Innlent

Mikil hætta á lekandafaraldri

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Aukin tíðni ónæmis hjá lekanda-smituðum einstaklingum skapar verulega hættu á faraldri hér á landi, þá sérstaklega með auknum ferðalögum íslendinga til Asíu, Bandaríkjanna og Austur-Evrópu. Lekandi er afar óútreiknanleg baktería.

Sá sem smitast af lekanda í dag er í raun ekki að smitast af sömu bakteríu og var uppi fyrir nokkrum árum.Ónæmi fyrir sýklalyfjum fylgir þessu og í dag er talið að um tíu prósent allra smita séu ónæm fyrir fúkkalyfjum.

Í nýlegri og einstakri rannsókn Miðstöðvar sjúkdómavarna í Bandaríkjunum kemur fram að um átta hundruð og tuttugu þúsund smit eigi sér stað árlega í landinu.

Þar af eru fimmtíu og fjögur þúsund smit sem erfitt er að lækna með hefðbundnum aðferðum. Ástæðuna fyrir þessu má rekja til frjálslegrar notkunar sýklalyfja. Lekandi er ekki vandamál á Íslandi en með auknum ferðalögum og aukinni tíðni ónæmis er hættan mikil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×