Mikil óánægja með náttúruverndarfrumvarp Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 8. febrúar 2013 14:11 Hafliði segir lögin gera almenningi illkleyft að ferðast víða, meðal annars í Þórsmörk. Ferðaklúbburinn 4x4 birtir í dag heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu þar sem Alþingi er hvatt til að „leggja nú þegar til hliðar frumvarp til laga um náttúrvernd og vanda betur til verka." Í auglýsingunni er frumvarpið sagt fela í sér breytingar „sem munu stórskaða ferðamennsku á Íslandi og gera almenningi illkleyft að ferðast um landið sitt." Hafliði S. Magnússon formaður 4x4, segir óánægjuna snúa meðal annars að því að ekki hafi verið tekið mark á tillögum útivistarfólks við gerð frumvarpsins og að mörg atriði hreinlega gangi ekki upp. „Þetta byrjaði í rauninni með þessari hvítbók, og þar fengum við ekkert að koma að nema að senda inn athugasemdir í lokin, en þá var í rauninni búið að gefa út hvítbókina þannig að ég veit hreinlega ekki hvers vegna var verið biðja okkur um þessar athugasemdir."Heilsíðuauglýsingin sem birtist í Fréttablaðinu í dag.Óheimilt að leita að réttu vaði Hafliði segir margt í frumvarpinu vera gott en nokkur atriði þurfi að laga. „Til dæmis má nefna atriðið varðandi vöð á ám. Samkvæmt þessum nýju lögum má ekki keyra utan vega, og við erum að sjálfsögðu hlynntir því að utanvegaakstur sé bannaður, en séu lögin túlkuð strangt þá hættir fólk að geta farið með ökutæki inn í Langadal og Húsadal því þú mátt ekki keyra meðfram Krossánni til að leita að réttu vaði. Þú verður bara að keyra út í ána þar sem slóðin kemur að, og verði þér þá bara að góðu." Einnig er það gagnrýnt að samkvæmt nýju lögunum sé bannað að keyra eftir sandströndum. „Þegar það er fjara og þú ert að leika þér að því að keyra eftir sjónum - það er núna bannað. Þó að hjólförin hverfi eftir næsta flóð," segir Hafliði, og svarar því neitandi hvort rökstuðningur fyrir þessu banni hafi verið gefinn. „Nei við fáum aldrei að heyra neitt." 4x4 skorar á Alþingi að draga frumvarpið til baka og segir að málstaður félagsins njóti stuðnings frá mörgum öðrum útivistarfélögum. „Við höfum fundið fyrir miklum meðbyr úr öllum áttum, meira að segja meðal alþingismanna úr flestum flokkum. Ja, nema kannski einum," segir Hafliði að lokum og hlær. Tengdar fréttir Kvíðastillandi lyf fyrir heimsókn á hálendið? Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp að nýjum náttúruverndarlögum og stefna stjórnvöld á að það verði að lögum á yfirstandandi þingi. Margt er gott í frumvarpinu en ágallarnir eru samt svo margir að ég teldi það stórslys ef þingmenn afgreiddu það sem lög. Ég skora því á hina kjörnu fulltrúa að fresta afgreiðslu málsins og vinna það aftur frá grunni. 7. febrúar 2013 06:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Sjá meira
Ferðaklúbburinn 4x4 birtir í dag heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu þar sem Alþingi er hvatt til að „leggja nú þegar til hliðar frumvarp til laga um náttúrvernd og vanda betur til verka." Í auglýsingunni er frumvarpið sagt fela í sér breytingar „sem munu stórskaða ferðamennsku á Íslandi og gera almenningi illkleyft að ferðast um landið sitt." Hafliði S. Magnússon formaður 4x4, segir óánægjuna snúa meðal annars að því að ekki hafi verið tekið mark á tillögum útivistarfólks við gerð frumvarpsins og að mörg atriði hreinlega gangi ekki upp. „Þetta byrjaði í rauninni með þessari hvítbók, og þar fengum við ekkert að koma að nema að senda inn athugasemdir í lokin, en þá var í rauninni búið að gefa út hvítbókina þannig að ég veit hreinlega ekki hvers vegna var verið biðja okkur um þessar athugasemdir."Heilsíðuauglýsingin sem birtist í Fréttablaðinu í dag.Óheimilt að leita að réttu vaði Hafliði segir margt í frumvarpinu vera gott en nokkur atriði þurfi að laga. „Til dæmis má nefna atriðið varðandi vöð á ám. Samkvæmt þessum nýju lögum má ekki keyra utan vega, og við erum að sjálfsögðu hlynntir því að utanvegaakstur sé bannaður, en séu lögin túlkuð strangt þá hættir fólk að geta farið með ökutæki inn í Langadal og Húsadal því þú mátt ekki keyra meðfram Krossánni til að leita að réttu vaði. Þú verður bara að keyra út í ána þar sem slóðin kemur að, og verði þér þá bara að góðu." Einnig er það gagnrýnt að samkvæmt nýju lögunum sé bannað að keyra eftir sandströndum. „Þegar það er fjara og þú ert að leika þér að því að keyra eftir sjónum - það er núna bannað. Þó að hjólförin hverfi eftir næsta flóð," segir Hafliði, og svarar því neitandi hvort rökstuðningur fyrir þessu banni hafi verið gefinn. „Nei við fáum aldrei að heyra neitt." 4x4 skorar á Alþingi að draga frumvarpið til baka og segir að málstaður félagsins njóti stuðnings frá mörgum öðrum útivistarfélögum. „Við höfum fundið fyrir miklum meðbyr úr öllum áttum, meira að segja meðal alþingismanna úr flestum flokkum. Ja, nema kannski einum," segir Hafliði að lokum og hlær.
Tengdar fréttir Kvíðastillandi lyf fyrir heimsókn á hálendið? Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp að nýjum náttúruverndarlögum og stefna stjórnvöld á að það verði að lögum á yfirstandandi þingi. Margt er gott í frumvarpinu en ágallarnir eru samt svo margir að ég teldi það stórslys ef þingmenn afgreiddu það sem lög. Ég skora því á hina kjörnu fulltrúa að fresta afgreiðslu málsins og vinna það aftur frá grunni. 7. febrúar 2013 06:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Sjá meira
Kvíðastillandi lyf fyrir heimsókn á hálendið? Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp að nýjum náttúruverndarlögum og stefna stjórnvöld á að það verði að lögum á yfirstandandi þingi. Margt er gott í frumvarpinu en ágallarnir eru samt svo margir að ég teldi það stórslys ef þingmenn afgreiddu það sem lög. Ég skora því á hina kjörnu fulltrúa að fresta afgreiðslu málsins og vinna það aftur frá grunni. 7. febrúar 2013 06:00