hafi verið að síga í umbrotunum undanfarnar þrjár vikur samfara þessari miklu skjálftavirkni sem við höfum verið að mæla.“ Kristín segir að engin merki séu um eldgos í öskjunni eða aukinn jarðhita. Líkurnar á gosi hafi hinsvegar aukist með þessum jarðhræringum. Töluvert hefur dregið úr skjálftavirkni á svæðinu í gær og í dag. „Hún helst þarna aðeins undir sporði Dyngjujökuls en svo mælum við ennþá þessa stóru skjálfta. Við erum að mæla einn til tvo um og yfir fimm í Bárðabunguöskjunni. Þeir eru líklega tengdir þessari aflögun á öskjunni og þessu mikla sigi sem við höfum verið að mæla,“ segir Kristín. Víðir Reynisson, deildarstjóri hjá Almannavörnum sagði í samtali við fréttastofu í dag að svæðið væri áfram lokað að undanskildum þeim níu vísindamönnum sem voru þar að störfum í dag.
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira