Mikið magn kviku hefur safnast saman á stuttum tíma Sveinn Arnarsson skrifar 25. ágúst 2014 08:55 270 milljón rúmmetra af kviku hafa safnast fyrir undir Dyngjujökli á aðeins einni viku. Vísir/Vilhelm Berggangurinn undir Dyngjujökli, sem hefur verið að lengjast til norðausturs frá Bárðarbungu, nær nú líklega út fyrir jökulsporðinn. Þetta er mat jarðvísindamanna hjá Veðurstofunni. Ekkert lát er á skjálftavirkni í Dyngjujökli og hefur hún verið mikil síðustu sólarhringana. Sara Barsotti, fagstjóri eldfjallavár Veðurstofunnar, telur mikið magn kviku vera undir jöklinum og að gos sé líklegt samkvæmt þeim mælingum sem fyrir liggja.Sara Barsotti, fagstjóri eldfjallavár Veðurstofunnar0,27 rúmkílómetrar kviku Sara telur að kvika undir Dyngjujökli núna sé um það bil 270 milljón rúmmetrar. Þetta gríðarlega mikla magn sé bæði í bergganginum og undir öskju Bárðarbungu. „Við erum að lesa af GPS-mælum okkar og reyna að bera saman við þau líkön sem við vinnum með. Með því að samlesa gögn úr ólíkum áttum getum við reynt að áætla hversu mikil kvika liggi undir jöklinum. Út frá þeim útreikningum teljum við að magn kviku, sem liggur á nokkurra kílómetra dýpi undir jöklinum, sé um 0,27 rúmkílómetrar, eða 270 milljónir rúmmetra. Þetta er nokkuð mikið magn og virknin er ennþá mjög mikil.“ Til að setja þessa kviku í samhengi þá munu um 500 þúsund rúmmetrum vera sprengd burt við gerð Vaðlaheiðarganga, milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals. Kvikan sem jarðvísindamenn telja að sé undir jöklinum nú og bíði þess að komast upp á yfirborðið er því nóg til að fylla Vaðlaheiðargöngin 540 sinnum. Því er þetta gífurlega mikið magn af kviku sem hefur safnast saman undir jöklinum á nokkuð skömum tíma.Fimm sinnum Hvalfjarðargöng á einni viku Kvikan hefur síðan skjálftavirkni hófst í Bárðarbungu verið að færa sig inn berggang sem liggur í norðaustur frá Bárðarbungu undir Dyngjujökul. Sara telur að berggangurinn sé nú um 30 kílómetra langur og stefnan hafi verið að breytast úr því að vera í norðaustur í norð-norðaustur. „Við getum séð að skjálftavirknin er mikil við bergganginn og hefur verið að aukast síðustu daga. Við metum lengd berggangsins út frá skjálftum sem mynda þyrpingar undir Dyngjujökli.“ Þessi berggangur hefur verið að myndast síðustu viku og hefur kvikan náð að bora sér alla þessa leið. Hvalfjarðargöngin eru 5.7 kílómetrar að lengd og því er berggangurinn undi Dyngjujökli orðinn fimm sinnum lengri en þau. Berggangurinn hefur lengst jafnt og þétt þó gangagerð náttúrunnar hafi tekið kipp um helgina. Telja jarðvísindamenn að hann hafi lengst um nokkra kílómetra yfir helgina. „Nú er svo komið, þegar við skoðum skjálftana við norðurenda gangsins, að við teljum að hann hafi náð undir svæði sem er jökullaust. Það þýðir að nú er möguleiki á gosi á jökullausu svæði, sem myndi aðeins þýða hraungos. Þess lags gos ylli mun minna tjóni en sprengigos undir jökli,“ segir Sara. Að hennar mati er ekkert líklegra að gos komi á jökullausu svæði frekar en undir jökli. Í raun sé lítið hægt að spá fyrir um það.Hér má sjá hvernig kvikan hefur verið að stefna til norðausturs í átt að ÖskjuMynd/VeðurstofanLíklegast að atburðarásin endi með gosi Gosóróinn á svæðinu hefur nú staðið yfir í viku. Óróinn hefur verið breytilegur á þessu tímabili en skjálftavirkninni hefur vaxið ásmegin síðustu daga. Þúsundir skjálfta mælast á mælum Veðurstofunnar daglega. Sara telur líklegt að atburðarásin sem við horfum upp á núna endi með gosi í Dyngjujökli. „Mér kæmi það ekki á óvart að við myndum sjá þetta enda með eldgosi. Mér þykir ólíklegra að þetta fjari út án þess að gos verði. Hins vegar er það alveg möguleiki og ekki hægt að útiloka það. En tímaásinn er eitthvað sem við getum ekki túlkað. Hvort þetta endi með gosi á næstu klukkustundum, næstu dögum, vikum eða jafnvel mánuðum.“ Bárðarbunga Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Berggangurinn undir Dyngjujökli, sem hefur verið að lengjast til norðausturs frá Bárðarbungu, nær nú líklega út fyrir jökulsporðinn. Þetta er mat jarðvísindamanna hjá Veðurstofunni. Ekkert lát er á skjálftavirkni í Dyngjujökli og hefur hún verið mikil síðustu sólarhringana. Sara Barsotti, fagstjóri eldfjallavár Veðurstofunnar, telur mikið magn kviku vera undir jöklinum og að gos sé líklegt samkvæmt þeim mælingum sem fyrir liggja.Sara Barsotti, fagstjóri eldfjallavár Veðurstofunnar0,27 rúmkílómetrar kviku Sara telur að kvika undir Dyngjujökli núna sé um það bil 270 milljón rúmmetrar. Þetta gríðarlega mikla magn sé bæði í bergganginum og undir öskju Bárðarbungu. „Við erum að lesa af GPS-mælum okkar og reyna að bera saman við þau líkön sem við vinnum með. Með því að samlesa gögn úr ólíkum áttum getum við reynt að áætla hversu mikil kvika liggi undir jöklinum. Út frá þeim útreikningum teljum við að magn kviku, sem liggur á nokkurra kílómetra dýpi undir jöklinum, sé um 0,27 rúmkílómetrar, eða 270 milljónir rúmmetra. Þetta er nokkuð mikið magn og virknin er ennþá mjög mikil.“ Til að setja þessa kviku í samhengi þá munu um 500 þúsund rúmmetrum vera sprengd burt við gerð Vaðlaheiðarganga, milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals. Kvikan sem jarðvísindamenn telja að sé undir jöklinum nú og bíði þess að komast upp á yfirborðið er því nóg til að fylla Vaðlaheiðargöngin 540 sinnum. Því er þetta gífurlega mikið magn af kviku sem hefur safnast saman undir jöklinum á nokkuð skömum tíma.Fimm sinnum Hvalfjarðargöng á einni viku Kvikan hefur síðan skjálftavirkni hófst í Bárðarbungu verið að færa sig inn berggang sem liggur í norðaustur frá Bárðarbungu undir Dyngjujökul. Sara telur að berggangurinn sé nú um 30 kílómetra langur og stefnan hafi verið að breytast úr því að vera í norðaustur í norð-norðaustur. „Við getum séð að skjálftavirknin er mikil við bergganginn og hefur verið að aukast síðustu daga. Við metum lengd berggangsins út frá skjálftum sem mynda þyrpingar undir Dyngjujökli.“ Þessi berggangur hefur verið að myndast síðustu viku og hefur kvikan náð að bora sér alla þessa leið. Hvalfjarðargöngin eru 5.7 kílómetrar að lengd og því er berggangurinn undi Dyngjujökli orðinn fimm sinnum lengri en þau. Berggangurinn hefur lengst jafnt og þétt þó gangagerð náttúrunnar hafi tekið kipp um helgina. Telja jarðvísindamenn að hann hafi lengst um nokkra kílómetra yfir helgina. „Nú er svo komið, þegar við skoðum skjálftana við norðurenda gangsins, að við teljum að hann hafi náð undir svæði sem er jökullaust. Það þýðir að nú er möguleiki á gosi á jökullausu svæði, sem myndi aðeins þýða hraungos. Þess lags gos ylli mun minna tjóni en sprengigos undir jökli,“ segir Sara. Að hennar mati er ekkert líklegra að gos komi á jökullausu svæði frekar en undir jökli. Í raun sé lítið hægt að spá fyrir um það.Hér má sjá hvernig kvikan hefur verið að stefna til norðausturs í átt að ÖskjuMynd/VeðurstofanLíklegast að atburðarásin endi með gosi Gosóróinn á svæðinu hefur nú staðið yfir í viku. Óróinn hefur verið breytilegur á þessu tímabili en skjálftavirkninni hefur vaxið ásmegin síðustu daga. Þúsundir skjálfta mælast á mælum Veðurstofunnar daglega. Sara telur líklegt að atburðarásin sem við horfum upp á núna endi með gosi í Dyngjujökli. „Mér kæmi það ekki á óvart að við myndum sjá þetta enda með eldgosi. Mér þykir ólíklegra að þetta fjari út án þess að gos verði. Hins vegar er það alveg möguleiki og ekki hægt að útiloka það. En tímaásinn er eitthvað sem við getum ekki túlkað. Hvort þetta endi með gosi á næstu klukkustundum, næstu dögum, vikum eða jafnvel mánuðum.“
Bárðarbunga Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira