Viðskipti innlent

Mestu landað í Reykjavík

Svavar Hávarðsson skrifar
Reykjavík er áfram langstærsta löndunarhöfnin með bolfisk.
Reykjavík er áfram langstærsta löndunarhöfnin með bolfisk. fréttablaðið/stefán
Reykjavíkurhöfn ber höfuð og herðar yfir aðrar hafnir landsins þegar kemur að lönduðum botnfiski. Á nýliðnu ári var í Reykjavík landað 87.551 tonni. Sú höfn sem kemur næst er Grindavíkurhöfn með 46.370 tonn.

Ef horft er til landsvæða þá jókst landað magn á botnfiskafla mest milli áranna 2014 og 2015 í höfnum á Norðurlandi vestra eða um 15,7 prósent.

Minnstum botnfiskafla var landað á síðasta ári í Vogum á Reykjanesi og á Reyðarfirði. Á síðasta ári var aðeins sex tonnum landað í Vogum og á Reyðarfirði var 15 tonnum landað.

Hlutfallsleg aukning er á flestum landsvæðum á kostnað hafna á Austurlandi en hlutur Austurlands lækkar úr 11,4 prósentum í 10,1 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×