Innlent

Mikið rok á Suðvesturlandi - björgunarsveitir að störfum

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.

Verulega fór að hvessa suðvestanlands upp úr klukkan fimm í morgun og voru björgunarsveitir kallaðar út í Reykjanesbæ til að hefta fok í bænum og í Vogunum. Sömuleiðis í Hafnarfirði, þar sem járnplata fauk meðal annars inn um glugga, en engan sakaði. Þar fuku líka tveir vinnuskúrar.

Bálhvasst er á öllum helstu þjóðvegum úr frá höfuðborgarsvæðinu en ekki hafa borist fréttir af óhöppum eða slysum, enda sára fáir á ferð.

Lögregla biður fólk að fylgja börnum sínum í skólana, eða meta hvort þau fari í skóla í dag, en skólahald í Klébergsskóla á Kjalarnesi hefur verið fellt niður. Þá geta skólabílar fjölbrautarskólans á Selfossi ekki sótt nemendur í sveitirnar, en skólahald verður þó í dag.

Samhæfingastöð almannavarna var mönnuð laust fyrir klukkan fimm til að fylgjast með framvindu mála og skipuleggja aðgerðir, ef á þarf að halda. Búist er við að óveðrið gangi hratt yfir og er fólki bent á að hlusta á fréttir og skoða vefi Veðurstofunnar og vegagerðarinnar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×