Sport

Metnaðarfullir Taekwondokrakkar á leið á EM

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ágúst og Ástrós eru klár í slaginn.
Ágúst og Ástrós eru klár í slaginn. Mynd/Samsett
Ástrós Brynjarsdóttir, Ágúst Kristinn Eðvarðsson, Bjarni Júlíus Jónsson úr Keflavík og Helgi Valentin Arnarsson hjá Fram halda í næstu viku til keppni á EM ungmenna í Taekwondo í Rúmeníu.

Íslensku keppendurnir eru allir núverandi Norðurlandameistarar í taekwondo og ætla sér stóra hluti í Rúmeníu. Taekwondo-deild Keflavíkur hefur tekið saman myndbönd af iðkendum sínum þar sem farið er yfir árangur þeirra og púlsinn tekinn.

Athygli vekur að keppendurnir eru afar metnaðarfullir og ætla sér ýmist Evrópumeistaratitil, heimsmeistaratitil eða sæti á Ólympíuleikum í framtíðinni.

Nánari upplýsingar um keppendur og mótið framundan má finna á heimasíðu taekwondodeildar Keflavíkur og heimasíðu Taekwondosambands Íslands.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×