Metum tónlistarmenntun að verðleikum Helga Mikaelsdóttir skrifar 20. október 2014 00:00 Miðvikudaginn 22. október hafa meðlimir FT fyrirhugað verkfall ef ekki næst að samþykkja kjarasamning við Samband íslenskra sveitafélaga. FT er eina félagið innan KÍ sem ekki hefur fengið nýjan kjarasamning þrátt fyrir 10 mánaða bið. Hvað á það þýða? Þetta fólk hefur margt hvert varið miklum fjármunum og tíma í að mennta sig í skólum víðs vegar um heiminn og komið heim með mikla þekkingu til að miðla til nemenda sinna. Á síðustu sjö árum hef ég hlotið tónlistarmenntun í Skólahljómsveit Kópavogs og nú í Tónlistarskóla Reykjavíkur og get ég því vottað að starf þessa fólks er gjörsamlega vanmetið meðal sveitarfélaganna. Það sem þetta fólk gerir á hverjum degi eru svo mikil kraftaverk að því er vart hægt að lýsa með orðum. Ekki nóg með að ég hafi lært að spila á hljóðfæri og lesa nótur heldur hef ég líka lært svo margt varðandi mannleg samskipti og aga. Ég hef oft hugsað um hvað það væri gaman að vera tónlistarkennari og fá að taka þátt í framförum nemenda sinna og jafnvel hjálpa til við að búa til einhvern snilling. En þá fer maður að hugsa um launin. Er ég tilbúin að eyða fjölda ára í að mennta mig á hljóðfærið mitt og fá síðan ekki laun sem geta borgað námslánin…ég satt best að segja er ekki viss. Því miður held ég að það séu margir á mínum aldri á svipuðum stað. Ef það á að verða endurnýjun í stétt tónlistarkennara þarf að bæta kjarasamningana til þess að laða fleiri að en fyrst og fremst er kominn tími til að launa núverandi kennurum fyrir þeirra ómetanlega framlag til menntunar, með því að bæta kjör þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson skrifar Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar Skoðun Börn á Íslandi, best í heimi! Sigríður Gísladóttir skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir vindorkuverum Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Börn með ADHD mega bara bíða Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað á ég að gera við barnið mitt þegar það vex úr grasi? Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar Skoðun Af hverju stappa börn niður fótunum? Hans Steinar Bjarnason skrifar Skoðun Afurðastöðvar í samkeppni við sjálfar sig? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Leikskólamálin – eitt stærsta jafnréttismálið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfest í mínum skóla Sigmar Þormar skrifar Skoðun Á réttri leið Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Íslenskt loftslagsflóttafólk og kosningarnar Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á degi barnsins Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið og flokkarnir Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Frelsi eykur fjölbreytni og er hvetjandi fyrir samfélagið Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Fólkið sem Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn treystir ekki Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hvar býr lýðræðið? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Óraunhæf tilboð Jón Hákon Halldórsson skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – skynsamlegt val fyrir framtíðina Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Okkar plan virkar - þetta er allt að koma! Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Dagur mannréttinda barna 20. nóvember Salvör Nordal skrifar Skoðun Tillaga í sjókvíaeldismálum Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Ólafsfjörður og Dalvík: Kraftaverk að enginn hafi látið lífið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Við kjósum velferð dýra Kristinn Hugason skrifar Skoðun Pólitísk loforð Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Örugg landamæri eru forgangsmál Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Miðvikudaginn 22. október hafa meðlimir FT fyrirhugað verkfall ef ekki næst að samþykkja kjarasamning við Samband íslenskra sveitafélaga. FT er eina félagið innan KÍ sem ekki hefur fengið nýjan kjarasamning þrátt fyrir 10 mánaða bið. Hvað á það þýða? Þetta fólk hefur margt hvert varið miklum fjármunum og tíma í að mennta sig í skólum víðs vegar um heiminn og komið heim með mikla þekkingu til að miðla til nemenda sinna. Á síðustu sjö árum hef ég hlotið tónlistarmenntun í Skólahljómsveit Kópavogs og nú í Tónlistarskóla Reykjavíkur og get ég því vottað að starf þessa fólks er gjörsamlega vanmetið meðal sveitarfélaganna. Það sem þetta fólk gerir á hverjum degi eru svo mikil kraftaverk að því er vart hægt að lýsa með orðum. Ekki nóg með að ég hafi lært að spila á hljóðfæri og lesa nótur heldur hef ég líka lært svo margt varðandi mannleg samskipti og aga. Ég hef oft hugsað um hvað það væri gaman að vera tónlistarkennari og fá að taka þátt í framförum nemenda sinna og jafnvel hjálpa til við að búa til einhvern snilling. En þá fer maður að hugsa um launin. Er ég tilbúin að eyða fjölda ára í að mennta mig á hljóðfærið mitt og fá síðan ekki laun sem geta borgað námslánin…ég satt best að segja er ekki viss. Því miður held ég að það séu margir á mínum aldri á svipuðum stað. Ef það á að verða endurnýjun í stétt tónlistarkennara þarf að bæta kjarasamningana til þess að laða fleiri að en fyrst og fremst er kominn tími til að launa núverandi kennurum fyrir þeirra ómetanlega framlag til menntunar, með því að bæta kjör þeirra.
Skoðun Ólafsfjörður og Dalvík: Kraftaverk að enginn hafi látið lífið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar