Mikil óánægja með störf Gunnars Braga í ESB-málinu Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. mars 2015 07:00 Mikill meirihluti Íslendinga, eða 63 prósent, er ósáttur við framgöngu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra í Evrópumálum undanfarna daga. Aftur á móti eru 24 prósent sátt við framgöngu hans. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra greindi frá því um sexleytið á fimmtudag í síðustu viku að hann hefði afhent utanríkisráðherra Lettlands bréf um að ríkisstjórnin hefði ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik. Lettar fara nú með formennsku í ráðherraráði ESB. „Þessi niðurstaða sýnir mjög eðlileg viðbrögð gagnvart þeim vinnubrögðum sem viðhöfð voru. Menn uppskera eins og þeir sá,“ segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, aðspurður hvort niðurstaðan komi honum á óvart. Aðspurður segist hann jafnframt búast við að meðferð málsins muni hafa varanleg áhrif á utanríkisráðherra, ríkisstjórnina og stöðu stjórnarflokkanna. Af þeim sem tóku afstöðu segjast 44 prósent vera mjög ósátt, 19 prósent segjast vera frekar ósátt, 13 prósent segjast hvorki vera sátt né ósátt, 9 prósent segjast vera frekar sátt og 15 prósent mjög sátt. Þegar svör allra eru skoðuð sést að 39 prósent eru mjög ósátt, 16 prósent eru frekar ósátt, 11 prósent eru hvorki sátt né ósátt, 8 prósent eru frekar sátt og 13 prósent eru mjög sátt. Könnun Fréttablaðsins var gerð dagana 18. og 19. mars 2015. Hringt var í 1.078 manns þar til náðist í 801 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki. Það er 74,3% svarhlutfall. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
Mikill meirihluti Íslendinga, eða 63 prósent, er ósáttur við framgöngu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra í Evrópumálum undanfarna daga. Aftur á móti eru 24 prósent sátt við framgöngu hans. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra greindi frá því um sexleytið á fimmtudag í síðustu viku að hann hefði afhent utanríkisráðherra Lettlands bréf um að ríkisstjórnin hefði ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik. Lettar fara nú með formennsku í ráðherraráði ESB. „Þessi niðurstaða sýnir mjög eðlileg viðbrögð gagnvart þeim vinnubrögðum sem viðhöfð voru. Menn uppskera eins og þeir sá,“ segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, aðspurður hvort niðurstaðan komi honum á óvart. Aðspurður segist hann jafnframt búast við að meðferð málsins muni hafa varanleg áhrif á utanríkisráðherra, ríkisstjórnina og stöðu stjórnarflokkanna. Af þeim sem tóku afstöðu segjast 44 prósent vera mjög ósátt, 19 prósent segjast vera frekar ósátt, 13 prósent segjast hvorki vera sátt né ósátt, 9 prósent segjast vera frekar sátt og 15 prósent mjög sátt. Þegar svör allra eru skoðuð sést að 39 prósent eru mjög ósátt, 16 prósent eru frekar ósátt, 11 prósent eru hvorki sátt né ósátt, 8 prósent eru frekar sátt og 13 prósent eru mjög sátt. Könnun Fréttablaðsins var gerð dagana 18. og 19. mars 2015. Hringt var í 1.078 manns þar til náðist í 801 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki. Það er 74,3% svarhlutfall. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira