Innlent

Mikael Torfason hættur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólafur Stephensen, Mikael Torfason og Sigurjón M. Egilsson.
Ólafur Stephensen, Mikael Torfason og Sigurjón M. Egilsson.
Mikael Torfason hefur látið af störfum sem aðalritstjóri á fréttastofu 365 miðla. Starfsmönnum ritstjórnar var tilkynnt þetta upp úr klukkan 14 í dag.

Kristín Þorsteinsdóttir, útgefandi og nýr aðalritstjóri á fréttastofu 365 miðla.Vísir/STefán
Kristín Þorsteinsdóttir, sem gegnt hefur stöðu útgefanda undanfarnar vikur, tekur að sér stöðu aðalritstjóra en auk þess hefur Sigurjón M. Egilsson verið ráðinn fréttaritstjóri.

,,Mér var falið að sameina fréttastofur 365 miðla, því verkefni er nú lokið,“ segir Mikael Torfason í tilkynningu til starfsmanna.

Kristín sagði á fundi með fréttamönnum í dag að tilgangurinn með breytingunum væri að efla fréttastofuna. Þá ætti að auka hlut kvenna á ritstjórninni.

Ekki liggur fyrir hvert hlutverk Ólafs Stephensen, ritstjóra fréttastofunnar, verður í kjölfar breytinganna.

Mikael tjáir sig nánar um breytingarnar á Facebook-síðu sinni líkt og sjá má hér að neðan.


Tengdar fréttir

Mikael Torfason verður ritstjóri við hlið Ólafs

Mikael Torfason mun taka við starfi ritstjóra á Fréttablaðinu við hlið Ólafs Stephensen núverandi ritstjóra Fréttablaðsins. Sigríður Dögg Auðunsdóttir blaðamaður hefur verið ráðin ritstjóri Fréttatímans í stað Mikaels við hlið Jónasar Haraldssonar. Í tilkynningu frá Fréttatímanum segir að Sigríður Dögg hafi tekið virkan þátt í þróun og eflingu Fréttatímans undanfarið ár sem hafi skilað auknum lestri og ánægju með blaðið en lestur Fréttatímans hafi aukist, samkvæmt lestrarkönnunum Gallup.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×