Innlent

Metfjöldi leitaði páskaeggja í Viðey

Bjarki Ármannsson skrifar
Eyvindur Páll Sólnes sneri heim úr leitinni með páskaegg í stærð 40.
Eyvindur Páll Sólnes sneri heim úr leitinni með páskaegg í stærð 40. Mynd/Reykjavík
Rúmlega 700 manns leituðu páskaeggja á Viðey í kvöld en leitin var á vegum fyrirtækisins Eldingar, Reykjavíkurborgar og Viðeyjarstofu.

„Það voru 800 egg númer eitt falin um eyjuna,“ segir María Björk Gunnarsdóttir, markaðsstjóri Eldingar. „Þar af voru einhver tólf sérmerkt og ef fólk fann þau fékk það stærri vinninga.“ Þar á meðal má nefna gjafabréf í hvalaskoðun og páskaegg í stærðinni 40.

Metfjöldi sótti leitina í ár að sögn Maríu en þetta er í þriðja sinn sem leitin fer fram. En fundust öll eggin með tölu?

„Það var eitt egg og einn vinningur eftir. Það er náttúrulega ómögulegt að vita hvort það hafi ekki fundist eða hvort fólk hafi gleymt að sækja vinninginn,“ segir María. Hún segir að keppendur hafi til morguns til að sækja vinning sinn, annars verði annar heppinn keppandi dreginn út. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×