Erlent

Mikil áfengisdrykkja skaðar minni ungmenna

Ný rannsókn á vegum Santiago háskólans á Spáni sýnir að mikil áfengisdrykkja ungmenna gerir það að verkum að minni þeirra skaðast.

Alls tóku 122 stúdentar við skólann á aldrinum 18 til 20 ára þátt í rannsókninni. Þeim var skipt í tvo hópa og drakk annar þeirra töluvert magn af áfengi í nokkurn tíma en hinn var edrú á meðan.

Að lokum voru báðir hóparnir látnir taka minnispróf og kom þá í ljós að drykkjumennirnir stóðu sig mun verr á því en þeir alsgáðu.

Sá sem stjórnaði rannsókninni segir að svo virðist sem minnistap af völdum áfengisdrykkju unglinga geti verið varanlegt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×