Mikil vinna hefur slæm áhrif Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 11. október 2013 08:30 Þátttaka íslenskra ungmenna á vinnumarkaði er mikil. Umboðsmaður barna segir að fólk megi ekki gleyma því að nám sé vinna og mörg ungmenni vinni tvöfaldan vinnudag. Fréttablaðið/GVA „Það er greinileg fylgni á milli slaks árangurs í námi og þess að nemendur séu á vinnumarkaði. Vinnan leiðir svo oft til þess að krakkarnir hætta í skóla,“ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. Samkvæmt niðurstöðum samnorrænnar rannsóknar sem birtist í Arbetsliv i Norden vinna íslensk ungmenni á aldrinum 15 til 19 ára mest allra ungmenna á Norðurlöndunum. Rúmlega helmingur þeirra er í vinnu en til samanburðar má nefna að rúmlega 40 prósent danskra unglinga eru á vinnumarkaði. Aðalheiður segir að það séu tvær ástæður fyrir því að börn og ungmenni vinna svo mikið hér á landi. „Það er dýrt að vera í framhaldsskóla á Íslandi. Nemendur þurfa að greiða fyrir námsgögn og fleira sem tengist skólagöngunni. Sum heimili eru svo illa sett fjárhagslega að þau hafa ekki efni á að greiða þennan kostnað fyrir börnin svo þau verða að vinna. Hinn hópurinn er að vinna til að fjármagna ýmiss konar neyslu, svo sem fatnað, dýra síma og svo framvegis.“ Aðalheiður segir að á hinum Norðurlöndunum fái unglingar styrki til að stunda framhaldsskólanám og kennarar hér á landi hafi lengi talað fyrir því að slíkt kerfi yrði tekið upp hér á landi. Samkvæmt könnuninni eru það einkum hlutastörf sem ungmennin sinna. Þetta eru láglaunastörf þar sem ekki er krafist skilgreindrar kunnáttu eða þekkingar. Vinnutíminn er oft og tíðum óreglulegur. Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, segir að hvergi í Evrópu sé meira brottfall úr framhaldsskólum en á Íslandi. Mikil vinna geti átt þátt í því. Hún segir að margir gleymi því að nám sé vinna og því megi segja að mörg ungmenni vinni tvöfaldan vinnudag. Umboðsmaður bendir jafnframt á að ýmis lög og reglugerðir hafi verið sett til að takmarka vinnutíma ungmenna. Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
„Það er greinileg fylgni á milli slaks árangurs í námi og þess að nemendur séu á vinnumarkaði. Vinnan leiðir svo oft til þess að krakkarnir hætta í skóla,“ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. Samkvæmt niðurstöðum samnorrænnar rannsóknar sem birtist í Arbetsliv i Norden vinna íslensk ungmenni á aldrinum 15 til 19 ára mest allra ungmenna á Norðurlöndunum. Rúmlega helmingur þeirra er í vinnu en til samanburðar má nefna að rúmlega 40 prósent danskra unglinga eru á vinnumarkaði. Aðalheiður segir að það séu tvær ástæður fyrir því að börn og ungmenni vinna svo mikið hér á landi. „Það er dýrt að vera í framhaldsskóla á Íslandi. Nemendur þurfa að greiða fyrir námsgögn og fleira sem tengist skólagöngunni. Sum heimili eru svo illa sett fjárhagslega að þau hafa ekki efni á að greiða þennan kostnað fyrir börnin svo þau verða að vinna. Hinn hópurinn er að vinna til að fjármagna ýmiss konar neyslu, svo sem fatnað, dýra síma og svo framvegis.“ Aðalheiður segir að á hinum Norðurlöndunum fái unglingar styrki til að stunda framhaldsskólanám og kennarar hér á landi hafi lengi talað fyrir því að slíkt kerfi yrði tekið upp hér á landi. Samkvæmt könnuninni eru það einkum hlutastörf sem ungmennin sinna. Þetta eru láglaunastörf þar sem ekki er krafist skilgreindrar kunnáttu eða þekkingar. Vinnutíminn er oft og tíðum óreglulegur. Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, segir að hvergi í Evrópu sé meira brottfall úr framhaldsskólum en á Íslandi. Mikil vinna geti átt þátt í því. Hún segir að margir gleymi því að nám sé vinna og því megi segja að mörg ungmenni vinni tvöfaldan vinnudag. Umboðsmaður bendir jafnframt á að ýmis lög og reglugerðir hafi verið sett til að takmarka vinnutíma ungmenna.
Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira