Lífið

Metsöluhöfundur með eigin sjónvarpsþátt

Ellý Ármanns skrifar
mynd/aldís Pálsdóttir
Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack hárgreiðslukona, Trendnetsbloggari og höfundur metsölubókanna Hárið, sem seldist í yfir tíu þúsund eintökum árið 2012, og Lokkar, sem kom út fyrir síðustu jól, er á leiðinni í sjónvarp. Hún byrjar með eigin tísku-, hönnunar- og lífstílsþátt á Stöð 3 í byrjun mars.  Þar fjallar hún um það sem er að gerast í tísku- og hönnunarheiminum, spjallar við skemmtilegt og skapandi fólk í atvinnugeiranum ásamt mörgu fleiru.

„Ísland er mjög skapandi þjóð og höfum við upp á svo margt að bjóða hvað varðar hönnun- og tísku, förðun og hár. Við erum meðvituð um hvað er að gerast í kringum okkur og spáum mikið í hvað við setjum ofan í okkur og á. Þátturinn er fyrir alla þá sem vilja fylgjast með hvað er spennandi að gerast á landinu hverju sinni ásamt viðtölum við flotta Íslendinga í skapandi atvinnugreinum,“ segir Theodóra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.