Erlent

Mikill meirihluti Ítala vill halda í evruna

Niðurstöður nýrrar skoðanakönnunnar um afstöðu Ítala til evrunnar og Evrópusambandsins ganga þvert á úrslitin í þingkosningunum í síðasta mánuði.

Könnun sem blaðið Corriere della Sera lét gera sýnir að mikill meirihluti Ítala vill halda evrunni áfram og þeir hafa engann áhuga á að kjósa um hvort landið eigi áfram að vera í Evrópusambandinu eða ekki.

Um 74% Ítala vill halda evrunni og um 69% segjast vera andvíg því að kjósa um veruna í Evrópusambandinu.

Sem kunnugt er fékk grínistinn Beppe Grillo 25% atkvæða í þingkosningunum en eitt af kosningaloforðum hans var að taka upp líruna að nýju í stað evrunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×